Vikan - 29.07.1993, Page 29
GALDUR
sæld og flugnasveimur í lofti -
og svo jökullinn óendanlegi,
íshellan ógnarslóra sem blés
köldum gusti yfir í hlýtt and-
rúmsloftið.
Næsta dag var siglt út Ei-
ríksfjörð og inn á vík á austur-
strönd fjarðarins. Þaðan var
klukkustundar gangur yfir til
Garða, eða Igalíkú, eins og
plássið heitir á máli inn-
fæddra.
Það er fallegt að sjá yfir
Garða þegar komið er á háls-
inn fyrir ofan Einarsfjörð. Þá
loks opnast útsýni til austurs,
yfir fjörðinn. Þaðan liggur brött
brekka niður að Görðum. Það
er eins og tíminn hafi staðið
kyrr hér í hundrað ár. Fjörður-
inn er íslaus að mestu, hlíð-
arnar grasi vaxnar og um-
hverfið minnir meira á (sland
en Eiríksfjörður. Breiðafjarðar-
eyjar koma upp í hugann,
húsin í Flatey - eða kannski
Reykjavík fyrir svo sem tvö
hundruð árum, eins og sjá má
af myndum frá þeim tíma.
Húsin standa strjált og hvert
hús hefur sitt tún. Konunglega
Grænlandsverslunin stendur
á klettunum við sjóinn, gamalt
og virðulegt hús.
Hér má fá hinn ómissandi
verndargrip, túpilak, í búðinni,
hvort heldur maður vill úr
hreindýrshorni eða hvaltönn.
Traktorinn er þarfaþing og
helsta farartækið. Þessi
börn ■ Brattahlíö bíöa eftir
pabba sínum sem skrapp í
búöina.
Mannlífið gengur sinn hæga-
gang í þessu fjörutíu manna
byggðarlagi. Hundarnir græn-
lensku, sem eru nauðalíkir ís-
Útsýni yfir dalinn inn af Stokkanesi (Narsarsuaq) á leiöinni aö Grænlandsjökli.
lenskum hundum, sleikja sól-
ina og fylgja húsbónda sínum
þegar hann hefur lokið erind-
um sínum í versluninni. Hér er
traktor á ferð en ekki önnur
farartæki. Vegir eru fáir og
stuttir á Grænlandi og yfirleitt
ekki akfært milli byggða.
Menn fara allra sinna ferða
með bátum milli fjarða.
Við setjumst til borðs í far-
fuglaheimilinu í Görðum og
fáum smurt brauð og kaffi.
Svo röltum við um þorpið,
skoðum rústir dómkirkjunnar
og biskupssetursins forna en
stórir steinar úr þeim voru til
skamms tíma notaðir ( hús á
staðnum. Sagan heillar okkur
upp úr skónum. Hér er leg-
steinn Jóns Smyrils Garða-
biskups sem lést árið 1209.
Bein hans fundust við upp-
gröft og bagall, útskorinn úr
rostungstönn. í miðju þorpinu
er minnisvarði um Anders Ol-
sen sem reisti hér bú á 18.
öld. Hann nam þetta land að
nýju og er ættfaðir þeirra sem
nú búa í Görðum.
Þriðja daginn er siglt yfir Ei-
ríksfjörð, til Brattahlíðar, sem
er gegnt Stokkanesi og heitir
Qassiarsuk á grænlensku.
Þar gefur að líta rústir Þjóð-
hildarkirkju, fyrstu kirkju í
Vesturheimi. Stórar kirkjur og
tómar hafa ekki tíðkast í þann
tíð. Innanmál Þjóðhildarkirkju
er 2 x 3 metrar og hafa því
ekki margir rúmast þar við
messu. Einnig eru þarna rústir
af bæ Eiríks rauða, útihúsum
frá tímum íslensku landnem-
anna og torfkofum eskimóa.
Brattahlíð er fyrsta byggðin
á Grænlandi sem nýtur raf-
magns frá vatnsaflstöð. Kon-
unglega Grænlandsverslunin
er á sínum stað og allt sem
fæst ekki þar er hægt að
panta og það kemur með
næsta báti. Strandferðabát-
arnir koma á þriggja vikna
fresti í þetta 70 manna byggð-
arlag.
Minnisvarði er til heiðurs Ei-
ríki rauða, reist 1982, á þús-
und ára afmæli landnáms
hans, og einnig er þarna
minnismerki um Otto
Frederiksen, fjárbónda sem
endurreisti byggð í Brattahlíð
árið 1924.
Loks sigldum við síðdegis
inn í Kórok-fjörð, sem liggur
austur úr Eiríksfirði. Hann er
fullur af ís af öllum stærðum
og gerðum og var siglf eins
langt inn fjörðinn og unnt var
að komast með góðu móti.
Eftirminnilegur endir á ævin-
týralegri ferð. Galdur Græn-
lands er mikill og hann verður
ekki burt rekinn svo glatt.
Þessi ferð lifir lengi í minning-
unni. □
Út úr elsta húsinu í Göröum kom þessi
karl, sem áreiöanlega er allra karla elstur
í því plássi, og er hér meö greinarhöfundi
á myndinni.
15.TBL. 1993 VIKAN 29