Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 33

Vikan - 29.07.1993, Page 33
* Mike Wallace er 75 ára gamall en það er erfitt að trúa því þeg- ar maður situr andsþænis honum. Hann er meðal þeirra síðustu af merkilegri kynslóð stórkostlegra fréttamanna, manna sem mótuðu frétta- mennsku í Bandaríkjunum á árunum um og eftir seinna stríð og höfðu um leið afger- andi og mótandi áhrif á hug- myndir nútfmamanna um for- tíð sína og samtíð. Mike Wallace er ekki sestur í helg- an stein, langt f frá. Hann er enn á fljúgandi ferð sem einn af aðalfréttamönnunum í ein- um áhrifamesta fréttaþætti í Bandaríkjunum - 60 mínútur - og nýlega endurnýjaði hann samning sinn. RÚSSNESKUR GYÐING- UR í NEW YORK Wallace er, eins og svo marg- ir merkir Bandaríkjamenn, sonur innflytjenda. Foreldrar hans flúðu frá Rússlandi und- an gyðingaofsóknum í lok síð- ustu aldar og settust að í Brooklyn í New York. Hann minnist þeirra hlýlega, einkum föður sfns sem hann segir hafa verið „dásamlegan, al- veg gull af manni". Móðirin var hins vegar „siðprúð, ofur- umhyggjusöm kona sem hafði enga kímnigáfu". En hún þurfti líka að ala uþþ fjögur börn og þó að þau byggju ekki við fátækt hafði fjölskyld- an ekki mikið umleikis. „í Brooklyn átti ég afar á- nægjulega og heilbrigða æsku,“ segir Wallace sem var ekki íþyngt með gyðinglegum uppruna sínum - þvert á móti. Hann var fermdur, í stað þess að fá hið hefðbundna „bar mitzva" gyðinga og ólst upp milli tveggja elda í trúmálum. „Einn morguninn var ég ó- venju snemma á fóturn," rifjar hann upp, „og þá sá ég að faðir minn sat í stofunni með bænasjalið sitt og var að biðj- ast fyrir á gyðingavísu. Hann sagðist gera þetta á hverjum morgni en við ræddum það ekki frekar.“ Sem unglingur var Wallace feiminn og það skánaði ekki þegar hann fékk slæmt kast af unglingabólum. Það gerði hann afar vandræðalegan í umgengni við hitt kynið. Wallace fór svo í Michigan- háskólann og komst fljótlega að í útvarpsstöð stúdenta. „Það var ást við fyrstu kynni,“ segir hann, „en ég þurfti að komast yfir feimnina. Það hjálpaði að byrja í útvarpi vegna þess að þar sér maður ekki áheyrendurna, er bara að sþjalla við eitthvert tæki.“ Röddin er eitt mikilvægasta atvinnutæki fréttamanna og Wallace var og er heppinn í þeim efnum. Eftir að hann úr- skrifaðist vorið 1939 vann hann við eitt og annað, meðal annars við að auglýsa hnetu- smjör. í stríðinu var hann stríðsfréttaritari hjá sjóhern- um. HJÓLIN TAKA AÐ SNÚAST Árið 1948 skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og giftist leikkonunni Buff Cobb. Þau hjónin tóku upp samvinnu og sendu út útvarpsskemmtiþátt- inn Buff og Mike við nokkrar vinsældir. Loks hafði CBS- sjónvarpsstöðin samband við þau og bauð þeim sjónvarps- þátt. „Ég var skelfingu lostinn við tilhugsunina um að koma fram í sjónvarpi,“ segir Wallace, „því að ég var viss um að ég væri ekki nógu myndarlegur. Ég með þessa hræðilegu húð mína! Mér leið ömurlega baðaður sterkum Ijósum." Wallace upplifði mikla tog- streitu á þessum árum. Hann langaði að leggja eitthvað af mörkum sem skipti máli, eitt- hvað sem hefði áhrif á hugs- unarhátt fólks varðandi mikil- væg málefni. Hann vildi breyta heiminum. Á hinn bóg- inn vissi hann að hann gat auðveldlega orðið vellauðugur og frægur á því að gera skemmtiþætti, létta viðtals- þætti og grínþætti. Það var ekki fyrr en hann skildi við Buff Cobb og giftist Lorraine Perigord að hann fór að hugsa málin alvarlega. Lorraine er greind og sjálf- stæð kona og hún hvatti hann til að vinna að einhverju inni- 15. TBL. 1993 VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.