Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 33

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 33
* Mike Wallace er 75 ára gamall en það er erfitt að trúa því þeg- ar maður situr andsþænis honum. Hann er meðal þeirra síðustu af merkilegri kynslóð stórkostlegra fréttamanna, manna sem mótuðu frétta- mennsku í Bandaríkjunum á árunum um og eftir seinna stríð og höfðu um leið afger- andi og mótandi áhrif á hug- myndir nútfmamanna um for- tíð sína og samtíð. Mike Wallace er ekki sestur í helg- an stein, langt f frá. Hann er enn á fljúgandi ferð sem einn af aðalfréttamönnunum í ein- um áhrifamesta fréttaþætti í Bandaríkjunum - 60 mínútur - og nýlega endurnýjaði hann samning sinn. RÚSSNESKUR GYÐING- UR í NEW YORK Wallace er, eins og svo marg- ir merkir Bandaríkjamenn, sonur innflytjenda. Foreldrar hans flúðu frá Rússlandi und- an gyðingaofsóknum í lok síð- ustu aldar og settust að í Brooklyn í New York. Hann minnist þeirra hlýlega, einkum föður sfns sem hann segir hafa verið „dásamlegan, al- veg gull af manni". Móðirin var hins vegar „siðprúð, ofur- umhyggjusöm kona sem hafði enga kímnigáfu". En hún þurfti líka að ala uþþ fjögur börn og þó að þau byggju ekki við fátækt hafði fjölskyld- an ekki mikið umleikis. „í Brooklyn átti ég afar á- nægjulega og heilbrigða æsku,“ segir Wallace sem var ekki íþyngt með gyðinglegum uppruna sínum - þvert á móti. Hann var fermdur, í stað þess að fá hið hefðbundna „bar mitzva" gyðinga og ólst upp milli tveggja elda í trúmálum. „Einn morguninn var ég ó- venju snemma á fóturn," rifjar hann upp, „og þá sá ég að faðir minn sat í stofunni með bænasjalið sitt og var að biðj- ast fyrir á gyðingavísu. Hann sagðist gera þetta á hverjum morgni en við ræddum það ekki frekar.“ Sem unglingur var Wallace feiminn og það skánaði ekki þegar hann fékk slæmt kast af unglingabólum. Það gerði hann afar vandræðalegan í umgengni við hitt kynið. Wallace fór svo í Michigan- háskólann og komst fljótlega að í útvarpsstöð stúdenta. „Það var ást við fyrstu kynni,“ segir hann, „en ég þurfti að komast yfir feimnina. Það hjálpaði að byrja í útvarpi vegna þess að þar sér maður ekki áheyrendurna, er bara að sþjalla við eitthvert tæki.“ Röddin er eitt mikilvægasta atvinnutæki fréttamanna og Wallace var og er heppinn í þeim efnum. Eftir að hann úr- skrifaðist vorið 1939 vann hann við eitt og annað, meðal annars við að auglýsa hnetu- smjör. í stríðinu var hann stríðsfréttaritari hjá sjóhern- um. HJÓLIN TAKA AÐ SNÚAST Árið 1948 skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og giftist leikkonunni Buff Cobb. Þau hjónin tóku upp samvinnu og sendu út útvarpsskemmtiþátt- inn Buff og Mike við nokkrar vinsældir. Loks hafði CBS- sjónvarpsstöðin samband við þau og bauð þeim sjónvarps- þátt. „Ég var skelfingu lostinn við tilhugsunina um að koma fram í sjónvarpi,“ segir Wallace, „því að ég var viss um að ég væri ekki nógu myndarlegur. Ég með þessa hræðilegu húð mína! Mér leið ömurlega baðaður sterkum Ijósum." Wallace upplifði mikla tog- streitu á þessum árum. Hann langaði að leggja eitthvað af mörkum sem skipti máli, eitt- hvað sem hefði áhrif á hugs- unarhátt fólks varðandi mikil- væg málefni. Hann vildi breyta heiminum. Á hinn bóg- inn vissi hann að hann gat auðveldlega orðið vellauðugur og frægur á því að gera skemmtiþætti, létta viðtals- þætti og grínþætti. Það var ekki fyrr en hann skildi við Buff Cobb og giftist Lorraine Perigord að hann fór að hugsa málin alvarlega. Lorraine er greind og sjálf- stæð kona og hún hvatti hann til að vinna að einhverju inni- 15. TBL. 1993 VIKAN 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.