Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 64

Vikan - 29.07.1993, Page 64
LOFTUR ATLIEIRÍKSSON SKRIFAR FRÁ HOLLYWOOD VIKUVIÐTAL VIÐ MARIO VAN PEEBLES LEIKSTJÓRA ■ I ÞRIÐ JI HVER KUREKI VAR SVARTUR Kvikmyndagerðarmenn í Hollywood hafa stund- um verið gagnrýndir fyrir að gefa óraunsæja mynd af villta vestrinu. í myndunum „Dansað við úlfa” og „Hinir vægðarlausu” leituðust Kevin Costner og Clint Eastwood við að sýna vestrið frá nýjum sjónarhornum og báðar myndirnar nutu fádæma vin- sælda og hlutu fjölda ósk- arsverðlauna. í Dansað við úlfa var indíánum lýst sem þjóðflokki sem lifði í nánum tengslum við náttúruna en ekki eins og stríðsmáluðum apaköttum með það eitt að markmiði að safna sem flest- um hvítum höfuðleðrum. Clint Eastwood tók hins vegar þann pól í hæðina í „Hinum vægðarlausu” að gefa með- ferð skotvopna og ofbeldi í vestrinu raunverulegri mynd en við höfum séð í öðrum kúrekamyndum. íslendingar þekkja það vel frá skrifum útlendinga um land og þjóð að mannkyns- sagan ber merki þess er hana ritar. Hingað til hafa kúrekar hvíta tjaldsins flestir verið Ijós- ir á hörund eins og framleið- endurnir í Hollywood en í myndinni „Posse”, sem Há- skólabíó tekur til sýninga á næstunni, er uppruni þeirra endurskoðaður. Leikstjórn og aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Mario Van Peebles en hann er einn af frumkvöðl- um svörtu nýbylgjunnar í am- erískri kvikmyndagerð. Þrátt fyrír ungan aldur hefur hann leikið í stórmyndum á borð við „Jaws” og „Cotton Club” og á móti Clint Eastwood í „Heart- break Ridge”. Þekktasta mynd Van Peebles er þó væntanlega New Jack City sem hann leikstýrði fyrir Warner Brothers. Með henni skipaði hann sér á bekk með athyglisverðustu leikstjórum Bandaríkjanna en myndin gaf ógnvænlega og raunsæja mynd af glæpum og eiturlyfja- neyslu í stórborgum Ameríku. Posse hefur gengið mjög vel í kvikmyndahúsum vestan hafs og lífsorkan og krafturinn geislaði af Mario þegar við hittumst skömmu eftir frum- sýninguna á Nyppo hótelinu í Beverly Hills. HVÍTUR EÐA SVARTUR VESTRI - í Posse eru allir hvítu karakt- erarnir illmenni að einum und- anskildum og svertingjarnir akkúrat hið gagnstæða. Er það með þessum augum sem þú lítur þjóðféiagið eða er þetta val byggt á dramatísk- um forsendum í myndinni? „Mamma mín er hvít og pabbi minn er svartur og mamma var alltaf vond við mig,” segir Mario alvarlega en skellir síðan upp úr. Ef þú lítur á þá tíma sem sagan gerist þá var mjög óvenjulegt að hvítir litu á svarta sem jafn- ingja sína. Mannkynssagan er eins og bók sem er ritfærð af valdastétt hvers tíma og í byrjun myndarinnar segir gamall svartur maður að sér finnist skritið að það skuli ennþá kennt að Kólumbus 64VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.