Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 64

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 64
LOFTUR ATLIEIRÍKSSON SKRIFAR FRÁ HOLLYWOOD VIKUVIÐTAL VIÐ MARIO VAN PEEBLES LEIKSTJÓRA ■ I ÞRIÐ JI HVER KUREKI VAR SVARTUR Kvikmyndagerðarmenn í Hollywood hafa stund- um verið gagnrýndir fyrir að gefa óraunsæja mynd af villta vestrinu. í myndunum „Dansað við úlfa” og „Hinir vægðarlausu” leituðust Kevin Costner og Clint Eastwood við að sýna vestrið frá nýjum sjónarhornum og báðar myndirnar nutu fádæma vin- sælda og hlutu fjölda ósk- arsverðlauna. í Dansað við úlfa var indíánum lýst sem þjóðflokki sem lifði í nánum tengslum við náttúruna en ekki eins og stríðsmáluðum apaköttum með það eitt að markmiði að safna sem flest- um hvítum höfuðleðrum. Clint Eastwood tók hins vegar þann pól í hæðina í „Hinum vægðarlausu” að gefa með- ferð skotvopna og ofbeldi í vestrinu raunverulegri mynd en við höfum séð í öðrum kúrekamyndum. íslendingar þekkja það vel frá skrifum útlendinga um land og þjóð að mannkyns- sagan ber merki þess er hana ritar. Hingað til hafa kúrekar hvíta tjaldsins flestir verið Ijós- ir á hörund eins og framleið- endurnir í Hollywood en í myndinni „Posse”, sem Há- skólabíó tekur til sýninga á næstunni, er uppruni þeirra endurskoðaður. Leikstjórn og aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Mario Van Peebles en hann er einn af frumkvöðl- um svörtu nýbylgjunnar í am- erískri kvikmyndagerð. Þrátt fyrír ungan aldur hefur hann leikið í stórmyndum á borð við „Jaws” og „Cotton Club” og á móti Clint Eastwood í „Heart- break Ridge”. Þekktasta mynd Van Peebles er þó væntanlega New Jack City sem hann leikstýrði fyrir Warner Brothers. Með henni skipaði hann sér á bekk með athyglisverðustu leikstjórum Bandaríkjanna en myndin gaf ógnvænlega og raunsæja mynd af glæpum og eiturlyfja- neyslu í stórborgum Ameríku. Posse hefur gengið mjög vel í kvikmyndahúsum vestan hafs og lífsorkan og krafturinn geislaði af Mario þegar við hittumst skömmu eftir frum- sýninguna á Nyppo hótelinu í Beverly Hills. HVÍTUR EÐA SVARTUR VESTRI - í Posse eru allir hvítu karakt- erarnir illmenni að einum und- anskildum og svertingjarnir akkúrat hið gagnstæða. Er það með þessum augum sem þú lítur þjóðféiagið eða er þetta val byggt á dramatísk- um forsendum í myndinni? „Mamma mín er hvít og pabbi minn er svartur og mamma var alltaf vond við mig,” segir Mario alvarlega en skellir síðan upp úr. Ef þú lítur á þá tíma sem sagan gerist þá var mjög óvenjulegt að hvítir litu á svarta sem jafn- ingja sína. Mannkynssagan er eins og bók sem er ritfærð af valdastétt hvers tíma og í byrjun myndarinnar segir gamall svartur maður að sér finnist skritið að það skuli ennþá kennt að Kólumbus 64VIKAN 15.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.