Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 67

Vikan - 29.07.1993, Side 67
111111] um, nú, hundrað árum síðar, búa svartir í verstu fátækra- hverfunum. Þetta fólk er utan við þjóðfélagið og virkar ekki í kerfinu og hefur þar af leið- andi engan áhuga á að kjósa. Við sem höfum atvinnu og mat á borðinu eigum kannski erfitt með að skilja af hverju þetta fólk er svona reitt. En hvert sem þú lítur í Los Angel- es er verið að auglýsa varning til sölu og ef þú ert fátækur þá hefur þú ekki tækifæri til að taka þátt í nútíma neysluvenj- um. Menntun er lykillinn að framförum og í myndinni leik ég mann sem getur lesið sem var mjög óvenjulegt á þeim tímum. Þegar hann hættir að hefna fyrir það sem liðið er leggur hann ekki byssuna á hilluna heldur segist munu berjast fyrir lifandi málstað. Ég vildi ekki senda þau skila- boð til gengjanna í fátækra- hverfunum að þau ættu að hætta að berjast heldur að endurskoða hverju þau eru aö berjast fyrir. Þú verður að at- huga að Bandaríkin fengu ekki sjálfstæði á friðsamlegan hátt, ég hefði ekki fengið að fara í háskóla ef ekki hefðu verið stúdentaóeirðir 1968. Afi minn, sem var sonur stroku- þræls, lærði ekki að lesa með því að bíða eftir að einhver rétti honum bók og uppreisnin í Los Angeles var ekki frið- samleg en hún sýndi fólki að breytingar væru óumflýjanleg- ar. Ofbeldi í öðrum myndum þýðir eitthvað allt annað en merking þess er fyrir svarta Bandaríkjamenn. f myndinni segir kærasta aðalhetjunnar við hann að faðir hans hafi verið prestur og kennt fólki að bjóða hinn vangann. Þá svar- ar hann: „Einmitt; þú sást hvernig fór fyrir honum, hann var drepinn og ég sé ekki bet- ur en fjöldi svertingja bíði á hnjánum eftir launum himna- ríkis.” Það eina sem ég get sagt er að það er svo margt sem hefur ólíka merkingu eftir því hvaða kynþætti þú tilheyr- ir. Það eru t.d. mjög neikvæð skilaboð til svertingja að kenna þeim að Guð og Kristur séu hvítir og þeir eigi að krjúpa á kné og tilbiðja þá eftir að hafa verið kúgaðir af hvít- um í gegnum söguna.” Ég þakka Mario Van Peebles fyrir spjallið, hann hefur vakið mig til aukinnar umhugsunar eins og hann gerir við áhorfendur Posse. □ ÓTRÚLEGAR , SÖGUR AF 1 HELGA BJÖRNS FO5SÍ0UKEPFN SA'.lI CG CELAMDIC >.tOD: ÞRÆLGÓÐ TÍMARIT FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA HÆTTULEGUR DAVALDUR DÓTTIRIN EINS OG DRÆSA I»OLI EKKI EIGINMANNINN KYNLÍFSLEIKFANG Nt.i3 7.nu9fmusM/vsi BJARGAÐU ÞER FYRSTA ÁSTIN UPPRUHI TEYGJUSTÖKKS RÚSSNESKA MANNÆTAN 'ÞUSUND ÞJALIR SVERRIS ÞÓRS ÍSLENSKT SAKAMAL SAMÚEL SKOÐAR TÍSKU ROMEO GIGLI Á CANNESHÁTÍDINNI ORKUVER Á HJÓLUM GREIÐSLUKORTAFARGAN 15.TBL. 1993 VIKAN 67

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.