Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 9

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 9
um í leikhúsi, reyndar voru þau grundvöllur ferils míns. Það var síðan fyrst í Airplane sem ég fékk tækifæri til að leika grínhlutverk á hvíta tjald- inu. Nú var ég rétt að Ijúka við að leika á móti Beau syni mínum í vestra í léttum dúr og þar leik ég líka léttklikkaðan og ruglaðan náunga. Jeff og Beau fá mikið út úr því að sjá starfsgreininni. Ég veit ekki hvort þú hefur séð myndina Thanksgiving Promise sem Beau leikstýrði og Jordan sonur hans lék aðalhlutverkið í. Ég leik nágranna hans í myndinni og finn gæs sem ég bið hann að fóðra fyrir mig fram að þakkargjörðarhátíð- inni. Síðan þegar kemur að því að slátra gæsinni getur um súrt og sætt í gegnum tíð- ina. Hvernig fara menn að því að lifa af óöryggið í kvik- myndaborginni? „Það er náttúrlega einstak- lingsbundið. Margir sem ég þekki fóru þá leið að taka að sér örfá og útvalin hlutverk eftir að þeir urðu frægir. Þeir léku aðeins hetjur og vel skrif- uð hlutverk en ég hafði fyrir K / m ■% mku-tá. „Ef tekst að sannfæra áhorfendur um að maður sé raunverulegur í þessu hlutverki þá er sig- urinn unninn." hvað gengur vel hjá mér og sama má segja um barna- börnin en þau eru orðin tólf talsins. Synir mínir og Lucinda systir þeirra eru býsna dugleg í barneignunum." - Hvernig voru fyrstu árin hjá þér í Hollywood? „Ég byrjaði með því að gera þriggja ára samning við Col- umbia en ég held að þeir hafi ekki haft mikla trú á mér. Þeir fengu örugglega það út úr mér sem þeir borguðu fyrir því stundum lék ég alls konar lítil hlutverk í allt að þremur myndum á viku. Eftir það fóru hlutverkin að stækka en ég hef komið við sögu í meira en hundrað bíómyndum." - Þú hefur unnið töluvert með sonum þínum og nú eru barnabörnin að koma inn í myndina, hvernig líst þér á það? „Það er bara mjög ánægju- legt og gaman að hafa sama áhugasvið og þau. Það gefur okkur fleiri umræðuefni en ef við værum öll sitt í hverri stráksi ekki hugsað sér það I þannig að þetta er hugljúft lít- ið ævintýri sem við unnum saman við að gera - þrír ætt- liðir í beinan karllegg." ENDURSKRIFAÐI HLUTVERKIN - Hvernig var að leika í Hot Shots, Part Deux náunga sem dregur dár að alvarlegum hlutverkum sem þú hefur áður leikið? „Handritshöfundarnir Jim Abrahams og Pat Proft kunna sitt fag svo vel að það gat ekki orðið öðruvísi en skemmtilegt. Þeir þekkja hvern karakter í myndinni út í gegn og það sem þeir láta þá segja er allt svo vel úthugsað og heilsteypt í öllu ruglinu að það gerði vinnu leikaranna miklu auðveldari og ánægju- legri en ella. Þeir slípuðu hlut- verkin vel saman og það er sjaldgæft að maður fái svona vel frágengin handrit til að vinna með.“ - Þú hefur gengið í gegn- fjölskyldu að sjá þannig að ég gat aldrei leyft mér að vera svo vandlátur. Ég reyndi þara að hafa sem mest að gera í leiknum án þess að taka að mér hvaða hlutverk sem var því það er svo mikið af ótrú- legu rusli á boðstólum. Sum handritin eru svo illa skrifuð að það er ekki nokkur leið fyrir leikara að gera hlutverkin trú- verðug. Ég reyndi að gera það besta úr öllum þeim verk- efnum sem ég fékk og ég hafði ágæta reynslu frá Col- umbia í að reyna að redda ó- vönduðu efni með sannfær- andi leik. Ég endurskrifaði oft hlutverkin ef ég gat í stað þess að gleypa þau hrá, það hjálpaði líka til. Ég held að það sé áríðandi fyrir leikara að vera vel vakandi yfir nýj- ungum og halda tengslum við leikhúsið og ég gerði það með þvf að vera í ýmsum leikhóp- um. Mér var mjög umhugað um að læra „method“-leik og það hélt í mér lífinu sem lista- manni á þeim tíma sem Col- umbia græddi peninga á því að misnota hæfileika mína.“ - Það eru til mikla sögur um sukk og svínarí i Hollywood á þessu árum. Varðst þú mikið var við það? „Nei, ég get ekki sagt það. Mér var aldrei kunnugt um eit- urlyfjaneyslu og sá aldrei neitt svoleiðis. Maður fékk sér í glas öðru hverju og sam- kvæmin voru stundum ansi fjörug en þessi hlutir hafa aldrei verið neitt vandamál fyrir mig.“ - Þú lærðir stjórnmálafræði í háskóla. Hver er að þínu mati munurinn á leikara og stjórnmálamanni? „Þetta er athyglisverð spurning vegna þess að stjórnmálamenn gera mikið að því að leika og ég held að aðalatriðið fyrir leikara eða stjórnmálamann sé að gera hlutverk sitt eins trúverðugt og hægt er. Ef tekst að sannfæra áhorfendurna um að maður sé raunverulegur í þesSu hlut- verki þá er sigurinn unninn og það var það sem ég var að reyna í hlutverki Tugs Ben- son. Ég var að vona að fólk tryði því að þessi maður væri í það minnsta í eigin huga góður forseti.“ - Þetta hlutverk krefst líka mikilla líkamlegra tilburða. Hvernig heldur þú þér í góðu líkamlegu ástandi? „Við eigum hús við strönd- ina í Malibu og ég syndi mikið og spila tennis. Ég hef alltaf verið íþróttamaður og spilaði hornabolta og körfubolta á meðan ég var í skóla. Það var svolítið einkennileg tilviljun að Beau fór í sama skóla og ég og við lentum báðir í sama vandamálinu. Við vorum báðir í körfuboltaliðinu en leiklistin tók alltaf meiri og meiri tíma frá æfingum og kappleikjum. Það endaði með þvf að þjálf- arinn stillti mér upp við vegg og sagði að ég yrði að velja. Á þessum tíma fengu körfu- boltaleikmenn ekki borgað eins og nú er svo ég lét kapp- liðið sigla sinn sjó og Beau brást við á sama hátt.“ - Er eitthvert ákveðið hlut- verk sem þig langar að leika á næstu árum? „Ég vil bara halda áfram uppteknum hætti og hafa nóg að gera. Ég hef tök á að vera vandlátari á hlutverk nú en áður þvf ég hef ekki fyrir fjöl- skyldu að sjá lengur. Það er alltaf gaman að vera í vel skrifuðum hlutverkum og leika margs konar persónur og ég vona að ég fái tækifæri til þess í framtíðinni." □ 17.TBL. 1993 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.