Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 40

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 40
JONA RUNA MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ DULHEYRN SÉRKENNILEG ÓRÆÐ REYNSLA Alöngum tíma hafa borist ótal bréf sem segja frá dulrænni reynslu lesenda og við höld- um ótrauð áfram við að vinna úr þeim. Við veljum að þessu sinni eina af mörgum frásögn- um af dulheyrn lesenda en söltum hinar um tíma. Þetta bréf segir frá mjög sérkenni- legri dulrænni reynslu og er frá ungri stúlku. Hún er undir átján ára aldri og vill kalla sig dulnefninu Ella. RÖDD LÁTINNAR ELDRI KONU „í gegnum tvö síöustu ár hefur hvað eftir annaö kom- iö fyrir aö ég hef heyrt viö hægri hliö mér eins og hvíslaö væri aö mér af ýms- um tilefnum. Mér finnst röddina eiga kona sem er fulloröin og mjög þægileg, kona sem ég eins og skynja mjög sterka nálægö frá en sé alls ekki. Aftur á móti hafa tveir skyggnir aöilar séö fulloröna konu nálægt mér og lýsing þeirra stemmir viö þá hugmynd sem ég hef af þessari gömlu konu, þó furöulegt sé,“ segir Ella sem spáir þónokkuð í lífið og tilveruna. alls ekki séö aö þetta sé annað enda tel ég mig hvorki móðursjúka né geð- veika. Þessir atburðir hafa fyrst og fremst oröiö mér tii góös og trufla ekki mitt venjulega líf. Hitt er svo annað mál aö mér finnst þetta undarleg reynsla og stundum er nákvæmni þess sem ég heyri þaö mikil að mér bara stendur ekki á sama, sérstaklega þegar mér er sagt fyrir um óoröna atburöi. Þá getur komiö í mig visst óöryggi og kannski svolítill ótti,“ segir Ella um þessa tiltölulega nýju reynslu sína. Það kemur fyrir að hún eins og heyrir það sem tengist öðrum og ókunn- ugum og varðar framtíð, nútíð eða fortíð viðkomandi. FYRIRBOÐAR OG EFASEMDIR ANNARRA Ella telur sig ekkert næmari en gengur og gerist. Hún hef- ur lítillega rætt þessa reynslu við aðra og komist þá að því að flestum þykir sem hún eigi í einhverjum sálrænum erfið- leikum og telja þessa reynslu ímyndun eða eitthvað álíka. Flestir efast um tilgang og til- urð þessara sérgáfna henn- EKKI MÓDURSJÚK EÐA GEÐVEIK „Mér finnst þessi reynsla vera mjög undarleg og veit satt best aö segja mjög lítiö um dulræn fyrirbæri. Ég get Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík ar. „Ég hef oft og mörgum sinnum veriö vöruð við vandræðum og hættum og þá heyri ég alltaf þessa sömu rödd sem eins og hvíslar aö mér hvernig ég á aö foröast þaö sem er var- hugavert og bíöur mín á næsta leiti. Ég fæ líka boö um þaö sem getur reynst mér gott og ég fæ oft áskor- un um aö nota tækifærin og tímann vel. Þetta eru nokk- urs konar fyrirboöar eöa forspár, held ég.“ DULRÆNAR ERFÐIR OG ANDLEG HEILBRIGÐI Ella getur þess líka að hún hafi verið skyggn á huldufólk og látna fram að fimm ára aldri en núna heyri hún ein- ungis en sé ekki skyggn. „Ég er, held ég, frekar heilbrigö og ekkert sérlega mikið aö hugsa um dularfull fyrir- bæri. Afi minn er skyggn, ein frænka mín spáir fyrir fólki og fleiri ættingjar mínir eru dulrænir," segir Ella og fátt í bréfi hennar gefur til kynna annað en að hún sé ó- sköp venjuleg stúlka sem hef- ur frekar ánægju af lífinu en nokkuð annað. GÓÐAR AÐSTÆÐUR OG MÖGULEGUR TILGANGUR Hún spyr um tilgang þessarar reynslu og hvort þetta sé al- gengt fyrirbæri. Hún upplýsir líka að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta og foreldrar sínir séu ágætir og henni gengur vel í skólanum og ætlar að verða stúdent og síðar forn- leifafræðingur. „Vonandi svarar þú mér fljótlega, kæra Jóna Rúna, og þú mátt alveg vita þaö aö ég les nánast allt sem þú skrifar. Þakka þér fyrir bæöi þaö gamla og svo fyrirfram ef þú svarar mér. Ég er frek- ar óþolimóö týpa.“ Ég þakka Ellu og öðrum sem hafa skrif- aö mér og veröa að bíða ögn eftir svörunum innilega fyrir tryggðina og áhugann. Áfram nota ég hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu til svar- anna. UNDIRDJÚP SÁLAR- LÍFSINS EÐA FRAMLIDNIR ANDAR í þeim tilvikum þegar fólk telur sig heyra raddir þeirra sem ekki eru sjáanlegir mennskum augum getur augljóslega ver- ið um að ræða hvers kyns geöræn vandamál þar sem undirvitund viðkomandi er að verki og truflar huga og hugs- anir manneskjunnar meö alls kyns ímynduðum röddum sem eiga alfarið upphaf sitt í djúpvitund viðkomandi og við- kvæmum sálarflækjum. Þann- ig hugrænar aðstæður eru víst nokkuð algengar innan geðlæknisfræðinnar og teljast ekki til dulrænna fyrirbæra heldur geðtruflana. Þær eru á ýmsum stigum og af ólíkum toga og tengjast iðulega of- sóknarbrjálæði einhvers kon- ar eftir því sem talið er. GJÖRÓLÍKAR SKYNJANIR Munurinn á þessu tvennu er að dulheyrn stendur til dæmis bara örstutt yfir og endurtekur sig sjaldan á nákvæmlega sama máta og í upphafi enda dulrænt fyrirbæri sem venju- legast stendur bara stutt yfir hvort sem um er að ræða dul- heyrn eða öðruvísi sálræna skynjun. Heyrandi þannig dul- skynjana getur auöveldlega stjórnað sínu daglega lífi og er ekkert truflaður af dulheyrn sinni, utan þeirra örfáu tilvika sem honum veitist innsýn heyrnar sem þessarar inn í annan og ósýnilegan heim. Geðtrufluð heyrn getur aftur á móti verið með svipuðu og á- þekku sniði en staöið yfir jafn- vel dögum og vikum saman og hljómað þá innra með við- komandi, án þess að hann geti rönd við reist. Gífurleg vanlíðan fylgir í kjölfar þannig reynslu vegna annarlegs á- reitis og umfangs truflananna. SÖGULEG DULHEYRN OG HUGLÆG VISKA Þegar mannkynssagan er skoðuö kemur fram að dul- heyrn á sér mjög langa sögu. Til eru nefnilega í sögunni frá- sagnir af mönnum og konum sem jafnvel hafa vegna dul- heyrnar sinnar getað haft mjög heillavænleg áhrif á gang mannkynssögunnar. Flest könnumst við við heim- spekinginn fræga, Sókrates, sem var grískur hugsuður og maöur óvenju vitur en jafn- framt dulspakur. Hann haföi dulheyrn og þess dulsæis 40 VIKAN 17.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.