Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 67
Norður-íra fyrir sjálfstæði sinu
og frelsisbaráttu Pólverja
gegn harðstjórn kommúnista.
Upp úr 1985 fór að fara
minna fyrir mannúðarhugsjón
hljómsveitarinnar, bæði text-
arnir og lögin urðu hefð-
bundnari og um leið auðmelt-
anlegri fyrir almenning. Það er
ekki fyrr en platan Actung
Baby kemur út árið 1991 sem
pólitískur áróður U2 verður á-
berandi á ný og kemur en bet-
ur í Ijós á síðustu plötunni,
Zooropa, sem kom út nú fyrr í
sumar. Ófá lögin á Zooropa
fjalla um hinn óörugga Evr-
ópubúa sem lætur stjórnast af
utanaðkomandi aðstæðum og
fylgir straumnum.
The Edge játar að Zooropa
sé að vissu leyti pólitískt tæki
til að koma skoðunum þeirra
á framfæri. „Það ríkir gífurlegt
óöryggi í Evrópu. Evrópubúar
vita varla lengur hverjir þeir
eru eða hverjir þeir vilja vera.
Við erum ekki síður óöruggir
um framtíðina en aðrir Evr-
ópubúar og vissulega endur-
speglast áhyggjur okkar á
plötunni. Kommúnisminn gekk
ekki upp og nú er búið að
endurmeta hann. Ef til vill þarf
einnig að endurmeta lýðræðið
en stjórnmálamenn eru bara
svo tregir til að líta það gagn-
rýnum augum og horfast í
augu við staðreyndir.“
Það eru ekki aðeins text-
arnir sem hafa breyst á síð-
ustu plötum U2. Tónlistih hef-
ur einnig tekið miklum breyt-
ingum frá því að þeir gáfu út
Rattle and Hum árið 1989, er
orðin hrárri og ef til vill tor-
meltari en síður en svo verri.
Hvað varð til þess að tónlistin
breyttist svona skyndilega,
Edge?
„Eftir að við gerðum Rattle
and Hum vorum við komnir á
endamörk ákveðins ferils. Við
vorum búnir að skapa allt sem
við gátum skapað innan þess-
arar tilteknu tónlistarstefnu.
Þegar við vorum að byrja á
Actung Baby ákváðum við að
gera eitthvað alveg nýtt. Við
vildum ekki eiga það á hættu
að hún yrði eins konar fram-
hald af The Joshua Tree. Við
tókum mikla áhættu og hætt-
um að einblína á vinsældir
hljómsveitarinnar en ákváðum
að skapa eitthvað glænýtt,
eitthvað sem endurspeglaði
hversu ólíkir tónlistarmenn við
erum. Við byrjuðum á plötunni
f mikilli óvissu. Við vissum að
hún gæti allt eins orðið
hörmuleg og þar með síðasta
platan okkar. Það hefði verið
mjög leiðinlegt að hætta á
niðurleið í stað þess að hælta
á toppnum eins og ég vona
að við eigum eftir að gera.“
Á síðustu tveimur plötum
U2 hafa hljómsveitarmeðlimir
notið dyggrar aðstoðar þriggja
manna, Brians Eno, Floods
og Daniels Lanois. Adam seg-
ir þá hafa verið ómissandi og
átt stóran þátt í nýsköpuninni.
„Ég held að við hefðum
ekki getað gert Actung Baby
án þeirra þriggja. Þeir gerðu
okkur í raun grein fyrir hvað
það var sem við vorum að
reyna að gera. Við erum alls
ekki hræddir við að láta ann-
að fólk hjálpa okkur við að
skapa nýja tónlist. Við treyst-
um því að okkar grunnhug-
myndir séu það sterkar að
þær þoli gagnrýni og oft má
nota gagnrýnina til að
betrumbæta okkar hugmyndir
án þess að breyta þeim.“
„í stað þess að koma með
fyrirfram ákveðnar hugmyndir
lékum við meira bara af fingr-
um fram,“ bætir Edge við. „Við
gerðum einfaldlega það sem
okkur datt í hug í hvert og eitt
skipti, allt eftir aðstæðum og
hvernig skapi við vorum í.“
Þeir virðast vera ánægðir
með árangurinn og mega svo
sannarlega vera það. Tónlist
U2 hefur tekið gífurlegum
framförum og er miklu heil-
steyptari en áður. Hljómsveitin
spilaði fyrst opinberlega á litl-
um hverfispöbb á írlandi fyrir
fimmtán árum. Hljómsveitar-
meðlimir áttu þá sínar eigin
hetjur og fyrirmyndir í tónlislar-
heiminum, meðal annars Lou
Reed, Bowie, The Magazin og
Patty Smith. Nú eru þeir í U2
sjálfir orðnir hetjur og fyrir-
myndir margra ungra tónlislar-
manna sem eru að stíga sín
fyrstu spor í tónlistarheiminum.
Hljómsveitin hefur ekki síst
aukið hróður sinn með þeim
ótal tónleikum sem hún hefur
haldið, bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu. Næst verða það
Ástralir sem fá að hlýða á U2 á
tónleikum. Um þrjú hundruð
manns eru í starfsliði hljóm-
sveitarinnar og fimmtfu og tveir
flutningabílar sjá um að flytja
tækjabúnað sem notaður er á
tónleikunum.
The Edge furðar sig sjálfur
á því hve umsvif hljómsveitar-
innar hafa aukist mikið, segist
varla skilja hvernig svona mik-
ið umstang geti verið í kring-
um eina tónleika. „Sem betur
fer hafa aðstæður hljómsveit-
arinnar breyst," segir hann og
hlær. „Ég er hræddur um að
við værum orðnir ansi þung-
lyndir ef við værum enn að
spila á litlum krám á írlandi.
Það hefur í raun allt breyst á
þessum fimmtán árum nema
vinátta hljómsveitarmeðlima
sem er söm og áður. Ástæð-
an fyrir því að U2 er ennþá
starfandi er að við erum enn í
dag að skapa eitthvað nýtt og
við höfum gaman af því sem
við erum að gera.“
Þegar ég stend meðal
þeirra 32.000 manna sem eru
á Gentofte statium þetta kvöld
og hlýði á U2 fiytja síðasta lag
sitt á tónleikunum vona ég
svo sannarlega að hljómsveit-
in eigi mikið eftir. Hljómsveit-
armeðlimir virðast vera á-
nægðir með frammistöðu sína
og tónleikagesta þegar þeir
hverfa af sviðinu og setjast
upp í eðalvagnana sem flytja
þá út á flugvöll. Rödd Elvis
Presley ómar í hátalarakerfinu
þegar áhorfendur ganga af
leikvanginum og taka undir
með meistaranum sem syng-
ur „Can’t help falling in love
with you“ og kórónar þetta
kvöld sem var, eins og Bono
segir sjálfur, „i nafni ástarinn-
ar“. □
Bono fékk grafarþögn á
meóan hann flutti áheyr-
endum pólitiskan boóskap
í upphafi tónleikanna -
eins og hans er háttur.
s
'• •