Vikan


Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 31

Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 31
Hér verður að lokum birt samantekt úr bók Björns L. Jónssonar, íslenskar lækn- inga- og drykkjarjurtir, þar sem fjallað er um notkun jurt- anna og nefnd dæmi um lækningajurtir og verkanir þeirra. MEÐHÖNDLUN JURTANNA Hvert gras og hver jurt hefur sinn tíma og það er ekki sama hvenær ársins þær eru tekn- ar. Ef vorið er gott er hægt að byrja að tína síðast í maí og tína allt fram í september. Best er að taka jurtirnar í þurr- viðri. Yfirleitt eru jurtir sem vaxa í fjallabrekkum eða hraungjótum kraftmeiri en hin- ar sem vaxa í túnum eða nærri byggðum. Þetta á samt ekki viö um njóla, vallhumal og smára sem þrífast vel f ræktaðri jörð. Eftir söfnun er jurtunum haldið aðskildum og þær þurrkaðar. Jurtirnar verða aö vera svo þurrar að þær molni milli fingra manns. Síðan eru þær geymdar í þéttum um- búðum, svo sem glerkrukkum með þéttu loki eða í plastpok- um. Geyma má hverja tegund fyrir sig en eins má blanda þeim saman áður en þær eru settar til geymslu. NOTKUN JURTALYFJA Jurtaseyði er búið til á þann hátt að jurtirnar eru soðnar í vatni og soðið um þriðjung þannig að eftir verði tveir þriðju hlutar vatnsins. Hæfilegt er að hafa fimm til sex teskeiðar af þurrkuðum jurtum í hvern lítra vatns. Seyðið er síað frá og allur vökvinn kreistur úr jurtun- um. Seyðinu er hellt á flöskur, góður tappi settur í og geymt til notkunar á köldum stað. Smyrsl eru búin til úr smásöx- uðum nýjum jurtum eða þurrk- uðum jurtum og nýju smjöri, tólg, svínafeiti eða matarolíu og soöið saman. Best er að hafa sem mest af jurtunum. Grösin eru sfðan síuð frá og smyrslið geymt í lokuðu íláti. NOKKRAR JURTIR OG LÆKNINGAMÁTTUR ÞEIRRA Baldursbrá: Blómgast í júlí. Vex í vallendi, varpeyjum, kaupstöðum, við bæi, á melum og víðar. Blöðin takist rétt áður en hún blómg- ast. Baldursbrá er svitadríf- andi, hjartastyrkjandi, stillir flogaveiki og sinateygjur og örvar tíðir kvenna. Af blómun- um má búa til te. Arfi - haugarfi: Haugarfi er svo að segja land- læg planta. Hún blómgast allt sumarið. Fólk er oft í vand- ræðum með að halda út- breiðslu hans í skefjum, til dæmis í blómagörðum og kartöflugörðum. Arfi er ekki bara fólki til ama þvi hann hefur að geyma heilmikinn lækningamátt, til dæmis við iðrabólgum og er einnig góður við lystarleysi. Hægt er að borða hann ferskan og búa til seyði úr honum en þá þarf hann að takast rétt fyrir blómgun. Kaldur arfabakstur stillir hita og verk í bólgum og eyðir þeim. Maríustakkur (döggblaöka, maríulumma); Blómgast í maí-júní. Vex í blómiendi og graslendi á mörgum stöðum í öllum lands- hlutum. Hann verður að takast fyrir blómgun. Maríustakkur er græðandi, styrkjandi, góður við niðurgangi, blóðsótt, nýrnaveiki og blöðrubólgu. Reyrgresi: Reyrgresi vex í runnum, skóg- lendi og grýttu vallendi víða á landinu. Jurtin blómgast í júlí Maríustakkur og þarf að tínast fyrir þann tíma. Reyrgresi er hjartastyrkj- andi, blóðhreinsandi og þvagdrífandi. Það er gott við vatnssýki. Ef seyði er soðið þarf að drekka einn bolla þrisvar á dag. Ef grasið er soð- ið í feiti læknar það útbrot. □ Blómalyf Bachs Dr. Bach skipti lyfjunum sínum 38 í sjö flokka ákveðnu sálarástandi eins og fram kemur í sem tóku til hvers konár neikvæðs töflunni hér fyrir neðan. hugarástands. Hvert blóm er notað gegn Flokksheiti og Neikvætt sálarástand sem lyf fengist er við Flokksheiti og Neikvætt sálarástand sem lyf fengist er við ÓTTI Klettarós Skelfing, ðfgakenndur ótti eða fát Mimulus Ótti við hið þekkta, feimni Kirsuberjaviður ótti við að brotna saman og litil stjórn á skapsmunum Ösp Ótti við hið óþekkta, kvíði og beygur Rauð kastanía Yfirmáta ótti eða áhyggjur af öðrum ÓÖRYGGI Cerato Skortur á sjálfstrausti, heimska, sífellt leitað ráöa Scleranthus Óákveðni, seinlæti og ójafnvægi Maríuvöndur Þunglyndi af þekktum orsökum, efi og svartsýni Þyrnirunni Vonleysi og örvænting Agnbeyki Efi um eigin getu, þreyta og „mánudagsdnjngi“ Flughafrar Ófullnægja og stefnuleysi ÁHUGALEYSI FYRIR LÍÐANDI STUND Bergsóley Dagdraumar og áhugaleysi, athyglisskortur og veruleikaflótti Geitatoppur Lifað í fortíðinni og haldið í hana, heimþrá Villirós Uppgjöf og sinnuleysi VONLEYSI OG ÖRVÆNTING Lerki Vantrú á sjálfan sig, kvíði og ótti við að mistök muni verða fjötur um fót, minnimáttarkennd Fura Sektartilfinning, sjálfsásökun, tilfinning um að vera einskis virði, láta kenna sér um annarra mistök Álmur Tímabundin tilfinning um að vera að kikna undan ábyrgð Evrópsk kastania öfgakennd angist og eyöileggingarhvöt (ekki þó sjálfseyðandi) Fuglamjólkurjurt Hvers konar áföll og sorg - líkamleg, andleg og tilfinningaleg Víöir Gremja og beiskja Eik Vonleysi vegna þess að illa gengur, strit og streð án sýnilegs ávinnings Villieplatré Tilfinning um að vera óhreinn á líkama og sál, sjálfsóánægja ÖFGAKENND UMHYGGJA FYRIR VELFERÐ ANNARRA Kaffifífill Drottnunargirni, sjálfsmeðaumkun, heimting á athygli Járnurt Yfirmáta ákafi sem veldur álagi og spennu, streita, taugasóstyrkur og espun yfir hvers konar óréttlæti Vínviður Drottnunartilhneiging, ósveigjanleiki, miskunnarleysi og valdheimting Beyki Óþolinmaaói, hroki og gagnrýni á annað fólk „Rock water“ Sjálfsafneitun, sjálfsbæling, langvarandi þjáning vegna ásóknar í ímynd hins fullkomna Olíuviður Örmögnun í kjölfar streitu og andlegrar þreytu Hvít kastanía Þrálátar, lítt eftirsóknarverðar áhyggjur, andleg átök Mustarður Djúpt þunglyndi, drnngi og geðlægð án nokkurrar sjáanlegrar ástæöu Kastaníubrum Tomæmi á þá lexíu sem lífið kennir manni, sífelldar endurtekningar á sömu mistökunum EINMANALEIKI Vatnafjóla Stolt, fálæti, ánægja með að vera einn, yfirlæti eða tómlæti Impatiens óþolinmæði og skapstyggð Beitilyng Of miklar áhyggjur af sjálfum sér, óánægja með að vera einn, slæmur hlustandi OFURNÆMI Agrimonia Kvíði og andleg þjáning að baki djarflegs upplits Centauria Lítill viljastyrkur, óhófleg viðleitni til að gera til hæfis, „gólfþurrku“-tilhneiging, auónotaður Valhnota Meiri háttar breytingar i lifinu (t.d. gelgjuskeið og breytingaskeið), ofurnæmi á sterk, ytri áhrif Kristþyrnir Afbrýðisemi, hatur og tortryggni Heimild: Bókin um natturulækningar eftir Brian Inglis og Ruth Wast. Útgefandi er löunn. 17.TBL. 1993 VIKAN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.