Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 69

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 69
FYRST VAR ÞAÐ DRAKÚLAFÁR - NÚ ER ÞAÐ FRANKENSTEINFÁR Við erum slödd i turn- herbergi á litlu sveita- hóteli einhvers staðar í Bæheimi. Það er komið rökk- ur og því kjörið að fá sér einn lítinn fyrir svefninn. Maður hringir niður í gestamóttöku og pantar einn koniak. Síðan lítur hann í kringum sig og dá- ist að gömlu innréttingunum. Hótelið er nefnilega byggt á því herrans ári 1816 og ilmar af viði. Hvaða hávaði berst inn? Það er eins og einhver sér að ganga um á trékloss- um. Þetta getur varla verið þjónninn. Hvað vitleysa. Bankað er hátt og snjallt á eikarhurðina. Maðurinn opnar, og hvað sér hann? Mannveru sem er yfir tveir metrar á hæð (þó er þetta ekki körfubolta- maður úr amerísku úrvals- deildinni). Þetta er ófrýnileg mannvera með skrúfusett í hausnum. Svei mér þá, þetta skyldi þó ekki vera hann Boris karlinn Karloff? Nei, þetta er sjálft Frankenstein-skrímslið í öllu sinu veldi. Síminn hringir og manninum bregður. Mann- veran stóra hreyfir sig hvergi. Maðurinn fikrar sig í átt að símanum og lyftir tólinu hægt og varlega. Röddin í símanum talar brotakennda ensku með þungum þýskum hreim. „Látið yður ekki bregða. Við erum með skrímsli Frarikensteins í aukavinnu hjá okkur þessa dagana.“ Þetta var nú bara svona týpískt létt grín, lesendur góð- ir, í því skyni að koma ykkur á bragðið. í janúar síðastliðnum var fjallað um Drakúlafárið sem ríkti í kvikmyndaiðnaðinum í fyrra. Á þessu ári verður hins vegar ráðist í gerð Franken- steinmynda. Höfundur skáld- sögunnar Frankenstein var Mary Shelley en Franken- stein-skrlmslið birtist henni í draumi eina óveðursnótt í Sviss árið 1816. Nýlega var gerð vönduð sjónvarpsmynd eftir sögunni. Hún er 1= leikstjórn Davids Wickes en hann er sjálfstæð- ur kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri á Englandi. Hann hefur áður staðið fyrir sjón- varpsmyndunum Jekyll og Hyde og Jack the Ripper svo hann þekkir vel til viktoríönsku hryllingssögunnar. Stórleikar- inn Michael Caine lék í þeim báðum. í þessari nýju mynd hans leikur Texasbúinn Randy Qu- aid skrímslið. Ásamt honum leika í myndinni Patrick Berg- in (Robin Hood, Love Crimes), sem leikur vísinda- manninn dr. Frankenstein, John Mills, sem leikur gamla blinda manninn, Fione Jillies og franski leikarinn Lambert Wilson. Auk þess er mikið um pólska aukaleikara því mynd- in var tekin í Póllandi í fyrra. Ástæðan fyrir því að Pólland varð fyrir valinu er einföld: þar er að finna marga fornlega smábæi sem lítið hafa breyst síðan á 19. öld. Auk þess var ódýrara að kvikmynda þar, þar sem tækjakostur og vinnukraftur er ódýrari en gengur og gerist í Vestur-Evr- ópu. Skrímsli Frankensteins i þessari sjónvarpsmynd er harla ólíkt útgáfu Boris Karloff frá 1932. Það er til dæmis ekkert skrúfusett í höfðinu og hvorki klossar né klunnalegar hreyfingar. Myndin fylgir skáldsögu Mary Shelley betur eftir en fyrri myndir hafa gert og hér er enginn Hollywood- stíll á ferðinni - aðeins ósvikið Frankenstein-skrímsli sem hefur líka mannlegar tilfinn- ingar, þrátt fyrir ófrýnilegt útlit og klunnalega líkamsbygg- ingu. Myndin er gerð fyrir fyrir- tækið Turner Pictures í Bandaríkjunum og var sýnd þar í júní síðastliðnum. Það verður fróðlegt að vita hvort ríkissjónvarpið eða Stöð 2 kaupa myndina því að þessi saga er enn jafnspennandi og nóttina þegar hún varð til í höfði Mary Shelley árið 1816. Því er við að bæta að til stendur að gera bandaríska kvikmynd eftir sögunni. Franc- is Ford Coppola var beðinn að taka það að sér eftir að honum tókst svo vel upp með Dracula en hann mælti frekar með pólska leikstjóranum Roman Polanski. Kenneth Branagh mun svo eiga að leika dr. Frankenstein en Robert De Niro sjálfa ófreskjuna.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.