Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 27
Þetta eru náttúruleg viöbrögö
líkamans viö hættu og undir-
búningur hans undir aö mæta
henni. Þegar viö áttum okkur
á því aö hættan er liðin hjá
dregur úr adrenalínframleiösl-
unni og viö slökum á. Þessi
náttúrulegu viöbrögð finnst
okkur eölileg en ef viö finnum
enga skiljanlega ástæöu fyrir
slíkri adrenalínaukningu verö-
um viö smeyk um aö eitthvað
sé ekki í lagi hjá okkur.
Þeir sem líta á kvíöatilfinn-
ingar sem eðlileg viðbrögö
líkamans og halda ró sinni
þróa ekki meö sér óskil-
greindar kvíöatilfinningar.
Hinir, sem ekki átta sig því að
þeir eru orönir of stressaðir,
veröa hræddir við viöbrögö
líkamans, þróa meö sér áöur-
nefnt atferli að forðast og þar
meö forsenduna fyrir óskil-
greindum kvíöaköstum.
AÐ LOKUM
Þessi hugmynd um þaö
hvernig slík óskilgreind
hræðsluköst veröa til og fara
aö einkenna líf margra ein-
staklinga er ekki mjög gömul
en hún felur á vissan hátt í
sér bæöi hugmyndir Freud-
ista og atferlissinna. Margir
hafa unniö út frá henni og
fengið fullan bata. Vitanlega
væri hægt aö skrifa mikið um
svona hræösluköst og margir
geta bætt viö endalausum
frásögnum en ég læt hér
staðar numiö. Ég vona aö þú
sjáir aö þaö hefur lengi veriö
fengist við þessi köst og
stööugt er verið aö þróa nýjar
leiðir og aðeins meö þvi aö
leita aðstoðar getur þú tekist
á viö þetta. Eins og oft áöur
vil ég ýta á þig með að leita
þér aðstoðar því þú átt þaö
skilið eins og allir aörir aö
gera allt sem í þínu valdi
stendur til aö láta þér líða
vel.
í næsta blaði mun ég fjalla
nánar um hvernig þú getur
byrjað á að breyta lífi þínu.
Meö kærri kveöju,
Sigtryggur
LANGAR AÐ LÆRA
JAPÖNSKU OG SKART-
GRIPAHÖNNUN
FORSÍÐUSTÚLKAN FRH. AF BLS. 7
Frakkland i fyrsta sinn nú í
sumar. Ég hef líka mikinn á-
huga á að læra japönsku. Ég
gæti síðan vel hugsaö mér aö
vinna eitthvað í feröageiran-
um eða við fjölmiðlun. Því er
svo viö aö bæta aö ég gæti
vel hugsað mér aö læra skart-
gripahönnun eöa skartgripa-
smíði. Ætli ég fari ekki fyrst til
Frakklands, áður en ég held
lengra.
Tungumál eiga vel viö mig
og þegar ræö ég prýöilega viö
ensku, þýsku, sænsku og
dönsku. Ég bjó í tvö ár i Sví-
þjóö þegar ég var lítil. Tvisvar
sinnum hef ég dvalið um
skeið í Bandaríkjunum þar
sem ég gekk í bæöi skiptin í
skóla í einn og hálfan mánuð.
Ég hef þrisvar sinnum kom-
iö til Þýskalands og í fyrra-
sumar var ég þar í einn mán-
uö. Þá var mér boðið aö taka
þátt í EUROKAMP ásamt
sextíu unglingum frá ýmsum
löndum Evrópu en margir
þeirra voru frá fyrrum austan-
tjaldslöndum. Þetta var í raun
auglýsingaherferö fyrir sam-
bandsríkið Sachsen-Anhalt
sem áður tilheyrði Austur-
Þýskalandi. Við heimsóttum
meðal annars kolaverksmiöjur
og efnaverksmiðjur, ferðuð-
umst svolítiö um borgina
Dresden og einn dag dvöldum
viö í Berlín. Suma dagana
vorum við vakin snemma á
morgnana til vinnu og voru
verkefnin fólgin í aö planta
trjám og fegra umhverfið á
ýmsan hátt.“
AUSTURLENSK FRÆÐI,
LESTUR OG TÓNLIST
- Hvaö með japönskuna?
„Japanska freistar mín
vegna þess að mér finnst
austurlensk menning heillandi.
Ef maöur fer út í viðskipti get-
ur komið sér vel aö kunna
japönsku sem er að veröa æ
mikilvægari á þeim vettvangi
meö hverju árinu sem líður.
Japanskan er örugglega gríö-
arlega erfið og ég veit svo
sem ekki hvernig ég á aö fara
aö þvi aö læra hana - en ég
hef hug á aö komast í einka-
kennslu til aö byrja með.“
- Helstu áhugamál?
„Þau eru svo mörg. Ég
ferðast til dæmis mjög gjarn-
an - og þá ekki síst innan-
lands. íþróttir hafa einnig ver-
iö ofarlega á blaði hjá mér og
knattspyrnu lék f mörg ár,
fyrst meö Víkingi ocj svo Val,
en nú er ég hætt. Eg hef líka
ákaflega gaman af að fara út
á lífið til að skemmta mér og
hitta fólk.“
- Lestu mikiö?
„Já, þaö hefur veriö aö
aukast meö árunum. Ég les
fyrst og fremst innlendar
skáldsögur og auövitað er
móöir mín eftirlætishöfundur-
inn minn - ha, ha. Ég hlusta
líka mikið á tónlist og er allt
aö þvi alæta á hana.“
- Hvaö um fyrirsætustörfin,
er nokkurt pláss fyrir þau?
„Það verður bara að koma í
Ijós. Ég tók þátt í Ford-keppn-
inni 1989 og hef starfað svo-
litiö viö fyrirsætustörf síðan.
Ég gæti hugsað mér aö vinna
meira á þessu sviði. í fyrir-
sætukeppninni tek ég þátt
mér til gamans, hún gefur
manni meðal annars færi á að
kynnast skemmtilegu fólki.“
Fyrirsæta í París,
kannski?
„Maður hættir auövitaö ekki
fyrr en maður kemst í Vogue.
Nei, nei, ég segi bara svona.
Ég gæti vel hugsaö mér að
starfa viö sýningarstörf í ein-
hvern tíma og þaö væri ekki
verra aö geta unnið eitthvað
meö náminu í París ef af því
verður."
- Fæstu viö að skrifa?
„Ekki get ég sagt það en ég
er í ritnefnd Verzlunarskóla-
blaðsins. Viö erum byrjuð á
fullu aö undirbúa vetrarstarfiö
og vorum aö enda viö að gera
myndband. Þessu starfi mínu
munu fylgja einhverjar skriftir
eins og gengur. Ég hef meira
gaman af að skrifa greinar
heldur en skáldskap - sem ég
hef ekki spreytt mig á ennþá."
- Áttu þér einhvern
draumaprins?
„Draumaprins? Þaö er þá
bara kærastinn. Hann er í
sama bekk og ég og heitir
Björgvin Skúli Sigurösson." □
17. TBL. 1993 VIKAN 27