Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 28
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON Grasalækningar hafa verið slundaðar frá ómunatíð og þekking á þeim borist land úr landi. Seið- konur kunnu ýmislegt fyrir sér i efnafræði og sögðu til um gerð og samsetningu lækningajurta við meðferð margvfslegra ▲ Dr. Ed- ward Bach (1880- 1936) þró- aói sér- staka lækninga- aóferð sem bygg- ist á lækn- andi eigin- leikum blóma. Blómin voru lögó í skál og látin standa í sólarljósi í nokkrar klukku- stundir. Sólarljósió flutti lífs- orku blóm- anna yfir f vatnió sem síóan var notaó til aó meó- höndla neikvæóa þætti sál- arlífsins. sjúkdóma. Þegar páfaveldið lagði hramm sinn yfir alþýðu- lækningar síns tíma lögðust jurtalækningar að mestu niður enda bendlaðar við nornir og svartagaldur. í fyrri heimsstyrj- öldinni varð mikill skortur á læknislyfjum svo að til stór- vandræða horfði. Þá gripu læknar fegins hendi til jurta sem orð fór af vegna græð- andi og læknandi eiginleika. Þessi reynsla varð til þess að endurvekja áhuga almennings á lækningamætti jurta. Vísindamenn hafa nú tekið að rannsaka hin virku lækn- ingaefni jurtanna og hafa mörg þeirra verið einangruð og framleidd kemískt í efna- verksmiðjum. Mörg lyf, sem nú eru gefin í töfluformi, eins og til dæmis bensedrín, pervitín og fjöldi róandi lyfja, voru upphaflega efnagreind og unnin úr ævafornum töfra- blöndum horfinna menningar- heima. Margir eru á þeirri skoðun að lækningamáttur jurtanna fari þverrandi við slíka meðhöndlun og halda sig því við jurtirnar í sinni upp- runalegu mynd. Á undanförnum árum hefur náttúrulækningastefnan átt vaxandi gengi að fagna víða um lönd. Vegna þess að gagnsemi hennar hefur marg- sinnis verið staðfest hefur hún rutt brautina fyrir ýmsar stefn- ur sem fært hafa út landamæri hefðbundinnar læknisfræði. BLÓMAMEÐUL BACHS Meðal þeirra má nefna blóma- meðul Bachs (Bach Flower Helsti frömuóur Islendinga í grasalækningum er Asta Er- lingsdóttir. Árangur hennar hefur vakió athygli bæói hér heima og erlendis. Ásta hefur hjálpaö fólki meó hjarta- og æöasjúkdóma, læknaö gyllinæó og ráóið bót á fótasárum og húósjúkdómum svo eitthvaó sé nefnt. Remedies). Upphafsmaður þessara jurtalækninga var breski læknirinn Edward Bach. Dr. Bach varð fyrir von- brigðum með vestrænar há- skólalækningar því að hann vildi geta fundið og fjarlægt orsök sjúkdómsins í stað þess að blína eingöngu á sjúk- dómseinkennin. í leit sinni að grunnorsök sjúkdóma tók hann að athuga tengsl tilfinn- ingalífs, hugarástands og lík- amlegra kvilla. Hann varð sannfærður um að orsakir al- gengustu veikinda væru oftar en ekki tilfinningalegs eðlis. Bach fór að leita að aðferðum til að lækna meinsemdir sem spruttu úr dýpri jarðvegi sálar- lífsins. í upphafi notaði hann hómópatalyf en var ekki alls kostar ánægður með árangur- inn. Þegar hér var komið sögu hafði dr. Bach þróað með sér hæfileikann til að skynja orku- svið, bæði plantna, manna og dýra. Honum flaug i hug hvort ekki væri hægt að nota þessa gáfu til þess að finna jurtir sem hefðu læknandi eigin- leika. Hann uppgötvaði að með því að halda hendinni yfir blómi gat hann sagt til um úr hvaða neikvæðu tilfinningaaf- stöðu blómið gæti bætt. Með tímanum valdi dr. Bach þrjátíu og átta mismunandi blóm sem hann taldi að nota mætti í þessum tilgangi. Dr. Bach sagði um uppruna sjúkdóma: „Sjúkdómur er í sjálfu sér af- leiðing átaka milli sálar og huga - á meðan sál okkar og persónuleiki hljóma saman er allt Ijúft og friðsælt, hamingja og heilbrigði. Það er ekki fyrr en persónuleiki okkar er tæld- ur burt af brautinni sem sálin hefur markað honum, annað- hvort af heimsins fýsnum eða með fortölum annarra, sem á- tökin upphefjast.” 28VIKAN 17.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.