Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 28
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON
Grasalækningar hafa
verið slundaðar frá
ómunatíð og þekking á
þeim borist land úr landi. Seið-
konur kunnu ýmislegt fyrir sér i
efnafræði og sögðu til um gerð
og samsetningu lækningajurta
við meðferð margvfslegra
▲ Dr. Ed-
ward Bach
(1880-
1936) þró-
aói sér-
staka
lækninga-
aóferð
sem bygg-
ist á lækn-
andi eigin-
leikum
blóma.
Blómin
voru lögó í
skál og
látin
standa í
sólarljósi í
nokkrar
klukku-
stundir.
Sólarljósió
flutti lífs-
orku blóm-
anna yfir f
vatnió
sem síóan
var notaó
til aó meó-
höndla
neikvæóa
þætti sál-
arlífsins.
sjúkdóma. Þegar páfaveldið
lagði hramm sinn yfir alþýðu-
lækningar síns tíma lögðust
jurtalækningar að mestu niður
enda bendlaðar við nornir og
svartagaldur. í fyrri heimsstyrj-
öldinni varð mikill skortur á
læknislyfjum svo að til stór-
vandræða horfði. Þá gripu
læknar fegins hendi til jurta
sem orð fór af vegna græð-
andi og læknandi eiginleika.
Þessi reynsla varð til þess að
endurvekja áhuga almennings
á lækningamætti jurta.
Vísindamenn hafa nú tekið
að rannsaka hin virku lækn-
ingaefni jurtanna og hafa
mörg þeirra verið einangruð
og framleidd kemískt í efna-
verksmiðjum. Mörg lyf, sem
nú eru gefin í töfluformi, eins
og til dæmis bensedrín,
pervitín og fjöldi róandi lyfja,
voru upphaflega efnagreind
og unnin úr ævafornum töfra-
blöndum horfinna menningar-
heima. Margir eru á þeirri
skoðun að lækningamáttur
jurtanna fari þverrandi við
slíka meðhöndlun og halda
sig því við jurtirnar í sinni upp-
runalegu mynd.
Á undanförnum árum hefur
náttúrulækningastefnan átt
vaxandi gengi að fagna víða
um lönd. Vegna þess að
gagnsemi hennar hefur marg-
sinnis verið staðfest hefur hún
rutt brautina fyrir ýmsar stefn-
ur sem fært hafa út landamæri
hefðbundinnar læknisfræði.
BLÓMAMEÐUL BACHS
Meðal þeirra má nefna blóma-
meðul Bachs (Bach Flower
Helsti frömuóur Islendinga í grasalækningum er Asta Er-
lingsdóttir. Árangur hennar hefur vakió athygli bæói hér
heima og erlendis. Ásta hefur hjálpaö fólki meó hjarta- og
æöasjúkdóma, læknaö gyllinæó og ráóið bót á fótasárum og
húósjúkdómum svo eitthvaó sé nefnt.
Remedies). Upphafsmaður
þessara jurtalækninga var
breski læknirinn Edward
Bach. Dr. Bach varð fyrir von-
brigðum með vestrænar há-
skólalækningar því að hann
vildi geta fundið og fjarlægt
orsök sjúkdómsins í stað þess
að blína eingöngu á sjúk-
dómseinkennin. í leit sinni að
grunnorsök sjúkdóma tók
hann að athuga tengsl tilfinn-
ingalífs, hugarástands og lík-
amlegra kvilla. Hann varð
sannfærður um að orsakir al-
gengustu veikinda væru oftar
en ekki tilfinningalegs eðlis.
Bach fór að leita að aðferðum
til að lækna meinsemdir sem
spruttu úr dýpri jarðvegi sálar-
lífsins. í upphafi notaði hann
hómópatalyf en var ekki alls
kostar ánægður með árangur-
inn.
Þegar hér var komið sögu
hafði dr. Bach þróað með sér
hæfileikann til að skynja orku-
svið, bæði plantna, manna og
dýra. Honum flaug i hug hvort
ekki væri hægt að nota þessa
gáfu til þess að finna jurtir
sem hefðu læknandi eigin-
leika. Hann uppgötvaði að
með því að halda hendinni yfir
blómi gat hann sagt til um úr
hvaða neikvæðu tilfinningaaf-
stöðu blómið gæti bætt. Með
tímanum valdi dr. Bach þrjátíu
og átta mismunandi blóm sem
hann taldi að nota mætti í
þessum tilgangi. Dr. Bach
sagði um uppruna sjúkdóma:
„Sjúkdómur er í sjálfu sér af-
leiðing átaka milli sálar og
huga - á meðan sál okkar og
persónuleiki hljóma saman er
allt Ijúft og friðsælt, hamingja
og heilbrigði. Það er ekki fyrr
en persónuleiki okkar er tæld-
ur burt af brautinni sem sálin
hefur markað honum, annað-
hvort af heimsins fýsnum eða
með fortölum annarra, sem á-
tökin upphefjast.”
28VIKAN 17.TBL.1993