Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 68
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
HUGMYNDAKREPPA í
HOLLYWOOD
Risaeölan
Camosaur.
Evidence, Final Analysis og
síðan bætist við nýjasta kvik-
mynd Sharon Stone, Sliver,
sem verður bæði sýnd í Há-
skólabíói og SAM-bíóunum
nú í september.
Brúðkaup í Vegas eða Ho-
neymoon í Vegas og Indecent
Proposal eða Siðlaust tilboð
eiga líka eitt sameiginlegt,
fjalla báðar um milljónamær-
ing sem vill fá eiginkonu ann-
ars manns lánaða. Að vísu er
fyrrnefnda kvikmyndin gam-
anmynd en sú síðarnefnda
erótískt sálfræðidrama. Hug-
myndaframsetningin er samt
sem áður sú hin sama.
FLEIRI MEÐ RISAEÐLUR
EN SPIELBERG
Snúum okkur nú að allt öðru.
Eins og kunnugt er hefur leik-
stjórinn Steven Spielberg sent
frá sér risaeðluhátæknimynd-
ina Jurassic Parke n þegar bet-
ur er að gáð er von á fleiri risa-
eðlumyndum. B-myndaleik-
stjórinn Roger Corman, sem á
að baki fimm hundruð kvik-
myndir (þetta er engin lygi, les-
endur góðir), er nú að senda
frá sér risaeðlumyndina
Carnosaur. í henni leikur Diane
Ladd en dóttir hennar, Laura
Dern, leikur einmitt í risaeðlu-
mynd Spielbergs, Jurassic
Park.
Út á hvað gengur svo risa-
eðlumynd Cormans? Diane
Ladd leikur geðveikan vísinda-
mann, dr. Jane Tiptree, sem
verður þunguð og fæðir risa-
eðlubarn sem þyrstir í manna-
blóð, stækkar ört og fjölgar sér
fljótt. Það eru víst fleiri risaeðl-
ur í mynd Cormans en í mynd
Spielbergs. Einu atriði í
Carnosaur svipar mjög til
myndskeiðs úr fyrstu Alien-
myndinni - þegar náunginn
sem John Hurt leikur kennir sér
meins og fyrr en varir sprettur
aðskotadýrið illræmda fram úr
kviði hans. Sama hendir per-
Tækniliö myndarinnar Carnosaur.
Það virðist ríkja hug-
myndakreppa f kvik-
myndasmiðjunum í
Hollywood. Með stuttu millibili
höfum við séð erótíska trylla á
borð við Basic Instinct (Ógn-
areðli - von er á Ógnareðli 2
á næsta ári), Body of
Þar fyrir utan liggur fyrir hjá
forráðamönnum stórkvik-
myndafyrirtækja f Hollywood
að endurgera myndir sem
byggðar eru á evrópskum
myndum. Amerískir áhorfend-
ur vilja ekki sjá neðan-
málstexta. Scent of a Woman
var til að mynda byggð á ít-
alskri fyrirmynd, Point of No
Return, Assasin var byggð á
franskri mynd Luc Besson, La
Femme Nikita og Sommersby
byggist á frönsku myndinni La
Retour de Martin Guerre eða
Martin Guerre snýr aftur sem
sýnd var í Stjörnubíói fyrir tíu
árum.
sónu Diane Ladd þegar kviður
hennar rifnar og risaeðluunginn
vill líta framan í heiminn.
Þess má geta að B-mynda-
kóngurinn Roger Corman var
búinn að kaupa kvikmynda-
réttinn að Carnosaur sjö árum
áður en Steven Spielberg á-
kvað að ráðast í gerð Jurassic
Park sem byggð er á metsölu-
skáldsögu Michaels Crichton
þannig að ekki er hægt að
halda því fram að um eftiröp-
un sé að ræða hjá Corman.
Það hittist einfaldlega svo á
að hann ákvað að ráðast ekki
í gerð sinnar risaeðlumyndar
fyrr en á síðasta ári.
Nú brennur eflaust sú
spurning á vörum lesenda
hver hafi kjark til að bjóða Ju-
rassic Park birginn með því að
sýna risaeðluútgáfu Rogers
Corman á íslandi en ekkert
kvikmyndahúsanna hyggst
taka hana til sýningar. Miklar
líkur eru þó á að henni verði
dreift á myndbandi.
JAPÖNSK ÓFRESKJA
Hjá dótturfyrirtæki Columbia
Pictures, Tri Star Pictures,
hafa menn í hyggju að ráðast
í gerð Godzilla-myndar árið
1995 en leikstjóri verður Tim
Burton (Batman 1 og 2, Beet-
lejuice, Edward Scissor-
hands). Ófreskjan Godzilla er
fengin að láni frá Japönum en
á sjötta, sjöunda og áttunda
áratugnum og jafnvel þeim ní-
unda hafa verið gerðar ótal-
margar Godzilla-myndir í Jap-
an. Þeir sem hafa öflugt minni
muna sennilega eftir Godzilla
úr Kanasjónvarpinu.
Miklar líkur eru á því að am-
eríska Godzilla-útgáfan eigi
eftir að gera það gott þar sem
bandarísk æska hefur mikið
dálæti á ófreskjunni Godzilla.
Og því þá ekki að endurtaka
leikinn og gera enska útgáfu
þar sem talframsetningin er
eðlileg? Þar að auki hafa alltaf
verið bandarískir gestaleikarar
f japönsku Godzilla-myndun-
um. Raymond Burr er einn
þeirra en hann lék meðal ann-
ars lögfræðinginn Perry Ma-
son sem var tíður gestur í
Kanasjónvarpinu. Kannski
verður svo japanskur gesta-
leikari í bandarísku Godzilla-
myndinni. □
68 VIKAN 17.TBL.1993