Vikan


Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 68

Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 68
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER HUGMYNDAKREPPA í HOLLYWOOD Risaeölan Camosaur. Evidence, Final Analysis og síðan bætist við nýjasta kvik- mynd Sharon Stone, Sliver, sem verður bæði sýnd í Há- skólabíói og SAM-bíóunum nú í september. Brúðkaup í Vegas eða Ho- neymoon í Vegas og Indecent Proposal eða Siðlaust tilboð eiga líka eitt sameiginlegt, fjalla báðar um milljónamær- ing sem vill fá eiginkonu ann- ars manns lánaða. Að vísu er fyrrnefnda kvikmyndin gam- anmynd en sú síðarnefnda erótískt sálfræðidrama. Hug- myndaframsetningin er samt sem áður sú hin sama. FLEIRI MEÐ RISAEÐLUR EN SPIELBERG Snúum okkur nú að allt öðru. Eins og kunnugt er hefur leik- stjórinn Steven Spielberg sent frá sér risaeðluhátæknimynd- ina Jurassic Parke n þegar bet- ur er að gáð er von á fleiri risa- eðlumyndum. B-myndaleik- stjórinn Roger Corman, sem á að baki fimm hundruð kvik- myndir (þetta er engin lygi, les- endur góðir), er nú að senda frá sér risaeðlumyndina Carnosaur. í henni leikur Diane Ladd en dóttir hennar, Laura Dern, leikur einmitt í risaeðlu- mynd Spielbergs, Jurassic Park. Út á hvað gengur svo risa- eðlumynd Cormans? Diane Ladd leikur geðveikan vísinda- mann, dr. Jane Tiptree, sem verður þunguð og fæðir risa- eðlubarn sem þyrstir í manna- blóð, stækkar ört og fjölgar sér fljótt. Það eru víst fleiri risaeðl- ur í mynd Cormans en í mynd Spielbergs. Einu atriði í Carnosaur svipar mjög til myndskeiðs úr fyrstu Alien- myndinni - þegar náunginn sem John Hurt leikur kennir sér meins og fyrr en varir sprettur aðskotadýrið illræmda fram úr kviði hans. Sama hendir per- Tækniliö myndarinnar Carnosaur. Það virðist ríkja hug- myndakreppa f kvik- myndasmiðjunum í Hollywood. Með stuttu millibili höfum við séð erótíska trylla á borð við Basic Instinct (Ógn- areðli - von er á Ógnareðli 2 á næsta ári), Body of Þar fyrir utan liggur fyrir hjá forráðamönnum stórkvik- myndafyrirtækja f Hollywood að endurgera myndir sem byggðar eru á evrópskum myndum. Amerískir áhorfend- ur vilja ekki sjá neðan- málstexta. Scent of a Woman var til að mynda byggð á ít- alskri fyrirmynd, Point of No Return, Assasin var byggð á franskri mynd Luc Besson, La Femme Nikita og Sommersby byggist á frönsku myndinni La Retour de Martin Guerre eða Martin Guerre snýr aftur sem sýnd var í Stjörnubíói fyrir tíu árum. sónu Diane Ladd þegar kviður hennar rifnar og risaeðluunginn vill líta framan í heiminn. Þess má geta að B-mynda- kóngurinn Roger Corman var búinn að kaupa kvikmynda- réttinn að Carnosaur sjö árum áður en Steven Spielberg á- kvað að ráðast í gerð Jurassic Park sem byggð er á metsölu- skáldsögu Michaels Crichton þannig að ekki er hægt að halda því fram að um eftiröp- un sé að ræða hjá Corman. Það hittist einfaldlega svo á að hann ákvað að ráðast ekki í gerð sinnar risaeðlumyndar fyrr en á síðasta ári. Nú brennur eflaust sú spurning á vörum lesenda hver hafi kjark til að bjóða Ju- rassic Park birginn með því að sýna risaeðluútgáfu Rogers Corman á íslandi en ekkert kvikmyndahúsanna hyggst taka hana til sýningar. Miklar líkur eru þó á að henni verði dreift á myndbandi. JAPÖNSK ÓFRESKJA Hjá dótturfyrirtæki Columbia Pictures, Tri Star Pictures, hafa menn í hyggju að ráðast í gerð Godzilla-myndar árið 1995 en leikstjóri verður Tim Burton (Batman 1 og 2, Beet- lejuice, Edward Scissor- hands). Ófreskjan Godzilla er fengin að láni frá Japönum en á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum og jafnvel þeim ní- unda hafa verið gerðar ótal- margar Godzilla-myndir í Jap- an. Þeir sem hafa öflugt minni muna sennilega eftir Godzilla úr Kanasjónvarpinu. Miklar líkur eru á því að am- eríska Godzilla-útgáfan eigi eftir að gera það gott þar sem bandarísk æska hefur mikið dálæti á ófreskjunni Godzilla. Og því þá ekki að endurtaka leikinn og gera enska útgáfu þar sem talframsetningin er eðlileg? Þar að auki hafa alltaf verið bandarískir gestaleikarar f japönsku Godzilla-myndun- um. Raymond Burr er einn þeirra en hann lék meðal ann- ars lögfræðinginn Perry Ma- son sem var tíður gestur í Kanasjónvarpinu. Kannski verður svo japanskur gesta- leikari í bandarísku Godzilla- myndinni. □ 68 VIKAN 17.TBL.1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.