Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 42

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 42
SMÁSAGA EFTIR ARTHUR OMRE Dag einn kom ung stúlka ofan úr fjöllunum. Hún var blúeygð og andlitið var það fegursta sem ég hafði augum litið... tla var undarlegt - ung kona kom eftir stígn- um, hann lá aðeins að litla steinkofanum mínum - og svolítið lengra, til Ave en þar bjó enginn lengur og að bæn- um hans Sipos gamla. Meðan ég hagræddi netun- um hafði ég auga með henni og hugsaði með mér að hún hlyti að vera frá einhverju þorpanna uppi í fjöllunum, frá Daves eða Anem eða Bila eða kannski frá Sikjem. Þegar hún kom nær hélt ég að hún væri frá Radne, sem liggur í mikilli hæð, hinum megin við skarðið. Hún var hnarreist og bar lítinn, rauðan tauböggul. Höfuðklúturinn var blár og skær á litinn í sólskininu, bundinn fast um höfuðið. Rauðir sokkarnir voru festir upp með gulum snúrum rétt undir hnjánum og svarti kjóll- inn lagðisl mjúklega að grann- vöxnum líkamanum. Þannig klædda hafði ég ekki séð nokkra konu hérna megin við fjöllin. Ég hugsaði: - Ef hún er bláeygð þá er hún frá Lakem. Hún nam staðar og stóð þráðbein skammt frá mór, ég sá rykið á geitarullarkjólnum. Augun voru dökkblá og hún hafði það fegursta andlit sem ég hafði nokkurn tíma augum litið. - Drottinn minn, þetta hlýtur að vera völva sem hefur villst hingað frá skógunum við Lakem, hugsaði ég. - Eða þá hulda frá jöklunum? Nei, þetta hlaut að vera völva, hárið var rauðbrúnt. Amma mín sagði mér einu sinni að huldurnar væru sterklega vaxnar og Ijóshærðar og Sipo gamli heldur því fram að þær láti ekki sjá sig á sléttlendinu við vatnið en að völvan komi oft í heimsókn til mannanna í byggðínni þegar hún veit að þeir búa einir. - Komstu þessa leið? spurði ég vandræðalega og leit niður á brúnu, slitnu il- skóna mína. - Ég kom gangandi, svar- aði hún þreytulega. Röddin var dimm og mjúk, það heyrð- ust engin „r“ þegar hún talaði. Hún kom frá nágrenni Lakem. Ég leit til sólar og sá að hún hafði verið á göngu frá því fyr- ir sólarupprás. - Ég er á leið til Bralavan, sagði hún lágt. Björtu, bláu augun hvíldu rannsakandi á mér meðan hún talaði. - Ó, til Bralavan. Þá hef- urðu komið hingað niður að vatninu til að hvíla þig? - Er þetta ekki leiðin til Bra- lavan? spurði hún og það vottaði fyrir hræðslu í rödd- inni. - Nei, þú hefðir átt að fara til vinstri uppi við eikarskóg- inn. Þú getur ekki haldið á- fram í myrkrinu. Það er langt héðan til Bralavan, það er sól- arhrings ferð. - Ó, ég vissi það ekki. Hún var ósköp umkomulaus og starði niður á geitarskinn- skóna sína. Svo lagði hún pinkilinn frá sér í grasið. Hún er svona fimmtán til sextán ára, hugsaði ég með mér í laumi, glaður í hjarta. - Má ég ekki bjóða þér að hvílast hérna hjá mér? Ég ætla að fara að borða. Ég get boðið þér bygggraut, fisk og mjólk, sagði ég. Hún roðnaði og spurði lág- um rómi: - Eru konur hér - kona? - Ég er einbúi, svaraði ég. - En þú ert þreytt. Hún starði á mig alvarleg í bragði og tautaði: - Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er þreytt en ég verð að halda á- fram. Ég var ákveðinn: - Ég er aðeins veiðimaður en ég er þó maður. Þú getur ekki hald- ið áfram í myrkrinu, sígaun- arnir eru hér rétt fyrir neðan og þú getur ekki farið fram hjá þeim, jafnvel ekki að degi til. Ég get flutt þig til Bralavan strax þegar sólin kemur upp á morgun. Þú verður að bíða hér. Hún svaraði ekki og ég gekk inn í húsið, jós upp vatni í tréskál, tók glóandi stein úr eldinum og setti hann í fatið. Hún stóð í dyragættinni og horfði á mig meðan ég vafði fiskinn innan í trjáblöð og setti á glóðina. - Þú getur þvegið þér upp úr fatinu og hvílt þig meðan ég mjólka geiturnar, sagði ég. - Þú skalt berja á dyrnar þeg- ar þú ert búin að þvo þér, ég kem ekki inn á meðan. Þú ættir að þvo fæturna vel og strjúka þá með smjöri á eftir. Það er smjör í steinbollanum og þessi er mjúk og góð, ég keypti hana í Bralavan fyrir önd. - Hvað er þetta? spurði hún. - Þeir kalla þetta sápu í Bralavan. Ég bleytti hendurn- ar og nuddaði sápunni á þær svo freyddi. Hún gerði það sama. - Ó, ég verð hrein, kallaði hún upp yfir sig. - Við notum geitafeiti, svaraði hún. Ég kannaðist við það. - Geitafeiti lyktar ekki svo vel en þetta ilmar eins oq blóm. Nú brosti hún í fyrsta sinn og það skein í perluhvítar tennurnar í gullinbrúnu andlit- inu, augnhárin skyggðu yfir dökkblá augun. Geiturnar mjólkuðu hálfpotti af mjólk. Ég færði þeim hey og blandaði byggi í hreint vatn; þær kumruðu og hopp- uðu af gleði. Hún settist á bekkinn undir glugganum og horfði alvarleg- um augum út á vatnið meðan ég lagði á borðið þann mat sem ég hafði upp á að bjóða, fiskinn, bygggraut, dökkt brauð og mjólk. - Nú skaltu reyna að borða vel, sagði ég ákveðinn. - Drekktu mjólkina, ég á meiri mjólk en ég get torgað. Það gleður mig að þú sýnir mér þann heiður að borða þennan fátæklega mat með mér. Ef þú vilt heldur borða ein skal ég sinna netunum mínum á meðan. Mér liggur svo sem ekkert á en þú hefur gengið langan veg. Hún sagði lágt: - Ætti ég að hrekja þig frá eigin matar- borði? Hún settist að borðinu og teygaði mjólkina - hún var þyrst. Ég tæmdi minn bolla og fyllti hennar aftur. Við borðuðum bæði vel. Hún sagðist aldrei hafa smakkað svona góðan fisk og mjólkin væri líka mjög góð á bragðið. Uppi í fjöllunum var mjólkin svo römm. Ég sagði henni að geiturnar mínar fengju hey og bygg, þess vegna væri mjólkin einna lík- ust kúamjólk. Hún hafði aldrei smakkað kúamjólk, það vissi ég. Það er enginn sem hefur kýr á fjalllendinu. Þegar ég lyfti upp geita- skinnunum og sýndi henni breitt rúmið spurði hún: - Hvar ætlar þú að sofa? - Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því, ég á mörg skinn. Nú skaltu ganga strax til hvílu, þú ert þreytt. Hún leit snöggt á mig og kinkaði svo kolli. Ég sagði að hún gæti hengt fötin sín á snagann við fótagaflinn og svo fór ég út og breiddi úr siðasta netinu. Ég raulaði af ánægju, það lá völva í rúminu mínu. Það dimmir fljótt yfir fjöllun- um og sléttunni, vatnið varð alveg svart og stjörnurnar tindruðu og spegluðust í spegilsléttum vatnsfletinum; mjó rönd af tunglinu kom í Ijós eins og tyrkneskur fáni. Hún var sofnuð þegar ég kom inn. Ég breiddi varlega út nokkur skinn undir borðinu, mig langaði að horfa svolítið á hana en ég féll strax í fastan, draumlausan svefn. Eins og venjulega vaknaði 42 VIKAN 17.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.