Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 44
ég við jarmið í geitunum. Ég
fór í ilskógarmana og gekk út
til þeirra, þvoði mér við vatns-
borðið og synti um stund í
svölu vatninu áður en ég hljóp
aftur heim að húsinu, læddist
hljóðlega inn og fór að setja
mat á borðið. Hún svaf vært,
það var greinilegt að hún
hafði komið fótgangandi
þennan langa veg frá Lakem.
Þegar ég lét heita steininn í
vatnsfatið gægðist hún bros-
andi undan skinnunum. Ó,
guö, hún hlaut að vera völva.
Þegar við vorum að borða
sagði hún: - Ég hlýt að geta
komist til Bralavan í dag. Ég
tek á mig krók við sígauna-
byggðina, það er einfalt.
- Fólkið úr fjallahéruðunum
er hraust, hugsaöi ég en
sagði ekkert. - Ég get siglt til
Bralavan, ég þarf hvort sem
er að fara þangað, ég þarf að
kaupa ýmislegt.
- Þú segist geta ferjað mig,
er það ekki allt of mikið?
- Ég get alveg eins farið í
dag, svaraöi ég. - Nú skaltu
reyna að borða vel og drekka
mjólk, ég á meira en ég þarf
en þér finnst kannski maturinn
minn vondur.
- Heima hjá mér borðuðum
við aðallega bygggraut og
súrur sem við tíndum - og
grös. Á haustin fengum við
geitakjöt. Við vorum fátæk,
sagði hún hljóðlátlega. - Ég
hef aldrei borðaö svona góð-
an mat.
- Ófuð þið teppi?
- Við amma sátum alltaf viö
að vefa, fínni teppin hnýttum
við en maöurinn borgaði ekki
mikiö. Við höfðum ekki einu
sinni fyrir nógu byggi en
amma vissi hvar hægt var aö
tína ætar jurtir og ég klifraði
upp í björg og gljúfur til aö ná
í þær. Én amma mín elskuleg
er dáin, hún var orðin svo
gömul. Þegar ég var orðin ein
datt mér í hug að fara til Bra-
lavan.
- Ó, ertu einstæðingur?
sagði ég. - Ég á heldur ekki
neina ættingja hérna en það
gerir ekki svo mikið til, það er
ágætt að vera einbúi um hríð.
Ég kann vel viö það. Ég lifi af
því aö veiða og svo á ég svo-
lítinn akur og geiturnar. Faðir
minn býr rétt hjá Bralavan og
er líka veiðimaöur. Þaö er
ekki eins mikill fiskur þar og
viö gátum ekki búið saman.
Hann verður óöur þegar hann
drekkur, hann hefur drukkiö
sakem alla ævi. Fólkið í kyn-
þætti okkar má ekki drekka
þetta sterka en hann drekkur
samt, svo hann hefur misst
atkvæöisréttinn.
- Ertu frá Lakem? spurði
ég.
- Þú hlýtur að vita það. Eg
bý ekki í sjálfu þorpinu, svolít-
ið utan við þorpið, nálægt
brúnni sem liggur yfir giliö, þar
sem áin fellur djúpt niður. Við
höfum útsýni yfir sléttlendið
hinum megin við fjöllin og líka
hérna megin. Er Bralavan stór
bær?
- Það búa þar um þúsund
manns.
- Nú, þúsund manns. Ég
hef aldrei komið í stóran bæ.
Ég ætla að fara til móðurbróö-
ur míns í Bralavan.
Við lukum við máltíðina og
sögðum ekkert á meðan.
Ég náöi í besta seglið mitt,
það rauða, og bar það niður
að bátnum. Þaö var of þungt
að róa svona bát alla leið til
Bralavan en morgunvindurinn
var að koma yfir sléttlendið
svo þaö yrði ágætt leiði. Og
vindurinn frá fjöllunum við
Bralavan myndi fleyta mér
heim um kvöldiö, það gat ekki
betra verið. Á sumrin var vind-
urinn alltaf sá sami en eitt
haustið varð ég að bíða tvo
sólarhringa í Bralavan eftir
leiði og geiturnar voru að ær-
ast þegar ég lagði bátnum að
ströndinni. Sipo gamli hafði
samt mjólkað þær fyrir mig.
Nú fór ég meö mjólkina sem
afgangs var til hans. Hann
þóttist verða reiður. - Held-
urðu aö ég eigi ekki mjólk
sjálfur, hvolpurinn þinn, tuldr-
aði hann.
Ég lyfti stúlkunni upp og bar
hana út í bátinn. Hún var
þyngri en ég hélt að hún gæti
verið en hár hennar ilmaði
yndislega. Vindurinn jókst og
okkur fleygði áfram.
- Vatnið hérna er stórt.
Hvar veiðið þið fiskinn? spuröi
hún og horfði til strandarinnar
í fjarska.
- Þarna - þarna og þarna,
sagði ég og benti kjánalega út
í loftið. - Þú ert kannski
sautján ára?
- Ég er rúmlega sautján, ég
er að verða gömul. Tennurnar
komu í Ijós, skínandi perluraö-
ir og við hlógum bæði.
- Þá áttu trúlega festar-
mann í Lakem?
- Svo á að heita, svaraði
hún rólega og brosti með
sjálfri sér. Hún sat við hlið
mér aftur í og ég starði á pink-
ilinn á botni bátsins.
- Við ófum og hnýttum
teppin fyrir hann. Hann á
margar geitur og stórt hús í
Lakem, sagði hún. - Hann er
ríkur, hann selur teppin okkar
til kaupmannanna í Resjt og í
Tavris, sagði amma mér. En
hann er kominn yfir fimmtugt
svo ég flúði til að komast til
móðurbróður míns í Bralavan.
Amma tók loforð af mér, ég
lofaði aö fara til festarmanns
míns þegar hún væri dáin en
ég sagði alltaf „ekki" í hugan-
um þegar ég var að lofa
þessu. Er það synd?
- Nei, það er ekki synd.
Það hefur enginn rétt til að
krefjast slíkra loforða, það
hafa allir leyfi til að ráða sér
sjálfir.
- Ekki konur?
- Jú, líka konur. Ég hef les-
ið um það og líka hugsað um
það. í okkar ætt eru konurnar
jafnréttháar og karlmenn.
Kúgun á konum, sem er við-
höfð í þessu landi, er á móti
lögunum, hún er ekki réttmæt.
Það getur engin manneskja
átt aðra manneskju, ég hef
líka lesiö um það og hugsað
mikið um það. Þeir lærðu
staðfesta þaö líka í bókunum.
- Þú kannt þá að lesa. Ég
kann ekki að lesa, sagði hún
hrygg í bragöi.
- Ég lærði það í Bralavan
og ég hugsa mikið þegar ég
er að veiða. Þá kemst ég oft
að því að ég hugsa það sama
og hinir vitru hafa hugsað á
undan mér.
- Eru margir lærðir?
- Já, í stóru borgunum eru
margir sem aldrei vinna, sitja
bara og hugsa og skrifa niður
í bækur.
Við töluðum mikið saman,
alveg þangað til viö sáum
fyrstu húsin í Bralavan. Þá
þagnaði hún en sagði síðan:
- Þetta er stór bær.
- Hlakkarðu til að búa í
bænum?
- Já, svaraði hún og brosti.
Einhver ríkur maður kaupir
fljótlega svona fallega unga
stúlku, hugsaði ég. Hún er
ekki völva frá fjöllunum. Hún
fer að setja hveiti í andlitið,
klæöast glansandi rauðum og
bláum kjólum, málar neglurn-
ar og setur hringi í eyrun. Já,
hún verður kannski eins og
sálarlausu konurnar í húsun-
um fjórum bak við kirkjugarð-
inn. Svo selur hann hana aftur
og fær sér aðra yngri og þeg-
ar búið er að selja hana
nokkrum sinnum fer hún
kannski í eitt af húsunum,
glatar sálinni og drekkur
sakem.
Ég lagði bátnum rétt hjá bát
föður míns. Hann öskraði til
mín, hann var drukkinn eins
og venjulega. Tveir veiðimenn
stóðu hjá og brostu þegar þeir
sáu ungu stúlkuna. Ég þekkti
þá og heilsaði. Þetta voru
góðir menn sem ekki drukku.
- Móðir mín biður að heilsa
þér, sagði annar þeirra. Ég
svaraði: - Berðu henni kveðju
mína. Ég sagði þeim aö ég
ætlaði að fylgja stúlkunni til
móöurbróður hennar. Þeir
þekktu veitingastofuna hans.
Mig langaði til að bera pink-
ilinn fyrir völvuna mína en ég
gat auðvitað ekki gert það,
það myndu allir hlæja í þess-
um kjánalega bæ, kannski
hún líka.
Hún gekk við hlið mér,
þráðbein - milli húsanna og
yfir torgið. Það litu margir í
áttina til hennar, einn sneri
sér við og brosti.
- Hvað vill hann mér?
- Þú ert komin til Bralavan.
- Þeir eru ekki hæverskir
að brosa svona til ókunnugrar
stúlku.
- Þú verður að muna að þú
ert í Bralavan og þaö eru ekki
allir hæverskir hér.
- Lítur þú nokkurn tíma
svona á stúlkur?
- Ég á ekki heima í Bra-
lavan, sagði ég stuttlega.
- Þú kemur oft hingað. Áttu
festarmey?
- Ég átti festarmey en svo
vildi hún mig ekki. Faðir minn
drakk og varð sér til skammar
og hún vildi mig ekki.
- Þá hefur hún ekki verið
góð.
- Jú, hún var góð en hún
gat ekki yfirgefið móður sína,
hún var eitthvað skrýtin í
höfðinu.
- Þá hefur þú grátið - hefur
auðvitað grátið mikið.
- Nú ertu alls ekki góð
stúlka. Ég grét alls ekki neitt,
ég var feginn þegar hún vildi
mig ekki.
Völvan mín nam staðar og
horfði á mig með tár í augun-
um, svo sagði hún: - Ekki
vera mér reiður, þú hefur ver-
ið mér svo góður, fyrirgefðu.
- Það er fyrirgefið. Ég er
ekkert öðruvísi en aörir. Nú
langar mig til að spyrja þig að
nafni. Ég heiti Arpad.
- Ég heiti Manjane. Arpad
er fallegt nafn.
- Þú heitir líka fallegu nafni.
Manjane er gamalt heiti á sól
og sólarupprás. Þar sem við
erum að skilja langar mig að
segja aö ég mun sakna þín.
- Ég mun líka sakna þín.
- Þakka þér fyrir þaö.
Við gengum áfram og kom-
um fljótlega að veitingahúsi
frænda hennar. Það var lítið
og óhreint og fullt af flugum.
Móöurbróðirinn starði á hana.
Hann var feitur og var með ó-
hreina svuntu, bleikfeitur eins
og grís, með kolsvört, lítil
stingandi augu. Hún sagði: -
44 VIKAN 17.TBL. 1993