Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 45

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 45
Ég er Manjane, ég er komin til aö búa hjá þér. Amma er dáin - og langt í burtu. - Manjane? Og þú vilt búa hjá mér? Velkomin! Ég hef fulla þörf fyrir hjálp þína. En hve þú ert falleg. Svo horföi hann á mig. - Þetta er Arpad, sagði hún rólega. - Hann hefur verið mér góöur. Móöurbróðirinn rétti mér höndina. Ég sá aö þetta var góður maður. Hann muldi kaffi í mortélinu og hrærði það út í graut og bætti sykri í. Við borðuðum það úr örsmáum bollum. Ég hafði aldrei borðað kaffi fyrr og mér þótti það ekki gott. Ég var hissa á því að hann skyldi láta Manjane sitja á veit- ingastofunni. Hann las hugs- anir mínar. - Það kemur eng- inn hingað um þetta leyti dags. Kona, sem var nokkuö lík honum, gægðist gegnum tjaldiö. - Velkomin, barnið mitt! sagði hún ísmeygilega og brosti. Hún var með þrjár hökur. Hún var eins og fjall af feiti og óhreinindum en hún hafði einu sinni verið fegursta stúlkan í Bralavan. Hann hafði borgaö föður hennar offjár fyr- ir hana. Ég hugsaði með mér að hún væri ekki líkt því eins góð kona og hann maður og hún væri ekkert hrifin af því að Manjane skyldi vera komin til þeirra. Manjane lagði höndina á öxl mér - þannig eru vinir kvaddir í fjöllunum - og ég hneigði mig, næstum eins og herramaður. Síðan flýtti ég mér út. Gyðingurinn Horovitch veif- aði til mín. - Ertu kominn til Bralavan svona snemma? Komdu, ég ætla að sýna þér nokkuð! Af því að það ert þú skaltu fá þetta næstum gefins. Ég hafði ekki hugsað mér að kaupa neitt fyrir haustið en ég fór samt inn til hans. Hann var alltaf í góðu skapi, gat verið skemmtilegur og allir veiði- mennirnir versluðu við hann. Nú rétti hann mér fallegt vopn, riffil með greyptu skefti. Ég sagði honum að ég ætti þrjár byssur heima. Svo gekk ég um búðarholuna hans og rótaði í vörunum, skoðaði vatnsrör og ýmislegt annað sem ég hafði engin not fyrir. - Hvað er þetta? spurði ég. - Þetta er sjónauki, Arpad, sjónauki. Þú gætir notað hann þegar þú ert á veiðum, þegar þú ert að veiða fisk og skjóta endur. Þú skalt fá hann næst- um því ókeypis. Ég gerði það með vilja að horfa í öfugan enda. Hann hló og sneri hon- um við. Eg sá langt yfir vatnið - fjöllin og jökullinn færðust nær. - Ég sé ekkert, sagði ég ergilega. Mér þótti gaman að stríða þessum gamla gaur. - Klaufi! öskraði hann. Hann horfði, skrúfaði, talaði og sló út örmunum, svo nefndi hann hæfilegt verð. - Oh, sagði ég og sýndi á mér fararsnið. Hann elti mig. Það var örugglega enginn sem vildi kaupa sjónauka í Bralav- an. Hann var reglulega góður og mig langaði mikið að eiga hann. Að lokum komum við okkur saman um verðið og ég lét hann geyma sjónaukann. Þetta var reglulega skemmti- legur leikur, maður á móti manni. Að öllum líkindum hafði hann ekki borgað nema helming þessa verðs. Hann prúttaði af ákafa um skippund af þurrum fiski en ég sagði honum aö það væri til- gangslaust, hjá mér væri að- eins um eitt verð að ræða. Ég vissi að þegar liði að hausti myndi hann panta fimm til sex skippund. Fiskurinn minn var beinlaus, hvítur og þurr. Ég þvoði hann upp úr geitamjólk og þurrkaði hann vel. Arpad, þú ert ræningi, öskraði hann. - Ætlarðu að rýja vesalings, fátækan kaupmann inn að skinninu? Svo fórnaði hann höndum, sneri lófunum upp og yppti öxlunum, þóttist vera hrjáðastur af öllum. Ég hló. - Ég skal halda eftir ein- hverju af fiski handa þér. Lof- aðu mér að sjá það tau sem þú hefur, ég þarf bæði vinnu- föt og spariföt. - Ó, spariföt líka? Já, ég sá konuna sem þú varst með áðan, hún er falleg. Svo sýndi hann mér brosandi þau efni sem hentuðu mér. Ég vildi fá víðar, gulbrúnar buxur, rauð- an silkilinda í mittið og stuttan jakka. Næstum allir veiði- mennirnir áttu slík föt en ég hafði aldrei eignast þau. Armeninn hinum megin við götuna tók af mér mál og þuklaöi á efnunum. Hann sagði þetta vera góð efni. Ég fékk líka að sjá myndir af föt- unum í bók. - Viltu fá pening- ana strax? spurði ég. - Þú mátt borga þetta þeg- ar þér hentar, svaraði hann. Ég borgaði strax en það gladdi mig að hann sýndi mér tiltrú. Armenar eru mjög ná- kvæmir og vita hvaö þeir eru að gera. Hann pantaði líka hjá mér fisk, stuttlega og án þess að prútta. Hann vissi að fisk- urinn var þess virði sem ég setti upp. Teppakaupmaðurinn bjó í eldgömlu steinhúsi hinum megin við torgið. Hann ók vatni í stórum kerum heim til sín og grasið í kringum húsið hans var vægast sagt vel sprottið þrátt fyrir þurrkana. Þegar ég kom inn til hans klingdi í lítilli geitabjöllu og hann kom strax fram. Húsið var stórt, mörgum sinnum stærra en húsið mitt. Meðfram veggjunum voru háir hlaðar af teppum, þaktir strámottum. Þetta voru teppabirgðir rík- asta mannsins í Bralavan. Annars tók ég aðallega eftir lágu borði. Það var fagurlega skreytt gulli og á því stóð lítil vog. Ég beið eftir því að hann yrti á mig. Hann var lítill og gráhærð- ur, rauða kollhúfan var svolítið á ská. Hann horfði rannsak- andi á mig og sagði svo: - Nú, hvað? Ég svaraði: - Ég get boðið þér fisk í haust, þú hefur aldrei keypt fisk af mér. - Þarftu að fá peninga? - Kannski helminginn. Ég nefndi verðið. Hann horföi á mig, hugsaði sig um andartak og það gladdi mig þegar hann sagðist vilja kaupa af mér fisk og að hann vildi gjarnan borga strax. Ég sagði: - Ég þarf raunar ekki á peningunum að halda. Hann horfði undrandi á mig og brosti. Þeir virtust allir bera traust til mín þótt faðir minn drykki og yrði óður. Fötin mín voru ekki falleg, slitin vinnuföt eins og veiðimenn nota dag- lega; víðar buxur, ilskórnir reimaðir upp leggina, stuttur jakki og rauður léreftslindi. Ég tók pyngju úr beltinu og rétti honum átta eða tíu perlur í lófann. Án þess að segja nokkuð gekk hann að borðinu þar sem vogin stóð. Svo setti hann stækkunargler fyrir ann- að augað og skoðaði perlurn- ar vel og vandlega. Hann náði svo í skrúfmálsstokk upp úr einni skúffunni og mældi perlurnar, skrifaði síðan eitt- hvað í litla bók. - Áttu margar? - Ég get náð í fleiri en það tekurtíma. - Hvar finnur þú skeljar núna? Ég hélt að grynningarn- ar væru orðnar þurrausnar. - Ég finn eina hér og aðra þar, ég þekki vatnið betur en flestir aðrir. Hann brosti. - Jæja, ég get komið þeim í verð fyrir þig, ég sendi þær vinum mínum sem eru mjög ábyggilegir. Svo skiptum við jafnt á milli okkar. - Helminginn - er það rétt- látt? - Þú stendur þig við það. Þú færð samt meira en þú getur fengið hér í Bralavan, Dað veistu. Ég vissi það. Hann hafði ekki sama hátt á og aðrir perlukauþmenn - ekki eins og armenskir, grískir eða sýr- lenskir, ekki heldur eins og Persar. Það vissu allir að hann var mjög sannsögull, Dess vegna hafði hann náð til sín mest allri teppaverslun í nágrenni Bralavan og hinum megin við vatnið. Fyrir mína tíð hafði hann einnig verslað með perlur en rányrkja var búin að eyðileggja perlumiðin. Það hafði vaxið upp stofn af smáskeljum á stöku stað, að- allega við árósinn, rétt hjá húsinu mínu. Ég veiddi þær stundum en aldrei að degi til. - Þú sýndir mér tiltrú og ég treysti þér. Ég veit þú segir ekki frá þessu. Það halda allir að það séu ekki perluskeljar f vatninu lengur, sagði ég. - Það er satt - látum okkur nú sjá, sagði hann stuttlega. Án þess að hugsa mig frekar um hvolfdi ég öllum perlunum úr pyngjunni, hundrað og fjórt- án dýrmætum perlum. Hann horfði aftur snöggt á mig og brosti. Og brosið var hlýtt og gott. Eftir að hann hafði skoð- að perlurnar í stækkunargler- inu, vegið þær og mælt sagði hann: - Ég hef kaupendur í stórborgum Evrópu, ég sendi þær ekki til kaupenda hér. Arped, þú ert ríkur maður, af veiðimanni að vera ertu forrík- ur. Viltu fá kvittun? - Ég þarf enga kvittun, svaraði ég. - Kvittun hjálpar ekki mikið ef eitthvað kemur fyrir. Ef eitthvað hendir mig, sem getur alla hent, þá færðu móður minni elskulegri pen- ingana, hún hjálpar þá okkar nánustu og skyldmönnum af ættkvíslinni og svo er hún þá tryggð til æviloka. Hún á ekki svo gott. En faðir minn má ekkert vita því hann drekkur upp allt sem hann fær. Það er ekki hægt að treysta þeim sem drekka of mikið, hann er ekki sjálfráður gerða sinna. Gamli teppakaupmaðurinn hneigði sig lítillega og lét mig skilja að hann væri mér sam- mála en að hann ætlaði samt sem áður að láta mig hafa kvittun. Það skaðaði ekki að hafa hana og móðir mín yrði að hlýða lögunum ef hún átti að skipta fénu, annars væri allt ólöglegt. Hann ætlaði aö reikna út hve upphæðin væri mikil og svo skyldi hann og síðar synir hans vera mér inn- an handar og geyma féð. Við 17.TBL. 1993 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.