Vikan


Vikan - 26.08.1993, Side 20

Vikan - 26.08.1993, Side 20
▲ Mál- verkið sem Kjarval málaði af Hersteini og gaf honum eftir viðtalið við hann. þriðjungur allra húsa þar í borg - hafi verið eyðilögð. Uppbygging var ekki hafin þegar við vorum þarna og heil hverfi því múr- steinshrúgur einar og sums stað- ar mátti finna nálykt þegar heitt var í veðri. í rauninni átti maður erfitt með að skilja að nokkur maður hefði getað haldið lífi og fullu viti f þeim djöfulgangi sem gekk yfir Þýskaland í lokin. Þegar ég rifja þetta upp núna minnir það mig á atvik sem gerð- ist á árunum 1963-66 þegar ég starfaði hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar starfaði þá einnig þýsk kona sem gift var Svavari Hermannssyni verkfræðingi, frænda mínum. Hún sagði eftir áramótin 1965 að hún þyldi ekki hvernig íslendingar kveddu gamla árið og fögnuðu því nýja. Þegar hún var spurð um á- stæðuna sagði hún að það minnti hana allt of mikið á síðustu daga styrjaldarinnar en hún var búsett í Berlín og þau Svavar, sem var við nám og störf í Þýskalandi öll stríðsárin, giftust þar í borg snemma í apríl 1945. Ekki er ólík- legt að ungu hjónin hafi gert ráð fyrir að hjónabandið yrði ekki langt, þau færust bæði í hamför- um síðustu vikna styrjaldarinnar. Þetta var nú útúrdúr og best að halda áfram með ferðasög- una. Það má nærri geta að þegar við tróðum okkur sex í Hudsoninn með allan okkar farangur þá seig það talsvert í. Áfram var þó hald- ið og ekið til Herford þar sem breska herstjórnin hafði aðal- stöðvar. Wleðan við vorum þar gerðist það meðal annars að Thorolf ákvað að gefa þýskri þjónustustúlku í hótelinu þar sem við bjuggum af sfnum hluta nestis þess sem Rauði kross Danmerk- ur hafði veitt okkur af rausn en þar sem við gistum hvarvetna á vegum herja Breta og Banda- ríkjamanna og vorum auk þess í fæði hjá þeim höfðum við ekki þörf fyrir neinn aukabita. Stúlkan var mjög fegin að fá þessa ómet- anlegu gjöf á þessum tíma, þegar margir áttu ekki málungi matar, og spurði Thorolf hvað hann vildi fá í staðinn. Hann afþakkað alla greiðslu og kvað þetta ekki gjald- miðil heldur aðeins vinsamlega gjöf. Hún varð mjög undrandi, átti víst von á öðru svari. Dvölin í Herford var fróðleg á margan hátt. Ungum foringja í breska flughernum var falið að vera okkur innanhandar um hvaðeina sem við vildum gera eða sjá. Hann hafði til umráða Volkswagen og fór hann með okkur á marga staði sem hann taldi forvitnilega. Mér fannst eink- um fróðlegt þegar hann fór með okkur út í hinn sögufræga Tevto- borgarskóg. Þar gerðist það árið 9 e. Kr. að Arminius, leiðtogi Germana, ginnti Varus hershöfð- ingja Rómverja ásamt 27.000 manna her inn f þröngan dal, réðst á þá þar og stráfelldi. Sagt er að Ágústus keisari hafi æpt í bræði þegar honum bárust þessi ótíðindi: „Skilaðu mér aftur her- skörungum mínum, Varus!“ í skóginum stendur risastórt minn- ismerki til heiðurs Arminiusi. AMERÍSKAR SÍGARETTUR Þarna skiptist hópurinn um tíma þvf að Lúðvig og kona hans urðu eftir ásamt bílnum sem þarfnaðist einhverrar athugunar. Við Jón, Thorolf og Gunnar fórum hins vegar á járnbrautarstöðina til þess að taka lest til Frankfurt. Óðagotið var hins vegar svo mik- ið á okkur að við fórum ekki í lest á vegum hersins heldur í þýska farþegalest. Við lentum f klefa sem var troðfullur af Þjóðverjum sem reyktu einhvern óþverra svo að við ætluðum að kafna af ólykt- inni. Var þá ekki annað ráð vænna en að taka upp amerískar sígarettur sem við höfðum nóg af og þannig sáum við mönnum fyrir tóbaki alla leiðina og stórbættum loftið í klefanum. Við hittum Lúðvig og konu hans aftur f Frankfurt því að hon- um hafði verið fenginn breskur hermaður sem ekill og síðan héldum við áfram öll sex til Núrn- berg. Þar stóðu þá einmitt yfir stríðsglæparéttarhöldin yfir for- kólfum nasista. Við vorum að vísu ekki nema tvo eða þrjá daga í þessari fornu borg en vörðum tímanum vel, vorum löngum í réttarsal og ræddum við blaða- menn sem höfðu verið þarna undanfarnar vikur. Aðalbækistöð blaðamanna þarna var kastali sem blýanta- framleiðandinn Faber hafði látið reisa á sínum tíma og bjuggu sumir f kastalanum en við vorum í einu af mörgum húsum á lóð- inni. í kastalanum sjálfum var meðal annars mikill veitingasalur og að sjálfsögðu fórum við þang- að til að fá okkur einhverja hress- ingu. Þar hitti Lúðvig ýmsa kunna danska blaðamenn sem hann hafði hitt á fyrri ferð sinni um meginlandið og bauð hann þeim að setjast við borðið hjá okkur. Síðan kallaði hann á þjóninn og pantaði konfaksflösku en sá góði maður sagði að konfak væri að- eins hægt að fá afgreitt f glösum. Lúðvig var ekki af baki dottinn og bað þjóninn þá að hella innihaldi flöskunnar í glös og færa okkur. Þegar dvölinni lauk f Nurnberg héldum við til Berchtesgaden og keyrðum upp að sumarhöll Hitlers eða rústum hennar og litum yfir landið. Þaðan var svo ekið til Tékkóslóvakíu því að Lúðvig þurfti að fara til Prag og hyggja að (slendingum þar. Það var strax greinilegt þegar inn í Tékkóslóvakíu var komið að þar var allt heldur búsældarlegra þótt landið hefði lengi verið undir stjórn nasista. Að vfsu lærðum við ekki neitt í máli landsmanna annað en að „smér Praha" tákn- aði „til Prag“ og þegar inn f þá borg var komið áttuðum við okkur fljótt á því að „Kavarna" táknaði kaffihús og „Vinarna" vfnveitinga- hús. Við vorum ekki lengi að auka orði í tékkneskuna og köll- uðum rakarastofu „rakarna". Þarna vorum við f þrjá daga f hóteli nærri miðborginni, þar sem skammt var til Hradcany, hinnar gömlu háborgar Prag. Mikill fjöldi rússneskra hermanna bjó á sama hóteli og var það segin saga að ef við opnuðum dyr á herbergjum okkar opnuðust samstundis nokkrar við ganginn og hermenn gáðu hverjir væru á ferð þar. Ann- að var líka einkennandi fyrir dvöl okkar þarna og það var sá mikli fjöldi vörubíla og jafnvel fólksbíla sem fór um hlaðnir húsgögnum. Var okkur sagt að þar væru Rúss- ar að halda heim með herfang. Frá Prag héldum við síðan til Austurríkis og léttum ekki förinni fyrr en í Linz sem stendur á bökk- um Dónár, skammt frá mörkum hernámssvæða Bandaríkjamanna og Rússa. Jón, Lúðvig og eigin- kona hans höfðu mikinn áhuga á að fara til Vínarborgar og fengu far með herbíl frá mörkunum en við hinir urðum eftir til að reyna að út- vega nýja hjólbarða á bílinn því að þeir voru bókstaflega „á síðasta snúningi". Til marks um það var að þegar við vorum einu sinni staddir í verkstæði eftir viðgerð á hjólbarða og vorum að hleypa lofti í hann á ný sprakk einfaldlega á honum aft- ur. Líklega var þrýstingurinn ekki réttur hjá okkur. Á leiðinni til Linz sprakk síðan hjá okkur um hánótt en þá var hjálpin nærri. Þegar við ætluðum að fara að gera við komu nokkrir bændur og tóku verkið að sér fyrir okkur. Við gáfum þeim síg- arettupakka að launum og blessuðu þeir okkur hástöfum fyrir. í Þýskalandi var pakki af Lucky Strike þá metinn á 600 ríkismörk en eflaust hefði fengist meira fyrir hann hjáTékkum. í Linz fengum við inni hjá am- eríska hernum í gömlu klaustri og voru þar tveir liðþjálfar hótelstjór- ar. Við ræddum við þá um vand- ræði okkar í sambandi við hjól- barða og sögðu þeir að vandalítið væri að ráða fram úr þessu. Skildist okkur að þeir stjórnuðu að nokkru svarta markaðnum á þessu sviði þar um slóðir og fengum við hjólbarða hjá þeim fyrir sáralítið verð enda voru sjóð- ir okkar ekki gildir. Þegar Lúðvig og föruneyti hans kom aftur til Linz var haldið heim á leið og far- ið varlega til að misbjóða ekki bílnum. Var ekið sem leið lá til Hamborgar og jeppinn dreginn þaðan til Danmerkur. Við flugum síðan heim frá Kauþmannahöfn.“ - Rákust þið á einhverja ís- lendinga á þessu ferðalagi? „Já, við hittum meðal annars söngvarana Einar Kristjánsson og Sigurð Skagfield í Hamborg en Lúðvig hafði samband við miklu fleiri sem hann hafði verið beðinn um að leita uppi. Bauð hann þeim ýmsa aðstoð þótt ekki væru tök á að bjóða þeim far á- leiðis heim. Lúðvig gat hins vegar greitt götu þeirra sem starfsmað- ur Rauða krossins og var það mikilvægt fyrir marga sem stóðu uppi slyppir og snauðir og sáu þess engin ráð að komast heim til íslands án aðstoðar." IDNVELDIN FIMM - Þú sagðir mér að þú hefðir starfað hjá Vísi frá 1936 til 1963 eða alls í tuttugu og sjö ár. Var langur aðdragandi að brottför þinni þaðan? „Já, það má segja það. Los komst á samheldni eigenda Vísis upp úr 1953. Blaðið hafði verið f eigu hlutafélags síðan 1936 og svo var komið um þessar mundir að Björn Ólafsson stórkaupmaður var stærsti hluthafinn en annar var Kristján Guðlaugsson, aðalrit- stjóri Vísis. Ég átti tíu prósent af hlutafénu sem var níu þúsund 20 VIKAN 17. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.