Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 38
▲ Jakkinn kronur Fimm hundruð, sagði ffnn. Russinn. „Atta hundruð, sagði ég. „Fimm hundruð," sagði Rússinn og ég endurtók mitt verð. Hann hvarf á braut en ekki voru margar mínútur liðn- ▲ Brauö- sölustúlk- umar úr Austurveri seldu grimmt við hliöina á okkur. ar þegar hann birtist á ný með sama boð. Hann dró upp tölv- una sina og margfaldaði og deildi og sýndi mér útkomuna en ég skildi ekki neitt, hélt hann væri að reikna út hversu mikið hann gæti fengið fyrir jakkann góða í Rússlandi. Nokkrum sinnum fór hann og kom en loks gafst hann upp enda var ég komin niður í sjö hundruð krónur. Enn deildi hann og margfaldaði á tölv- unni sinni og loks skildi ég að hann var að tala um dollara. Ég einsetti mér að fá ellefu dollara þótt hann vildi halda sig í tíu og þar við sat. Hann dró upp ellefu dollara. Ég bar seðlana upp að Ijósinu til þess að sýna honum að ég væri ekki viss um að þeir væru ekta. Ég þurfti víst ekki að ef- ast. Þeim var skipt nokkru síð- ar í banka í Sviss og engar at- hugasemdir gerðar. Hver skyldi nú ganga í jakka sonar- ins þarna austur frá? Þetta var ágætis jakki og svo sannar- lega ellefu dollara virði. Áfram leið dagurinn og það minnkaði á borðinu og á slán- um. Mér varð hugsað til fata glæsipíanna. Fáir höfðu sýnt þeim áhuga á meðan gömlu larfarnir af mér runnu út eins og heitar lummur. Það gildir sem sagt ekki að selja af sér föt sem maður vill ekki ganga í lengur heldur verður að koma með eitthvað eldra, eitthvað sem er orðið eftirsóknarvert. Hippakjóllinn úr Jasmín á Bar- ónsstígnum þótti stórkostlegur. „Þú getur saumað úr honum púða,“ sagði fyrirhyggjusöm móðir, „ef þú vilt ekki ganga í honum þegar til kemur.“ Og gömlu, háhæluðu bandaskórn- ir frá því um 1970. Þá skoðaði fræg söngkona sem fékk tár í augun þegar þeir pössuðu ekki. Þeir áttu eftir að prýða fætur annarrar ungmeyjar sem fór með þá á brott sæl og glöð eftir að hafa borgað 200 krón- ur. Svo var það leðurjakki eig- inmannsins. Hann rann út fyrir fimmtán hundruð krónur (dýr- asti hluturinn sem við seldum) og í viðbót keypti hressileg yngismær blúndukjól af frúnni fyrir hundraðkall. „Þú getur saumað úr honum blússu ef um allt þrýtur," sagði sú sem með henni var. „Þetta er eng- inn peningur!" VERÐIÐ HÆKKAÐI OG LÆKKAÐI Rétt var það. Þetta voru engir peningar en nú hafði sölufíknin náð tökum á okkur mæðgum og verðið skipti ekki lengur máli, svo lengi sem hlutirnir seldust. Við virtum fyrir okkur viðskiptavinina og verðið hækkaði og lækkaði eftir því hverjir spurðu. Nú skildi ég líka allt í einu hvers vegna kaup- menn eru sagðir hafa sælgæt- ið við kassana í stórverslunum í von um að dauðþreytt börn fari að nuða í enn þreyttari for- eldrum um að fá að kaupa gottið á meðan beðið er við kassann. Ég kom undurfalleg- um postulínskisum og öðru á- líka fyrir fremst á söluborðinu mínu og sá strax að þar náði glingrið augum yngstu gest- anna. Áður en varði voru allar postulínskisurnar horfnar og í staðinn komnir seðlar í veskið mitt. Tilganginum var náð, þótt ef til vill væri réttara að þegja yfir þessari „óprúttnu" sölu- mennsku. Endur fyrir löngu hafði ég farið á leirkeranámskeið hjá Steinunni Marteinsdóttur leir- listarkonu. Nú hafði ég með harmkvælum fengið sjálfa mig til að fara með í Kolaportið og bjóða til kaups „dýrgripi" sem ég hafði sjálf búið til úr leirn- um. En viti menn. Það kunni enginn að meta þá. Þarna var teketill, svolítið furðulegur út- lits, en hugsið ykkur kvöl „lista- mannsins" þegar einhver sagði: „Ef við bærum fram te í þessum hryllingi myndu allir hlaupa út.“ Að hugsa sér, að þeim skyldi geta þótt ketillinn minn af námskeiðinu hjá henni Steinunni svona Ijótur! ÞAU KUNKA AÐ PRÚTTA Hverfum aftur til Rússanna og annarra útlendinga sem sækja í hópum í Kolaportið. Munur- inn á þeim og okkur íslending- um er sá að þeir vita til hvers staðir eins og Kolaportið eru. Þar á að prútta og það gera 38 VIKAN 17.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.