Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 46

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 46
töluöum lengi saman og vor- um á eitt sáttir. Hann sagði að ég gæti svo sótt skjölin síðar um daginn. Ég bað hann um hundrað silfurpeninga. Hann flýtti sér inn og kom aftur um hæl með þungt peningaskrín í höndun- um. Þegar ég hafði fengið pen- ingana gekk ég á fund gamla kennarans míns. Hann heitir Hamun og bjó í litlu steinhúsi við stíginn sem lá upp að hæðunum viö Bralavan. Hann var nú oröinn mjög gamall, lít- ill, visinn og fátækur en augun voru skær og greindarleg. Hann bauð mér auðvitaö inn en ég varö að sæta byr til að komast aftur heim svo ég rétti honum fimmtíu silfurpeninga. Hann skildi þetta ekki og varð alveg ringlaður. Hann gat ekki tekið við svo miklum pening- um af fátækum veiðimanni. Ég sagði honum að ég væri ekki svo fátækur lengur en ég talaði ekkert um perlurnar. Ég sagöi honum að ég hefði veitt vel og að byggið og geiturnar gæfu mér töluvert í aðra hönd. Ég gat loksins talað um fyrir honum og svo lofaði ég að láta hann hafa fisk með haustinu, eitthvað af byggi og fleiri silfurpeninga. Ég sagði honum að ég skuldaði honum miklu meira, það væri líka aumi maðurinn sem ekki borgaöi skuldir sínar þegar hann gæti. - Þú kenndir mér það sem enginn af veiðimönnunum kann, þú kenndir mér að lesa og skrifa og reikna. Þú sagðir mér frá ókunnugum löndum, fólkinu og dýrunum og þú lof- aðir mér að skoöa myndirnar í stóru þókunum þínum. Ætti ég ekki að greiða þér fyrir það? sagði ég. Ég sagöi honum líka að mér þætti leitt að hafa ekki getað greitt þetta fyrr. Sonur á að greiða skuldir föður síns, faöir sonar síns og vinur greið- ir fyrir vin sinn, þetta hafði hann sjálfur kennt mér. - Arpad, Arpad, ég sagði það alltaf aö þú værir mikið og gott mannsefni, þú ert líka laglegasti ungi maðurinn hér um slóðir, sagöi hann til að gleöja mig. Hann var með tár- in í augunum þegar hann faðmaði mig. - Segðu mér nú sannleik- ann, heldurðu að fólk fyrirlíti mig vegna þess aö faöir minn drekkur og fær æði? spurði ég angistarfullur. - Arpad, Arpad. Nei, eng- inn eða næstum því enginn. Já, þeir eru heimskir sem gera það og maður á aldrei að hlusta á það sem heimskir menn segja. Sterkir menn skipta sér ekki af því sem hvíslað er í krókunum. Hjá þeim heimsku er ekkert sam- band milli tungu og heila. - Þú hefur á réttu að standa, sagði ég. - Ég skal ekki taka mark á heimskuhjali, ég skal reyna að verða styrk- ur maður og góður. Þeir eru ekki vondir, það eru engir menn vondir en þeir hafa ekki meira vit, þeir eru aumkunar- verðir. Já, þeir eru engu skynugri en dýrin. Það verður að hjálpa þeim sem ekki skilja þetur. - Ó, Arpad, ef allir væru eins og þú, sagði hann með alvarlegri röddu. - Ef viö lærðum aö hjálpa hver öðrum væri friðsælla á þessari jörð. En - en... Skjölin voru tilbúin, teppa- salinn hélt sínum hluta þeirra, óskaði mér góörar ferðar og góðrar heilsu um alla framtíð. Ég sótti sjónaukann og gekk svo niður að bátnum. Ungur og fátækur ættingi heilsaði mér vingjarnlega. Ég bað hann fyrir tíu silfurpeninga til móður minnar og meö mestu leynd rétti ég honum sjálfum fimm. - Ætti ég að taka við þóknun fyrir að gera þér greiöa, sagöi hann og það var eins og honum sárnaði. - Taktu við peningunum, sagöi ég ákveðinn. - Þú hefur meiri þörf fyrir þá en ég og svo kem ég og hjálpa þér viö uppsker- una, þá getum við talaö betur saman. Þú þarft að fá betri bát og betri net, annars kemst þú ekkert áfram. Vindurinn þar mig léttilega yfir vatnið og geiturnar jörm- uðu þegar ég lenti þátnum. En kyrrðin var þrúgandi. Stjörnurnar á himinhvolfinu og spegilmynd þeirra á vatninu gerðu mér þungt fyrir þrjósti. Ég sem ætíö hafði sofiö eins og steinn á dimmum nóttum bylti mér nú vansvefta í rúm- inu og geiturnar heyrðu þaö, urðu órólegar og fóru að stanga húsvegginn. Ég gat ekki afboriö þetta svo ég gekk nakinn niður að vatnsboröinu, fór út í bátinn og reri aö merkjalínunni við árósinn. Þar var lítið dýpi og ég skóf upp nokkrar skeljar. Og í hvert sinn sem ég kom með höfuðið upp úr vatninu og horfði á mánasigðina og blikandi stjörnurnar fann ég ekki til neinnar gleði yfir perlunum sem ég þó gat breytt í gull- peninga og hjálpað allri fjöl- skyldu minni, bjargað henni frá fátækt og eymd. - Þú ert sjúkur, Arpad, þú ert eins og fábjáni, það er eins og þú hafir meinsemd [ höfðinu, rétt eins og faðir þinn, sagði ég við sjálfan mig. Til hvers var ég að þessu? Ég veiddi fisk allan daginn, rækt- aöi bygg og sótti perlur í djúp- ið, en hvað stoðaði mér það? Ég hafði lánið með mér en samt var ég ekki glaður. Ég hlaut að vera eitthvað veikur en samt var ég frískur eins og fiskurinn í vatninu. Tvö tunglskipti voru liðin og vindurinn frá fjöllunum varð æ svalari. Ég ætlaði að fara morguninn eftir til Bralavan. Teppasalinn bjóst áreiöanlega við mér og fötin mín voru ör- ugglega tilbúin fyrir löngu. Ég breiddi úr netunum og kveið nóttinni löngu sem ég átti í vændum. Geiturnar hoppuðu af gleði þegar ég gaf þeim aukaskammt af byggi. Geitur eru eins og börn, þær stöng- uðu mig og kumruðu af á- nægju. Skuggarnir læddust nú fljótt yfir, frá fjöllunum í vestri. Ég sótti sjónaukann og horfði yfir skarðið sem var langt í burtu. Höllina hans Mívanis gamla bar við himin, ég sá hana greinilega [ sjónaukan- um. Ég horfði líka yfir vatniö og upp að bænum hans Sipos gamla. Þannig hafði ég staðið einn kvöld eftir kvöld þar til sólin gekk til viðar. Þegar ég sneri aftur að hús- inu sá ég ungu stúlkuna koma eftir stígnum. Hún var bein í baki og hnarreist og hélt á pinklinum rauða, rykið lá yfir svarta kjólnum og hún var þreytt. - Svo þú kemur gangandi, kallaði ég og ég gat ekki leynt gleði minni. - Já, ég kem gangandi frá Bralavan, svaraði hún þreytu- lega og reyndi að brosa. Ó, hún var eins og völvan frá skógunum, hátt uppi í fjalli viö Lakem. - Vertu velkomin, komdu þér strax inn. Við skulum borða rétt strax, sagði ég glaðlega og hneigði mig, næstum eins og herramaður. - Kærar þakkir, herra Arpad, sagði hún. - Hvað var með sígaun- ana? - Ég gekk stóran hring utan um bústaði þeirra, þeir sáu mig ekki. - Allir fjallabúar eru hugrakk- ir, hugsaði ég. Hún drakk strax einn bolla af mjólk og settist svo álút á bekkinn undir glugg- anum og lokaði augunum. Ég bar á borðiö dökkt brauö og bygggraut, fisk og kál. - Borð- aðu nú, meöan ég breiði úr síöasta netinu, sagði ég fljótt. - Það er líka þvottavatn í skál- inni. Ég kem bráðum inn og þá borðum við saman. Þú ert þreytt. - Ég er hræðilega þreytt, ég lagði af stað eftir sólsetur í gærkvöldi, sagði hún lágmælt og hallaði sér að steinveggn- um. Þegar ég kom aftur og sett- ist aö borðinu sá ég að hún var töluvert hressari. - Ætlaröu að fara til Lakem? spurði ég. Hún varð alvarleg í bragði, leit niður á boröið. - Ég gat ekki verið hjá móð- urbróöur mínum lengur þegar Afandinn byrjaði að venja kom- ur sínar þangað, sagði hún. - Vildi hann fá þig til s(n? - Já, hann vildi kaupa mig. - Þú ert svo falleg. - Hann býr í Lakem, sá sem ég var föstnuð. - Þú ætlar þá til hans? Hún lyfti höfðinu og leit á mig. - Eg hef engan stað að hverfa til, hvíslaði hún og leit niður á grannar hendur sínar. Þá hrökk út úr mér: - Manja- ne, ég er aðeins fátækur veiði- maður. Ég hef verið sjúkur af þrá eftir þér. Hefur þér aldrei orðið hugsaö til mín? Hún leit á mig svo ég stirðn- aði upþ og rétti mér höndina yfir borðið. - Hvers vegna komstu ekki, Arpad? spurði hún. - Ég hef grátið dag og nótt, ég er orðin gömul og Ijót af gráti. Er ég það ekki? Þá hlógum við bæði svo hátt að geiturnar fóru að stanga vegginn eins og þær vildu reyna að ná tali af okkur. □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + ö + S + + + Æ + + + G + + + + + V A N S K A p A Ð U R + 0 + + + + + A L G E K + A L U R + 0 R + + + + + N V + G 0 L U + R Æ L L T + + + + + G A N G L E R I + p A F A + E I N V A L A + L I T N I N G A R + G L E I D D + M + F A + N A F L I F Y L I N A + H A F + P A 'T’ R ó D + + P + T U N G U T A K + R E + T I F S T A U R S + G A L L + K R ó A + .i + A G N + 4 F U R A + T A P A + M * L A + E I N M U N A + + 0 R G E L + A + F R E Y S + G R I L L + E D A s N A li + Ý K 'T’ + I Ð + E + A S + N + D R E S 5 + ó L S A R I + R + P + + + G R A A G R A T N A R + F E R N L E S I + S A + s T -K K + G E R j A + R A S s K I N N + K A R A R F A R + + M + E R R + U M + R A U Ð A + R + L U M M A + ó M + G A U M I + H A + A R 0 + T 1 L + V A M M S + S N 0 + N + L E T R A + A N i S + S K ú R + D A D D I + F + N A N D + E Y Ð I + + P Ý R A M i D A N N A + G R A L N E I R o S G A R R I + L. B T T + L V A N D R Æ Ð A M A Ð U kI V R A T I 46 VIKAN 17.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.