Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 49

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 49
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: því aö liggja í dimmu her- bergi meö klakapoka á enn- inu og upp í sterk verkjalyf sem draga útvíkkaðar æðar saman. Oft geta lyf gegn þunglyndi hjálþað, ekki vegna þess aö sjúklingurinn sé endilega þunglyndur held- ur vegna þess aö slík lyf draga úr myndun ýmissa ó- æskiiegra efnasambanda í heilanum. Því miður er fátt til ráða fyrir ákveöinn hluta mígrenisjúk- linga en nýtt lyf, sumatriptan, kann aö ráöa bót á einhverju. Kannanir sýna aö allt aö 80 prósent mígrenisjúklinga, sem höföu tekið lyfiö, losnuöu nán- ast alveg viö sársaukann, með litlum sem engum auka- verkunum. KLASAHÖFUÐVERKUR Mígreni og spennuhöfuöverk- ur hrjáir einkum konur en karl- menn fá frekar svokallaðan klasahöfuöverk. Þess háttar verkur á þaö til aö endurtaka sig dag eftir dag í nokkrar vik- ur eöa mánuöi en hverfa þess á milli í hálft ár eða ár. Ástæður klasahöfuðverkjar eru óljósar en verkurinn er mjög svipaður mígreniverkjum þar sem einnig er um aö ræöa útvíkkun og samdrátt æöa. Munurinn er sá að sárs- aukinn er enn meiri. Hann er svipaður því aö vera stunginn í auga, kjálka eöa kinn; annaö augaö getur lamast, flóaö í tárum eða þrútnaö eða önnur nösin orðið algerlega stífluö. Þetta veldur því aö oft er klasahöfuðverkur fyrir mis- skilning talinn ennisholubólga. Þessi köst standa þó sem betur fer sjaldnast lengur en hálftíma til einn og hálfan klukkutíma. Áfengisneysla er þaö sem oftast kemur af staö klasahöf- uðverk. Þó telja læknar að breytingar á svefnvenjum geti einnig komiö þeim af staö. Rannsóknir sýna að versti tíminn er í janúar og í júlí, þegar breytingar á dagsbirtu eru mestar. Ergotamine er lyf sem jafn- ar æðasamdrátt og getur dregiö úr kasti en sterar eða liþíumkolsýrusalt geta, ef tekið er inn strax og von er á kasti, komið algerlega i veg fyrir það. Merkasta nýlega uþþ- götvunin er þó súrefnismeð- ferö. Svo virðist sem hreint súrefni geti af einhverjum enn óþekktum ástæöum slegið á kastið. Því er þaö aö margir sem þjást af klasahöfuðverk hafa á sér lítinn súrefnisgeymi hvert sem þeir fara. AÐRAR ÁSTÆÐUR Ótal óljósar ástæður geta leg- iö á bak við höfuðverk. Viö samfarir spennast vöövar í höföi og hálsi, hjartsláttur verður örari og blóðþrýstingur hækkar. i sumum tilfellum get- ur þetta valdið höfuðverk. Þó er oft nóg viö slíkar aðstæður aö slaka vel á. Sé þetta þrálátt er hægt aö koma í veg fyrir það með því að taka inn bólgueyðandi eöa vöðvaslak- andi lyf fyrir samfarir. Fólk getur fengiö höfuöverk ef þaö er svangt og líka ef þaö er nýbúið aö borða. Al- gengir sökudólgar eru kaldar fæöutegundir á borö viö rjómaís, bragöefnið MSG (mónosódíum glútamat) og mjög saltríkar fæðutegundir eins og pylsur. Oftast er slíkur höfuöverkur daufur og breiöist út um allt höfuöiö. Best er aö forðast þá fæðu sem höfuö- verknum veldur. Læknavís- indin eiga enn eftir aö komast aö því hvers vegna svengd getur valdið höfuöverk en viö því er einfalt ráö aö borða sig saddan meö reglulegu milli- bili. Flestir kannast viö þá gerö höfuöverkjar sem fylgir timb- urmönnum. Besta ráöiö viö slíkum höfuöverk er að taka létta verkjatöflu, drekka mikiö og hvílast. Meö hóflegri drykkju má auövitaö sneiða hjá þessu vandamáli! Þrálát ennisholubólga veld- ur oft höfuöverk, oftast rétt fyrir ofan og neðan augun en meö fúkalyfjum hverfur slík bólga á nokkrum dögum. Þá geta skemmdir í tönnum og bólga í tannrót valdið slæm- um höfuðverk en hann hverfur þegar gert hefur verið viö tönnina. Alvarlegra er þegar höfuö- verkurinn reynist vera vefrænn, það er af völdum sjúkdóms. Slíkur höfuöverkur eru sjaldgæfur en afar ó- skemmtilegur og flestir reikna strax meö því aö ástæöan sé einhver skelfilegur sjúkdómur eins og heilaæxli. Svo er þó sjaldnast en oft er um að ræöa afleiðingar heilablóðfalls eða slagæðagúlps. Viölíka al- varlegur er höfuðverkur sem stafar af áverkum eins og höf- uöhöggi eöa hálshnykk. Þess háttar höfuðverkur líkist oft mígreni. Ef grunur leikur á að höfuöverkurinn sé af þessu tagi skal umsvifalaust leita læknis. Þá er hægt aö rann- saka uppsprettu verkjarins ná- kvæmlega meö sneiömynda- töku og öörum hátækniaðferð- um og leita ráöa. .□ Er ekki kominn tími til að fá sér? ■ Andlitsbað - Unnið úr Repéchage snyrtivörum ■ HúShreinsun ■ Handsnyrtingu ■ Fótsnyrtingu ■ VaxmeSferð eða litun S T 0 F A N . IM • N • BORGARKRINGLUNNI • S: 685535 Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir. Elva B. Ævarsdóttir, Halla R. Ólafsdóttír. VELKOMINA SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR 1 ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 | ► ANDLITSBOÐ ► HÚÐHREINSUN ► LITUN ► PLOKKUN ► VAX-MEÐFERÐ ► FÓTSNYRTING ► FÖRÐUN HULDA SERMEÐFERÐ: JURTAMASKI: f. bóluhúð, f. hóræðoslit, f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð, f. óhreina húð, f. vannærða húð. AUGNMASKI: f. poka og hrukkur. SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GÖT í EYRU HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <p 62 61 62 RMARA- <t HÁRqRE/ÐSMSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.