Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 17

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 17
kiömn Á FORSÍÐUSTÚLKA VIKUNNAR OG WILD KRÝND MÁNUÐI SÍÐAR Stúlkurnar hafa stundaö líkams- rækt f World Class aö undan- fömu og fariö var- lega í fæöuvali. Eina kvöld- stund létu þær þó áhyggjur af kalorí- um lönd og leiö og fóru sam- an út aö borða á Litlu Ítalíu við Lauga- veg. Þær tylltu sér síöan inn á Barrokk á eftir og var þá þessi mynd tekin. ú fer senn að Ijúka þeim tveim forsíðu- keppnum sem Sam- útgáfan Korpus stendur fyrir á þessu ári, annars vegar þeirri sem farið hef- ur fram á síðum Vikunnar í sumar og hins vegar keppni Samúels. Báðum lýkur þeim með glæsileg- um krýningarhátíðum. Forsíðustúlka Samúels og lcelandic Models verður kjörin í Súlnasal Hótel Sögu 23. september næst- komandi en forsíðustúlka Vikunnar og sýningar- samtakanna Wild á Hótel íslandi í byrjun nóvember. í þessari Viku er sjöundi og næstsíðasti keppandinn í síðar- nefndu keppninni kynntur og sá sfðasti birtist lesendum í næstu Viku. Að því búnu verða allar stúlkurnar átta samankomnar í Vikunni ásamt atkvæðaseðli. Það er nefnilega vænst sem mestrar þátttöku lesenda við val forsíðustúlkunnar. Við segj- um nánar frá fyrirkomulagi kosningarinnar og krýningarhá- tíðarinnar síðar. Síðustu tveir þátttakendurnir í forsíðukeppni Samúels eru kynntir í septemberhefti blaðs- ins en krýning sigurvegara fer fram á Hótel Sögu 23. septem- ber sem fyrr segir. Það at- hyglisverðasta við krýninguna er vafalaust að umsjón keppn- innar hefur alfarið verið í hönd- um kvenna, þeirra Hendrikku Waage og Auðar B. Guð- mundsdóttur hjá lcelandic Models. Og ekki nóg með það; krýningin fer fram á konu- kvöldi, lokuðu karlmönnum! Þannig er nú komið fyrir þessu uppáhaldsriti íslenskra karl- manna þegar styttist í að það fagni aldarfjórðungs afmæli. Kynnir kvöldsins verður Sig- rún Waage leikkona. Gestir fá við komuna fordrykk frá fyrir- tækinu Eldur-ís. Boðið verður upp á léttan og góðan mat að hætti Hótel Sögu og verði stillt í hóf eða aðeins 1200 krónur. Miðaverð er 600 krónur í for- sölu en miðana má panta hjá lcelandic Models að Suður- landsbraut 50 í síma 31015 milli klukkan 14 og 17 alla virka daga. Annars er miða- verð krónur 800 sé aðgangur greiddur við innganginn þann 23. september. Kjörnar verða þrjár stúlkur og öðlast þær allar þátttöku- rétt í Hawaiian Tropic keppn- inni sem haldin verður á Flórída síðla vetrar. Er þetta í annað skipti sem Samúel og lcelandic Models senda stúlk- ur til þátttöku í keppninni. Meðal þeirra sem þátt tóku í keppninni í fyrra var forsíðu- stúlkan Laufey Bjarnadóttir, sem síðan var valin til að fara ásamt fjórum öðrum stúlkum Hawaiian Tropic á kvikmynda- hátíðina í Cannes í Frakklandi í sumar. Og á næstu dögum fer hún á vegum keppninnar til Grikklands. Auk þess hefur henni svo verið boðið að koma aftur til Flórída til myndatöku. Það verður því ekki annað sagt en að þátt- taka íslands í keppninni hafi borið árangur. □ Gæða kistur á li ábæru verði 105 ltr. 29.830.-stgr. 213 ltr. 39.805 - stgr. 327 ltr. 45.505,-stgr. 431 ltr. 49.970,-stgr. 521 ltr. 59.945-stgr. 0Bi PFAFF, Borgartúni ekki bara saumavélar TEXTI: ÞÓRARINN JÓN / UÓSM.: BRAGI ÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.