Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 22
▲ Þaö mátti oft hafa hraö- ar hendur í setn- ingunni til aö koma nýjustu fréttum á prent í tæka tíö. Hersteinn og Ásgeir Ingólfsson fyigjast meö loka- frágangi í forsíöu Vísis í prent- smiöjunni. krónur og synir Jakobs Möllers annað eins. Svo voru fáeinir aðrir hluthafar sem koma lítið við sögu. En í janúar 1953 sinnaðist Krist- jáni við Björn og hætti án fyrir- vara. Var ég þá einn ritstjóri í níu ár en Víglundur Möller, skrifstofu- stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, skrifaði leiðara á móti mér við og við. Ég hafði aldrei haft mikinn á- huga á stjórnmálum en nú hög- uðu atvikin því þannig að ég varð einnig að sjá um þann þátt blaða- mennskunnar. Þvi fylgdi meðal annars að sitja reglulega fundi þingflokks sjálfstæöismanna í Al- þingishúsinu og voru þeir á marg- an hátt fróðlegir en hér er ekki á- stæða tii að lýsa þeim. Skömmu síðar gerðist það að iðnveldin fimm, sem ég kalla svo að gamni mínu, Kristján Krist- jánsson í Kassagerðinni, Magnús Víglundsson sem rak nokkur fyrir- tæki, Pétur Sæmundsen síðar bankastjóri, Sveinn Guömunds- son, lengstum kenndur viö Héöin, og Sveinn Valfells, formaður Fé- lags íslenskra iðnrekenda, föluð- ust eftir bréfum Kristjáns og lágu þau á lausu. Þegar eigendaskipti höfðu orðið á þessum eignarhluta í Vísi fór Ólafur Thors þess á leit við mig að ég seldi ekki mín bréf án þess að gefa Sjálfstæðis- flokknum kost á þeim. Hann óskaði hins sama við Möllers- bræður. Féllumst viö allir á þessa málaleitan hans. En það var greinilegt að „iðn- veldin" höfðu hug á aö kaupa fleiri bréf í Vísi. Ég var einn góð- an veðurdag beðinn um aö koma á skrifstofu Fil sem var þá á Skólavöröustíg 3 og þar sátu þeir félagar flestir. Sveinn Valfells hafði orð fyrir þeim og lýsti nauð- syn þess að fulltrúar iönrekenda næðu meiri áhrifum innan Vísis til þess að efla aöstöðu iðnaðarins í landinu. Fór hann að lokum fram á það við mig að ég seldi þeim félögum bréf mín. Ég svaraði þvi til að ég hefði gefið loforö um að selja öðrum bréfin og við það mundi ég standa. Einhver fleiri orö fóru okkar í milli en ég fór skömmu síðar mína leið. Fáein- um dögum síðar hreyföi einn þeirra málinu á nýjan leik og haföi verðmæti bréfanna þá aukist nokkuð en allt fór á sama veg. En brátt gerðist það sem átti eftir að vega þyngst ( sambandi við brottför mína frá Vísi. Björn Ólafsson hafði ekki lengur sama áhuga á blaðinu og áður og á- kvað því að gefa Sjálfstæðis- flokknum hluti sína í því. Ég reyndi að fá hann til að selja mér þá en málið var þá komið á þann rekspöl að ekki varð aftur snúið. Á þessum tíma var mikil valda- barátta innan Sjálfstæðisflokksins eins og allir vita sem fylgdust með stjórnmálum á þessum tíma. Annars vegar var Bjarni Bene- diktsson og hans fylgismenn og hins vegar Gunnar Thoroddsen og hans armur. Ólafur Thors hélt flokknum saman og var nokkurs konar sáttasemjari. Bjarni hafði sitt málgagn, Morgunblaðið, og nú fékk Gunnar sitt tækifæri þar sem Sjálfstæðisflokkurinn átti nú meirihluta I Vlsi. Hann varð sem sé stjórnarformaður blaðsins. Ég hafði aldrei verið aðdáandi Gunnars Thoroddsens og var því ekki réttur maður í ritstjórastól á Vísi. Leiðaraskrif mín voru ekki alltaf í takt við pólitískar áherslur Gunnars Thoroddsens og því var fljótlega settur aðstoðarritstjóri mér við hlið til þess að túlka kenninguna rétt. Ekki batnaði máliö þegar leiöararnir urðu mis- vísandi eftir því hvor ritstjóranna skrifaði þá. Var því taliö nauðsyn- legt aö ég hyrfi á braut frá Vísi. Ólafur Thors var í hlutverki sátta- semjarans og vildi fá mér nýtt starf en ég hafði ekki áhuga á slíkri hjálp og ákvað að bjarga mér á eigin spýtur. Þótt þetta hafi verið talsverð barátta og leiöindi á sínum tíma varð það mér til góös, eins og oft vill veröa, þvi að nokkru síðar stofnaði ég almannatengslafyrir- tæki Ritverk sf. en um það hafði mig lengi dreymt." KJÓRDÆMISBLAD, KVIKMYNDIR OG SITTHVAÐ FLEIRA - Hvað tók svo við þegar þú varst hættur hjá Vísi? „Það var ekki búiö að ganga frá málefnum Vísis og mín þegar mér var þoöiö starf og það var af hálfu tveggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, Sigurðar Ágústs- sonar I Stykkishólmi og Jóns Árnasonar á Akranesi sem voru hinir mætustu menn. Starfiö var að sjá um útgáfu á kosningablaði Sjálfstæðisflokksins í Vestur- landskjördæmi, sem nær frá Hvalfirði vestur I Gilsfjörð. Hafði ég aðsetur í hótelinu á Akranesi og fór víða um kjördæmið til að tala viö stuðningsmenn flokksins og aðra. Við þetta starf naut ég góðrar aðstoðar Sverris Sverris- sonar skólastjóra á Akranesi og Braga Þórðarsonar prentara sem varð síöar umsvifamikill bókaút- gefandi og mektarmaður á Skag- anum. Ég heyröi það haft eftir Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, sem var frambjóðandi í Vest- fjarðakjördæmi, að þetta blað okkar hefði verið besta kjör- dæmablaðið sem gefið hefði ver- iö út af Sjálfstæðisflokknum fyrir þessar kosningar. Meöan ég var enn viöloðandi á Akranesi barst mér starfstilboö frá Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Tók ég því boði þar eð þar réðu menn sem fylgdust með því sem gerðist hjá Reykjavíkur- blöðunum og vissu því vel hvern- ig allt var í pottinn búið. Um það bil sem ég hætti þar á- kvað ég að gera tilraun til að hleypa af stokkunum almanna- tengslafyrirtæki. Þetta var árið 1966 og við hjónin vorum þá ný- flutt í nýtt hús, „inn á beran múr- inn“ eins og oft er komist að orði. Ég efndi samt til blaðamanna- fundar heima þótt aðstaða til þess væri erfið. Þangað komu menn frá útvarpinu og blööunum og tóku þeir allir þessu nýmæli vel. Þetta gekk mjög vel því að margir höfðu þörf fyrir slíka þjón- ustu. Einna erfiðast fannst mér að veröleggja vinnuna þar sem ég vissi ekki við hvað ég átti að miða. Það kom meira að segja fyrir að sumir töldu ástæðu til borga meira en ég setti upp þar sem þeir töldu verðið allt of lágt. Þetta var aldrei hugsað nema sem fjölskyldufyrirtæki en sem dæmi um verkefnafjölda unnum við hjónin oft frá klukkan sjö á morgnana til miðnættis fyrstu árin til þess að fullnægja óskum viö- skiptavina. Á sumrin fengum viö svo aðstoð barna okkar þegar þau voru í skólaleyfum og mikiö var að gera. Eftir þennan blaðamannafund þurfti ég aldrei að auglýsa því að verkefnin streymdu inn. Fyrsta verkefni Ritverks var fyrir Iðnað- armannafélagið í Reykjavík vegna hundrað ára afmælis þess, bæði alls konar skrif og undirbún- ingur á afmælinu. Þá ákváðu danskir eplaútflytjendur að hefja sókn á íslenskum markaði, kost- uðu til þess talsverðu fé og kom landbúnaöarráðherra Dana hing- að til lands í tilefni af þessu. Ég sá um framkvæmdir hér ásamt Sverri Kjartanssyni sem þá rak Auglýsingaþjónustuna við Lauga- veginn. Annað skemmtilegt verk- efni, sem Ritverki var faliö, var að vinna fyrir undirbúningsnefnd hægri umferðar. Síðar kom svo undirbúningur fyrir sjávarútvegs- sýningu - íslendingar og hafið - og söfnun auglýsinga í sambandi við hana og auðvitað margt fleira. Um líkt leyti byrjuðu kvik- myndahúsin að láta setja texta á myndir sínar vegna samkeþþn- innar af hálfu sjónvarpsins og það æxlaðist þannig að þegar Auöunn Hermannsson, forstjóri Laugarásbíós, bað mig aö taka þetta að mér fyrir sig þá fylgdu öll hin I kjölfarið þótt samkeþþni þeirra í millum væri hörð. Kvik- myndahúsin I Reykjavík voru þá átta talsins en þetta varð mér brátt ofviöa svo að ég losaði mig við eitt þeirra. Rétt er að geta þess aö ég var orðinn vanur vinnslu kvikmynda- texta áður en ég fór að vinna fyrir kvikmyndahúsin. Þar var Iðnaðar- málastofnun íslands á undan. Forstjóri hennar var Sveinn Björnsson verkfræðingur, sem nú er forstjóri SVR. Hann lét IMSÍ gera og dreifa fjölmörgum fræöslumyndum um verkleg efni og þýddi ég og flutti skýringar- textana. Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna lét einnig þýða og setja texta á fjölmargar frétta- og fræöslumyndir um margvísleg efni og fór ég margar ferðir til Kaupmannahafnar, þar sem tæknileg vinna fór fram, áður en ég réð mig til stofnunarinnar sem fyrr segir." RITSTÖRF OG ÞÝÐINGAR - Hvað eru það orðnar margar bækur sem þú hetur þýtt? „Ég hef nú ekki tölu á þeim lengur. Ég skrifaöi þetta hjá mér samkvæmt ritaukaskrá Lands- bókasafnsins þangað til fyrir tölu- vert mörgum árum en þá voru þær orðnar meira en þrjú hundr- uð. Eitt árið þýddi ég sjö bækur og Margrét vélritaði þær allar. Þá var tölvuöld ekki gengin í garð. Ég hafði fengið svo slæma sina- skeiðabólgu að ég varð að draga saman seglin við ritvélina og þá fór ég að tala inn á „diktafón". Ég held að ég sé núna með fjórða tækið af þessu tagi sem ég hef átt um dagana. Það fyrsta var af allra elstu gerð og þar var aðalatriöiö hólkur meö vaxi og afspilunin fór fram á öðru stóru tæki. Segulbönd eins við þekkjum þau núna komu ekki á markaðinn fyrr en miklu síðar. Ef ég ætti að nefna einhverjar þeirra bóka sem ég hef fengist við þá er þar á meðal Sjálfsævi- saga Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, eins frægasta ís- lendings sem um getur. Hann var fæddur og uppalinn vestanhafs og bjó þar alla tíð. Hann kom að minnsta kosti einu sinni til íslands og fór þá til dæmis vestur I Mela- sveit en þar var meðal annars kirkjugarður sem sjórinn var smám saman að brjóta og gleyþa. Stóðu sumar líkkistnanna út úr moldinni þar sem sjórinn var ágengastur. Vilhjálmur var mann- fræðingur og vildi framkvæma mælingar á beinum manna en sumir hér hneyksluðust mjög á því að hann skyldi vera að safna mannabeinum til að flytja úr landi! Ég þýddi líka mjög skemmtilega og fróðlega bók eftir danska heimskautakönnuðinn Peter Freuchen. Hún heitir Heimshöfin sjö. Einnig mætti nefna Jörund hundadagakonung eftir Rhys Davis. Var það fyrsta bókin sem Bókfellsútgáfan gaf út og seldist upp á örstuttum tíma. Að lokum er rétt að bæta við Orrustunni um Atlantshafið eftir Donald Mclntyre en hún seldist einnig upp á mjög skömmum tíma. Ég ritstýrði líka nokkrum bók- um í flokknum „Faöir minn...“, til dæmis Faðir minn læknirinn og Faðir minn presturinn sem Skuggsjá I Hafnarfiröi gaf út. Þá skráði ég tvær endurminninga- bækur, annars vegar Lifað og 22 VIKAN 17. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.