Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 18
TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON VIÐTAL VIÐ HERSTEIN PÁLSSON, ÞÝÐANDA OG FYRRUM FRÉTTIN VAR TILBÚIN - AÐEINS BEÐIÐ EFTIR ATBURDINUM SJÁLFUM Hersteinn Pálsson er löngu þjóðkunnur maður á sviði fjölmiðlunar og þýðinga. Undirritaður man eftir honum fyrst sem þýðanda og þul í þáttun- um um fyrri heimsstyrj- öldina sem sýndir voru í árdaga Ríkissjónvarpsins en hann hafði löngu áður skapað sér nafn í íslensk- um fjölmiðlaheimi sem blaðamaður og ritstjóri Vísis. Þótt Hersteinn sé nú kominn á áttræðisaldur er hann enn að, þýðir og vinnur annað tilfallandi og um árabil hef- ur hann séð um þýðingar fyrir kvikmyndahús og enn koma út bækur í þýðingu hans. Það er því vart til það mannsbarn á landinu sem hefur ekki lesið bækur eða texta eftir Herstein, þótt hann hafi ekki veriö eins áberandi í þjóðlíf- inu síðustu árin og í ritstjórnartíð sinni hjá Vísi. Á undanförnum áratugum hef- ur orðið bylting á sviði fjölmiðlun- ar og upplýsingaflæðið slíkt að gildi dagblaða fer þverrandi. Tæknilega séð virðist allt sem hugsast getur orðið framkvæm- anlegt og sem dæmi má nefna að nú er hægt að breyta Ijósmyndum fram og til baka með einföldum tölvuskipunum þannig að sann- leiksgildi þeirra hefur takmarkast til muna. Fjarlægðir eru mældar í sekúndum og daglegt brauð að við fylgjumst með atburðum hin- um megin á jarðarkringlunni í beinni útsendingu um gervihnetti. Þessi þróun er talsmönnum frjálsrar hugsunar og aukins skilnings þjóða á milli að sjálf- sögðu fagnaðarefni en á sama tíma líta blaðamenn rómantískum saknaðaraugum til þess tíma er orðið hafði sterkari merkingu og það var undir árvekni þeirra kom- ið að fréttir af heimsviðburðum kæmust til skila. Ég hringdi til Hersteins á dög- unum og spurði hvort hann hygð- ist rita endurminningar sínar. Hann sagðist hafa hugleitt það þar eð ýmsir hefðu hreyft því við sig en komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekkert merkilegt að segja. Ég vissi að það var fjar- stæða því að Hersteinn er frábær H Þab var margt sem maöur geröi sér til gamans ó þessum ór- um og vorum viö stundum aö glettast viö kollegana ó hinum blööunum, ekki síst Mogganum. ■ Leiöaraskrif mín voru ekki alltaf í takt viö pólitiskar óherslur Gunnars Thoroddsens og þvi var fljótlega settur aðstoðarrit- stjóri mér við hlið til þess áb túlka kenninguna rétt... sögumaður og húmoristi. Ég fal- aðist eftir viðtali og eftir að hann hafði reynt að draga úr mér kjarkinn ákvað ég að fá Margréti Ásgeirsdóttur, eiginkonu hans, til liðs við mig. Sem betur fer brást Margrét á jákvæðan hátt við ósk minni og lét Hersteinn þá tilleiðast. Þau hjónin hafa búið á Seltjarn- arnesi frá því það var lítið og lágt en botninn er löngu dottinn úr þessari vísu Þórbergs. Nokkrum dögum síðar buðu þau mér í morgunkaffi og við tylltum okkur í fallegri stofunni sem er skreytt mál- verkum þjóðkunnra listamanna. Það er með misjöfnu hugarfari sem ég tek viðtöl og í þessu tilfelli ákveð ég að gefa viðmælanda mínum lausan tauminn því að ég sé það á svip hans að ég er enn þá blautur á bak við eyrun í sam- anburði við alla þá reynslu sem hann hefur að baki. Ég spyr fyrst hvort það sé eitthvert sérstakt tímabil á ævinni sem hann hafi hug á að tala um. INNRÁSIN HAFIN „Það var náttúrlega oft ákaflega gaman meðan maður var í blaða- mennskunni. Ég stundaði hana frá 1936 til 1963 og það var mjög margt áhugavert og einnig spaugi- legt sem gerðist. Þrem mánuðum áður en innrás bandamanna á meginlandið hófst undirbjuggum við Vísismenn til dæmis sérstakt tveggja síðna aukablað um hana enda var hún fyrirsjáanleg. Á for- síðunni var kort af Ermarsundi og Norður-Frakklandi, svo og greinar um Dwight D. Eisenhower, sem var yfirhershöfðingi bandamanna, og Gerd von Rundstedt, æðsta mann Þjóðverja í Frakklandi, á- samt myndum af þeim. Yfir var fyr- irsögn með risaletri - INNRÁSIN HAFIN. Og þegar þetta var komið í form vantaði aðeins inngang frétt- arinnar, nánari upplýsingar um stað og stund þegar innrásin hæfist. Eins og ég sagði var þetta und- irbúið með margra vikna fyrirvara og þegar allt var klappað og klárt var ekkert eftir annað en að bíða - eins og herirnir við Ermarsund. All- an þennan tíma vaknaði ég klukk- an fimm á morgnana og hlustaði á nýjustu fréttir í BBC, breska út- varpinu, og aftur klukkan sex. Það var ekki fyrr en 6. júní sem BBC greindi frá því klukkan sex að Þjóðverjar hefðu tilkynnt 18VIKAN 17.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.