Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 34
STIGAGJÖF: Þú færö eitt stig fyrir hvert rétt svar. Ef fleiri en eitt svar telst rétt er þaö vegna þess aö mjög lítið ber á milli. 1. A) er rétta svarið. Meðal- hæöin er 175 cm. Meðalhæð manna hefur almennt hækkað um 2,5 cm með hverri kyn- slóð. 2. Svarið er B). Meðalþyngdin er 78 kíló. 3. B) er svarið því að fyrir fer- tugt er háriö fariö að þynnast á þriðja hverjum karlmanni. Eftir fertugt eru hins vegar tveir af hverjum þremur farnir aö verða ansi sköllóttir. 4. A). Fjórir af hverjum fimm fara oftast í sturtu. 5. B) eða C). Meirihluti þeirra karlmanna sem kaupa galla- buxur eru ungir menn og meöalmittismáliö á þeim bæ er 80 cm. Eldri gallabuxnaað- dáendur af karlkyni mælast aö meðaltali 85 cm um sig miðja. 6. Rétt svar er C). Samkvæmt könnunum segjast um tveir þriðju karlmanna leyna tilfinn- ingum sínum. 7. B) er rétt. Ríflega hálft karl- kynið segist sýna hörku í við- skiptum ef það virðist „nauð- synlegt". HVAD VEISTU MIKIÐ UM KARL- MENN? 8. Rétt rúmlega helmingur karlmanna segist einhvern tíman hafa grátið sig í svefn af ástarsorg svo að svariö er A). 9. Svarið er C). Já, þeir vilja nánari tilfinningasambönd. Gott hjá þeim. 10. Hér eiga bæði A) og B) við. Ríkidæmið virðist ekki ógnvekjandi en einum af hverjum fjórum finnst mjög fallegar konur ógnandi, einn af fimm hræðist þær sem eru skarpgreindar. 11. Flestir karlmenn virðast vera þeirrar skoðunar að ástin sé bónus í rúminu en ekki skilyrði. Rétt svar er því C). 12. Nú á dögum hafa lang- flestir ungir menn lent í því að vera boðið út af konu og þeim finnst það hið besta mál. Aö- eins fjögur prósent upplifa það sem eitthvað óþægilegt. 13. Svarið er A). Sambands- slitum fylgir dapurleiki en fæstir þjást mjög lengi. Aöeins tíu prósent láta slíkt sig engu varða en tuttugu og tvö pró- sent eru mjög framlágir og forðast konur um tíma. 14. Áttatíu prósent karla kom- ast í mikinn ham þegar konan á frumkvæðið að ástarleikn- um og sjötíu og fimm prósent eru hrifnir af æsandi undir- fatnaði svo A) og B) eiga bæði við. Það er hins vegar alveg á bannlista að ræða fyrri elskhuga sína. 15. Svarið er C). Flestum er alveg sama. 16. Hér eiga við A) og B). Þrjátíu og tvö prósent stigu fyrstu skrefin í faömi unnustu eða kærustu, jafnmargir með konu sem þeir þekktu fremur lítið. Aöeins níu prósent gerðu það fyrst meö eiginkonunni á brúðkaupsnóttina og sú tala lækkar stöðugt. 17. Svarið er A). Sjötíu og tvö prósent skemmtu sér konung- lega en tuttugu og átta fóru vonsviknir heim. 18. Aftur er það A). Þremur af hverjum fimm karlmönnum finnst félagi sem sýnir engin viðbrögð draga úr lönguninni eða drepa hana alveg. 19. C). Rúmlega helmingurinn er ófeiminn við að orða óskir sínar í rúminu. 20. Nánast allar kannanir síð- ustu fimmtíu árin benda til þess að karlmenn vilji al- mennt njóta ásta annan hvern dag. Svarið er því B). 21. Aöeins einn af hverjum sex hefur áhyggjur af því að limur- inn sé of lítill. Svarið er því A). 22. Rétt svar er A) því að helmingurinn af karlkyninu er ánægður með ástarlífið, takk fyrir. Tuttugu prósent eru í sjöunda himni - en einn af fjórum segir það ófullnægj- andi eða þaðan af verra. 23. Fótleggirnir hafa yfirhönd- ina hjá sjötíu prósentum karl- manna svo að svariö er B). Helmingurinn tekur líka eftir brjóstunum (en helmingurinn af þeim er hrifnari af litlum brjóstum en stórum). 24. B) er rétta svariö. Tveir af hverjum þremur segjast missa áhugann á kynlífi endrum og eins. 25. Rúmlega helmingurinn tel- ur sig einhvern tíma hafa komið illa fram við eina á- kveöna konu eða konur al- mennt og finnur til sektar- kenndar vegna þess. Rétt svar er C). 26. Svarið er B) því að lang- flestir karlmenn telja sig, með réttu eða röngu, góða elsk- huga. NIÐIIRSTÖÐUR: 20-26 stig: Það er ekki auðvelt að slá ryki í augun á þér! Þú hefur að öll- um llkindum afar raunsæja og skýra hugmynd um lífið og um karlmenn. Mundu bara að ein- staklingar geta verið óútreikn- anlegir - enda er það hluti af dásemdum lífsins. Þú mátt ekki búast við að allir karl- menn í lífi þínu líkamnist af síðum Kinsey-skýrslunnar. 13-19 stig: Þú ert nokkuð vel að þér en almennari og víðtækari þekk- ing á eðli karlmannsins gæti komið þér vel í dagsins önn. Þú gætir reynt að sperra eyr- un og fylgjast með þeim karl- mönnum sem þú umgengst án þess að vera nákomin þeim (til dæmis í vinnunni). Það gæti hjálpað þér að skilja betur ólíkindatólið sem þú ert í nánu sambandi við! 6-12 stig: Þú veist að karlmenn hafa gaman af fótbolta og gráta ekki hömlulaust - en það mætti skrifa bók um það sem þú veist ekki. Getur veriö að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að þú ert alltaf að verða fyrir vonbrigðum með mennina í lífi þínu? Ef þú vissir meira um á hverju þú gætir átt von er síður hætta á því að þú vaknir einn morgun- inn og hugsir með þér: Frá hvað plánetu er hann eigin- lega? 6 stig eða minna: Þú virðist ekki hafa minnstu hugmynd um karlmenn, eðli þeirra og upþlag. Þér hlýtur að líða eins og manneskju sem er neydd til að búa með- al frumstæðrar þjóðar sem hún veit ekkert um! Kannski þú ættir að prófa að leika mannfræðing í smátíma og fræöast kerfisbundiö um þessa ágætu dýrategund. Þá myndirðu kannski ekki vera alltaf svona standandi hissa yfir því sem kærastanum þín- um dettur í hug. □ 34 VIKAN 17. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.