Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 62
I tuðaði eitthvað á spönsku. Okkur fannst þetta allfyndiö en svo kom upp úr kafinu að hann langði í bol eins og ég var í. Þá ósk hans uppfylltum við í snarheitum en héldum síðan áleiöis til bæjar í leit að Ogi. Eftir töluverða leit fund- um við hann þar sem hann var að reyna að semja um sanngjarnt verð við trukkbíl- stjóra nokkurn. HVER ÞARF SVO SEM SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉL? Þegar til Banjos var komið slógum við upp búðum rétt ofan við fjallaþorpið, við heitar uppsprettulindir og skelltum okkur auðvitað í bað. Þar sem flest fötin mín voru orðin býsna skítug var þetta líka kjörið tækifæri til aö þvo af sér garmana. Til aö slá tvær flug- ur í einu höggi rifjaði ég upp þvottatækni sem mikið var notuð í Afríku, það er að segja að skella sér undir bununa i öllum fötunum og skrúbba bara allt heila klabbið - bað- glöðum innfæddum til mikillar furðu og kátínu. Snemma var lagst til svefns þetta kvöld því við ætluðum aö freista þess að komast til landamærabæj- arins Tumbes um miðbik næsta dags og vonandi yfir landamærin til Perú. ÖNGÞVEITI í TUMBES Þrátt fyrir að við legðum snemma af stað jókst um- ferðin jafnt og þétt eftir þvi sem nær dró Tumbes og á endanum var þetta orðið al- gert öngþveiti. Tumbes er reyndar ekkert annað en gríðarstór útimarkaður, aöal- lega tilkominn sökum þess hversu gifurlegur munur er á verðlagi í þessum tveimur löndum. Flest er allt að því helmingi ódýrara í Ecuador en Perú. Þar sem öll umferð var stopp varð úr að Bob og Riff uröu eftir í jeppanum meðan við Ogi freistuðum þess að ganga að brúnni þar sem vel vopnum búnir landamæraverðir stóðu vakt. Þegar þangað kom fengum við þær upplýsingar að ekki væri nokkur von til þess að komast yfir landamærin þann daginn. Eftir að við höfðum sýnt vegabréfin okkar og aðra nauðsynlega pappíra var okkur lofaö öllu fögru um að við kæmumst yfir morg- uninn eftir ef við yrðum nógu snemma í því. Ekki sýndist okkur fýsilegt að dvelja þarna um nóttina sökum mannfjölda, hávaða og síðast en ekki síst gat bókstaflega allur okkar far- angur horfið á augabragði þrátt fyrir læstan bílinn. Viö brugöum þvi á það ráð að snúa við og halda aftur inn f Ecuador í von um að finna kyrrlátan stað fyrir nóttina. Þar sem við uröum að halda okkur eins nálægt landa- mærunum og mögulegt var stönsuðum viö á fyrstu ban- anaplantekrunni sem varð á vegi okkar og spurðum bónda hvort við mættum ekki hafa þar svefnstaö fyrir litinn pening. Ekki tók hann illa í þaö og eftir aö hafa samið um verö fór hann með okkur út fyrir bananaekruna og að áveitulónum sem hann sagði okkur að einnig væru notuð til að rækta rækjur. Ef okkur langaöi í ferskar rækjur sagöi hann að okkur væri velkomið aö kasta út nokkrum netum og sjá hvort við yröum ekki heppnir. Það er skemmst frá því að segja að þremur tímum seinna lág- um viö í kringum eldinn okk- ar alsælir yfir þessari óvæntu og bragögóðu máltíð okkar. STÓRBROTNAR ANDSTÆÐUR Um hálffimmleytiö næsta morgun vorum við síöan komnir til Tumbes og sex tímum seinna - eftir vega- bréfaskoðun og ítarlega leit í jeppanum og farangri okkar - höfðum við Ecuador að baki og í Perú, suður af landamærunum, tók Tum- bes-eyðimörkin viö meö sitt stórbrotna og síbreytilega landslag. Mér fannst henni um margt svipa mjög til Sa- hara i Afríku enda hefur aldrei nokkurn tímann mælst þarna regn og eyðimörkin er algjör, rofin af einstaka ár- dölum sem liggja úr hálendi Andesfjalla. Ef ekki væri fyrir þessa snjóbráð úr háfjöllun- um væri ekki um neina bú- setu að ræða þarna í eyöi- mörkinni en við að koma nið- ur í þessa árdali blasa viö hreint ótrúlegar andstæður - annaðhvort alger eyðimörk eða þéttgrænir árdalir þar sem íbúarnir rækta sykureyr, banana, bómull, maís og hrísgrjón. Eftir að hafa dvalist í hita og vatnsleysi eyöimerkurinn- ar í vikutíma náðum viö því langþráða takmarki aö kom- ast niður að Kyrrahafs- strandlengju Perú. Því fylgir stórkostleg tilfinning að kasta sér til sunds á móti risavöxn- um holskeflum Kyrrahafsins. Þær geröu sér lítið fyrir og gripu mann með ógnarafli sínu, keyrðu með miklum krafti niður í söndugan botn- inn á þessari óendanlegu eyðimerkurströnd. □ 1 "i cr te | “" 1 "1 Wi <4L & / ofmF fitli uhft HuÐ- LiK/bi R. Klett- f\K- útt/lkj EídfJfíST At/tT- óuKT > Z FuáL UaMPP- UHÍA//J Kf\K L- FU6.L- A/JR 5TÍ/J6r Ö/lKÓ STo W Cx í * > > RdPTu/h OK'íkk. / > ' > HLES > 3 ? t t (\TA > ms V SÍ.TU.K'1 s'rtru. Vu&lL/L/L ME-S > V // > mz $ Tóm^ / z 3 V s 6 ? e tn'ALMt s 62 VIKAN 17.TBL. 1993 Lausnarorð í síðasta blaði: BRATTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.