Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 23
leikið eftir Eufemíu Waage móð- ursystur minni en hin var Siggi flug þar sem Sigurður Jónsson, fyrsti íslenski atvinnuflugmaöur- inn, skýrði frá ævi sinni. Ég las einnig oft upp f útvarp og af þessu sést að ég hafði mörg járn f eldinum og skorti mig aldrei verkefni." Margrét hefur ekki setið að- gerðalaus á meöan við höfum verið að spjalla og er búin að þekja borðstofuborðið með tert- um og smurðu brauði eins og um stórveislu sé að ræða. Hún býður mér glæsilega tertu en ég segist ekki kunna við að skera í ósnerta tertuna. Hún segir mér að vera ekki feiminn við það og Hersteinn bætir við að hún geti bara bakaö upp í skarðið á eftir. Talið berst aftur að tímanum á Vísi. „Já, það komu margir góöir menn á Vísi í gamla daga, meðal annars Kjarval, en í eitt skiptið fór ég til hans til að taka viðtal í tilefni af sextíu og fimm ára afmæli hans. Ég sat og punktaði niður því að maður hafði ekki segulbands- tæki í þá daga og ég sá að hann var eitthvað að rissa á meðan ég var að tala við hann. Svo gerist það nokkrum dögum sfðar að hann kemur og færir mér málverk. Þá hafði hann verið að teikna and- litsmynd af mér á meðan við töluð- um saman og var nú búinn að gera málverk eftir teikningunni." LEIKID Á SVIÐI OG JAFNVEL í KVIKMYND Ég spyr hvort Hersteinn hafi ekki fengist eitthvað viö leiklist endur fyrir löngu. „Jú,“ svarar hann og brosir við. „í því efni á ég sjötíu ára afmæli á næsta ári. Árið 1924 kom nefnilega hingað kvikmynda- tökuflokkur frá Nordisk Film í Kaupmannahöfn og var tilgangur- inn aö taka upp kvikmyndagerð af skáldsögunni Höddu Pöddu eftir Guðmund Kamban. Mynda- takan fór að nokkru leyti fram í Hafnarfjaröarhrauni og ég var meðal nokkurra krakka sem voru hafðir til uppfyllingar. Ég hafði grobbað af því að ég hefði leikið í þessari kvikmynd og fjöiskyldan beið í ofvæni eftir aö sjá „stjörn- una“. Þegar Sjónvarpið sýndi hana fyrir nokkrum árum kom á daginn að ég sást aö vísu en aö- eins aftan frá en ég þekktist hins vegar á Ijósum kolli. Lengri varð minn kvikmynda- ferill ekki en ég lék hins vegar í Menntaskólanum og í fáeinum leikritum hjá Leikfélaginu bæði áður og eftir að ég var búinn í Menntaskólanum. Satt að segja var það mér fjötur um fót að ég var mjög feiminn og við feimnina losnaði ég raunar ekki fyrr en árið 1953 þegar ég var tíu vikur einn á ferð um Bandaríkin. Margrét kona mín segir að vísu að ég sé leikari í daglegu lífi en þú skalt taka því með fyrirvara." Það er komið vel fram yfir há- degi og kominn tími til að kveðja enda bíða verkefnin eftir Her- steini sem enn skilar fullum vinnudegi og vel það. □ NYTT TÖLUBLAÐ Á 600 SÖLUSTÖÐUM LITIR OG rORNt HJÁ UNGU FÓLKI L HEIMILI EFTIR 14 ^ÁUt ENDURBÁ1 fk- iNNRÉrriNGAR PÚ GETUR EKKI VERID ÁN HUSA & HIBYLA ÁSKRIFTAR- OG DREIFINGARSÍML 813122 STIGAR LYFTUR HURÐIR GLERLIST SKÚLPTUR MYNSTURMALUN SAMÚTGÁFAN KORPUS HF 17.TBL. 1993 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.