Vikan


Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 32
? HVAD VEI MIKIÐ UM 7 KARLMEN.I? egar nokkrar góðar vin- konur hittast og spjalla berst talið oft að þeirri sérkennilegu dýrategund sem við köllum karlmenn og telst vera tæplega helmingur jarð- arbúa. Við getum ekki verið án þeirra en stundum finnst okkur að við getum heldur ekki verið með þeim. Karl- menn eru svo - ja, eitthvað svo pirrandi stundum. Þeir haga sér bara alls ekki eins og þeir ættu að gera (lesist: eins og okkur finnst að þeir ættu að gera)! Nú síðustu árin hefur mikið verið rætt um breytta og þokukennda sjálfsmynd karl- manna, í kjölfar kvenfrels- isumræðu og stórfelldra breyt- inga á stöðu kvenna og karla, jafnt í atvinnulífi sem einkalífi. Og við erum allar gasalega skilningsríkar og segjum við hver aðra - og strákagreyin - að „jú, jú, auðvitað megi karl- menn gráta, bara láta það flæðal" Ætli við meinum þetta virkilega allar? Viljum við að karlmenn gráti? Á hvaða for- sendum viljum við það? Jú, væntanlega af því að við ger- um ráð fyrir að þeir vilji sjálfir fá opinbera yfirlýsingu þess efnis að nú sé þeim heimilt að skæla í kór með börnunum yfir Bamba á þrjúbíói. Kannski vitum við samt of lítið um karlmenn til að koma með slíkar fullyrðingar. Veist þú til dæmis hvort karlmenn vilja almennt hafa slökkt eða kveikt á meðan þeir njóta ásta? Það er auðvitað ekki hægt að ganga á röðina og spyrja alla - en það er hægt að fræðast heilmikið um karl- menn af þeim fjölmörgu rann- sóknum og könnunum sem gerðar hafa verið til að varpa Ijósi á sálarlíf og tilvist hins venjulega vestræna karl- manns. Svörin í þessu litla prófi eru fengin úr virtum ritum eins og Hite-skýrslunni um kynhegðun karla eftir Shere Hite, Kynhegðun karla á átt- unda áratugnum eftir Morton Hunt, Karlar og kynhvöt eftir Alfred C. Kinsey og fleiri og Goðsögnin um karlmanninn eftir Anthony Pietropino og Jaqueline Simenauer. Nú getur þú prófað sjálfa þig. Hvað veist þú mikið um HANN? o • 1. Hver er meðalhæð hans? A) 175 cm. B) 180 cm. C) 183 cm. 2. Hver er meðalþyngd hans? A) 72,5 kíló. B) 78 kíló. C) 82,5 kíló. 3. Hversu hærður er hann? A) Hann hefurfullan hárvöxt. B) Hann hefur hár en það er að þynnast. C) Hár hans hefur þynnst svo mikið að hann er að verða al- veg sköllóttur. 4. Hvernig finnst honum best að þrífa sig? A) Hann fer í sturtu. B) Hann fer í bað. C) Hann fer fyrst í bað en skolar sig svo undir sturtunni. 5. Hvert er mittismálið á gallabuxunum hans? A) 75 cm. B) 80 cm. C) 85 cm. 6. Hvernig bregst hann við tilfinningum eins og dapur- leika og sárindum? A) Mikill meirihluti karlmanna byrgir inni slíkar tilfinningar og felur þær, jafnt fyrir sjálfum sér sem öðrum. B) Nú á dögum geta karlmenn talað tiltölulega opinskátt um tilfinningar sinar. C) Tveir af hverjum þremur fara að öllu jöfnu leynt með til- finningar sínar. 7. Sýnir hann miskunnar- leysi og hörku í sókn sinni eftir starfsframa? A) Nei, það er úrelt viðhorf. Það er í mesta lagi einn af hverjum tíu karlmönnum sem enn hefur þetta viðhorf. B) Helmingur karlmanna er fær um að sýna hörku, jafnvel grimmd ef svo ber við. C) Langflestir karlmenn sýna einhvern tíma á starfsferli sin- um hörku og miskunnarleysi ( starfi. 8. Hefur hann einhvern tíma grátið endaiok ástarsam- bands? A) Já, næstum allir karlmenn skæla í koddann sinn að minnsta kosti einu sinni á æv- inni. B) Helmingurinn af karlkyninu hefur grátið við sambandsslit. C) Aðeins einn af hverjum fjórum karlmönnum fellir yfir- höfuð tár, hvort sem er vegna sambandsslita eða einhvers annars. 9. Hvernig upplifir hann náin persónuleg sambönd? A) Flestir karlmenn vilja á- kveðna tilfinningalega fjar- lægð og hleypa ekki öðrum of nálægt sér - annars finnst þeim sér vera íþyngt. B) Hann er bara ánægður með þau tengsl sem eru til staðar milli para nú á dögum. C) Hann vill nánara tilfinn- ingasamband við maka sinn. o • 10. Hvaða gerð kvenna finnst honum yfirþyrmandi eða ógnandi? A) Fallegar konur. B) Mjög greindar konur. C) Ríkar konur. 11. Hversu náin tengsi finn- ast honum vera milli ástar og kynlífs? A) Hann lítur á þetta sem al- gerlega tvennt ólíkt. Gott kyn- líf er allltaf gott kynlíf, sama hvort ást er fyrir hendi eða ekki. B) Kynlif verður aldrei full- komið án ástarinnar. C) Ástin gerir kynlífið betra en er ekki skilyrði fyrir fullnægj- andi kynlífi. 12. Hver eru viðbrögð hans þegar kona býður honum út á stefnumót? A) Honum finnst það frábært. B) Honum finnst það allt í lagi endrum og eins. C) Honum finnst það óþol- andi. 32 VIKAN 17.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.