Vikan - 26.08.1993, Blaðsíða 16
Það má með sanni segja
að maðurinn sé ferðalangur
mikill vegna þess að hann
hefur lagt í langar og erfiðar
ferðir með vini sínum Max
Schmid og hafa þeir kannað
lönd, tekið Ijósmyndir og flutt
fregnir þegar heim er komið.
„Ég hitti Max hér á íslandi.
Ég var á ferðalagi og kom í
Hvftárnesskála við Hvítárvatn.
Þar sá ég mann með mikið
Ijóst hár og skegg og hélt að
ég sæi hinn eina sanna ís-
lending. Þá var það bara
Austurríkismaður sem fengið
hafði starf sem skálavörður
þarna. Það var svo mikill
draugagangur þar að enginn
annar vildi starfið."
Þeir félagar lögðu í langa
ferð fyrir tveimur árum og fóru
til frönsku eyjarinnar Kergu-
elen sem liggur nálægt suður-
heimskautsbaug. Þangað er
sextán tíma flug og viku sigl-
ing. Eyjan er óbyggð og dvelj-
ast þar aðeins vísindamenn
við rannsóknir og er konum
bannað að koma til eyjarinnar.
„Við dvöldumst í fimm vikur
á eynni og skoðuðum allt sem
við gátum komist yfir. Á eynni
eru margir staðir sem geta
verið hættulegir. Mosi hefur
vaxið yfir vatn, græni liturinn
blekkir og menn halda að fast
sé undir fótum. Það verður að
fara varlega þarna þvf hættur
liggja í leyni.“
Venni talar mjög góða ís-
lensku. Það heyrist að hann
er útlendingur en orðavalið er
svo fjölbreytt að það er næst-
um því fyndið að hlusta á
hann segja frá. Hann er í ís-
lenskum lopasokkum og
sandölum og blágræni jakkinn
hans minnir á málverk.
Viðtalið fer fram á fyrstu
málverkasýningu hans hér-
lendis í Galleríi 11 við Skóla-
vörðustíg. Gamlir vinir líta inn
og Venni gefur sér góðan tíma
til að spjalla um gamla daga
eða um myndirnar sem eru
margar hverjar náttúrulýsingar
frá ferðum hans um óbyggðir,
hér á landi og erlendis.
„Ég er engin mannafæla,
ég fíla stórborgir en það er
þetta nakta land sem ég sæki
í, vil fá að sjá hvernig náttúran
vinnur, sjá hvernig hún breyt-
ist í Ijósi og skugga, sama
landslagið tekur á sig nýjar
myndir og þetta reyni ég að
sýna í myndum mínum. Að
fljúga yfir landið og sjá form
og liti - svona vinn ég.“ Venni
sýnir mynd sem hann hefur
málað á báðar hliðar. Þær eru
ólíkar og svo bregður hann
Ijósi á myndina og breytast þá
báðir fletirnir við það.
Gestabókin liggur á borðinu
og þegar að er gáð kemur í
Ijós að Venni býr sjálfur til
þær bækur sem hann notar.
Þegar hann málar úti í náttúr-
unni notar hann skissubækur
til að draga upp myndir.
„Já, ég á heilu ferðirnar í
bókum. Ég vinn ofsalega
hratt, mála mikið með kín-
versku bleki og svo fullvinn ég
myndirnar þegar heim er
komið. Núna er ég að fara út í
Hrísey. Þar reyni ég að vera á
hverju sumri. Húsið mitt heitir
Hámundarstaðir og átti að
nota það fyrir slökkviliðsæf-
ingu en það hafði brunnið fyrir
mörgum árum og var ekki í-
búðarhæft. En svo vorum við
nokkrir vinir sem keyptum það
og hófumst handa um að gera
það íbúðarhæft og núna er
þetta hið ágætasta hús.
Einnig var stofnað Styrktarfé-
lag Hámundarstaða en í því
eru vinir sem hjálpa til við að
dytta að húsinu og fá afnot af
því í staðinn. í fyrsta sinn sem
ég kom til Hríseyjar fór ég á
þorrablót og endaði með því
að jóðla fyrir eyjarskeggja og
eftir það urðum við vinir og
hafa Hríseyingar alltaf reynst
mér vel.“
Venni er efni f mörg viðtöl
en eitt verður látið nægja að
sinni. Ég bið hann að segja
frá eyjunni köldu, þar sem
konur fá ekki landvistarleyfi
og þar sem landslagið minnir
á landið okkar.
„Stærsta upplifunin á þess-
ari eyju var að sjá óspillt dýra-
líf, þar sem dýrin treystu
manni og komu óhrædd og
forvitin til að skoða gestinn,
gogguðu varlega í mann og
athuguðu viðbrögðin. Þarna
voru villtar kanínur og mör-
gæsir, risaalbatrossar og
sæfílar. Þetta er mér minnis-
stæðast frá eyjunni Kerguelen
sem á einstakan hátt minnir
mig á ísland.” □