Vikan


Vikan - 20.04.1995, Síða 14

Vikan - 20.04.1995, Síða 14
FOSTURLAT taka þær svo langan tíma að jafna sig að þeim liggur við að gefast upp. Þeir eru hins vegar nánasti stuðningsaðili kvennanna og séra Bragi segir að stuðningur þeirra geti hjálpað konunum að komast fyrr í gegnum þessa reynslu. STUÐNINGSVIÐTÖL Séra Bragi segir að þeir sem missa fóstur, og þá er átt bæði við konuna og karl- inn, ættu að fara að minnsta kosti í eitt stuðningsviðtal. „Það er til að fólk fái þriðja aðilann til að ræða við auk þess sem það fær viðhorf hans, fræðslu og stuðning sem ég held að sé grund- völlur fyrir áframhaldið. Stuðningsviðtölin felast í því að fólk fái að tjá sig um það sem hefur gerst og finna ein- hvern farveg fyrir tilfinninga- reynsluna. Stuðningsaðili getur oft opnað fyrir umræðu á milli foreldranna sem vita ekki hvernig þeir eiga að nálgast hvort annað. Einnig er þeim sagt við hverju þeir megi búast og þeim er bent á frekari stuðningsúrræði ef þess þarf með. Þörfin fyrir nálægð er mikil en fyrst á eftir á fólk jafnvel erfitt með að snerta hvort annað. Ég . tala nú ekki um kynlíf sem ■ Það að fara í gegn- úm þessa reynslu, fara í gegnum hluta af meðgöngu sem endar í fósturláti, getur breytt lífi fólks. Það tekur ekki lífið sem gefið á sama hátt og það gerði áður. getur verið stórt skref fyrst á eftir. Eftir fósturlát verða sumar konur þunglyndar og þær geta átt í erfiðleikum með að vera innan um smá- börn vegna þess að það ýtir við sársaukanum. Einnig getur verið erfitt að hitta ófrískar vinkonur, fara inn á sjúkrahús eða hitta starfsfólk sjúkrahússins á förnum vegi. Það þarf ekki mikið til að setja allt af stað aftur. Ef konan verður aftur ófrísk getur hún orðið hrædd við að missa fóstrið á nokkurn veginn sama tíma. Óttinn fylgir nefnilega þeim með- göngum sem koma á eftir. Þess vegna er oft ekkert síð- ur nauðsynlegt að fá stuðn- ing þegar þær ganga með það barn.“ „ÞÚ VERÐUR BARA ÓFRÍSK AFTUR" Margir skilja ekki þá sorg sem fólk upplifir eftir fóstur- lát. „Skilaboðin í samfélag- inu eru oft skrítin. Það er gert mjög lítið úr þessari reynslu og oft er sagt við mæðurnar: „Þú ert ung og hraust og verður bara ófrísk aftur. Þetta er ekki það stór atþurður að þú þurfir að vera að hugsa um hann frekar." Þetta eru algeng viðbrögð sem þýðir að foreldrarnir byrja að einangrast og draga sig í hlé vegna þess að þeir finna fyrir ákveðnum sárs- auka. Þeir loka á þá mögu- leika að sækja stuðning til þeirra sem segja svona lag- að. í samfélaginu er lítið gert úr fósturláti sem er dæmi- gerð forboðin sorg. Og fólk sem gæti orðið til þess að styðja foreldrana sendir oft þau skilaboð að það sjái ekki ástæðu til þess að við þenn- an atburð sé dvalið." BEÐIÐ EFTIR SÁLINNI Séra Bragi segir að sam- félag okkar hafi mjög lítinn tíma fyrir úrvinnslu. „Það er eins og sorgarferlið eigi að vera unnið í akkorði. Fólk hespar af reiðina, doðann og sektarkenndina. En það gengur bara ekki þannig. Ég hef alltaf líkt þessu við manninn sem var að fara frá Indlandi til New York. Þegar hann lenti í New York settist hann niður á flugvellinum til að bíða eftir sálinni. Það er góð mynd af því hvernig á að bregðast við sorg. Það á að bíða eftir sálinni og gefa tilfinningunum tíma. Það að fara í gegnum þessa reynslu, fara í gegn- um hluta af meðgöngu sem endar í fósturláti, getur breytt lífi fólks. Það tekur ekki lífið sem gefið á sama hátt og það gerði áður. Þetta knýr það til að spyrja sig ákveðinna spurninga. Ef það reynir að finna einhver svör má vel vera að það leiði til einhvers þroska eða aukins innsæis. En ef fólk afneitar reynslunni, ýtir henni frá sér og segir að hún sé sár og að það vilji ekkert rifja hana upp, þá er eins víst að minn- ingarnar komi upp einhvern tímann seinna.“ □ STUÐNINGS NAUÐSYW / igrún er tuttugu og fimm ára Akureyring- ur. Hún er í sambúð og á þriggja ára dóttur. Fyrir fimm árum missti hún fóstur eftir tveggja mánaða með- ■ Eftir þessa reynslu finnst Sigrúnu ekki vera eins sjálf- gefið að eiga börn. „Mér finnst ennþá sárt að hugsa til barnsins sem við misstum. Ég mun aldrei gleyma því og stundum hugsa ég um hvernig það mundi líta út. göngu. Á laugardagskvöldi byrjaði að blæða og hringdi hún á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. „Ég var ekki með neina verki en ég var iögð inn og gefnar verkjatöflur til vonar og vara. í sónar sást að fóstrið var dáið. Einnig fékk ég svefntöflur til að róa mig niður. Á mánudeginum var ég svo skröpuð.“ Unga parinu fannst það vera eitt í heiminum. „Okkur fannst við vera þau einu sem hefðu lent í þessu. Ég var fjóra daga á sjúkrahúsinu en mér var ekkert boðið upp á stuðningsviðtal. Ég hefði nefnilega þurft á því að halda. Fyrstu nóttina var þó Ijósmóðir sem stappaði í mig stálinu þegar mér fannst allt vera ónýtt. Ég gat eiginlega ekkert talað um þessa reynslu fyrr en ég hafði eignst dóttur mína rúmu ári seinna." Ekki er vitað hvað olli fóst- urlátinu. Ungu foreldrarnir vissu ekki hve fósturlát eru algeng og faðirinn fór því í blóðprufu til að athuga hvort það væri eitthvað sem kæmi í veg fyrir að þau gætu átt barn saman. Sigrúnu var ráðlagt að verða ekki ófrísk á næstu mánuðum en að frumkvæði þeirra beggja kviknaði nýtt líf fjórum mánuðum eftir fóstur- missinn. „Það er alltaf sagt að mesta hættan sé á fyrstu tólf vikunum. Fyrir mér voru þær víti. Ég þorði varla að hreyfa mig og var mjög óör- ugg-“ Eftir þessa reynslu finnst Sigrúnu ekki vera eins sjálf- gefið að eiga börn. „Mér finnst ennþá sárt að hugsa til barnsins sem við misstum. Ég mun aldrei gleyma því og stundum hugsa ég um hvernig það mundi Ifta út. Þótt við eigum dóttur finnst okkur við hafa misst frum- burðinn." HJARTAGALLI BREYTTI ÖLLU Anna er tuttugu og þriggja ára og býr í Hafnarfirði. Hún er nýgift og á átta mánaða gamla dóttur. Einu ári áður en hún fæddist fékk Anna þá staðfestingu eftir að hafa far- ið í sónar að barnið oem hún átti þá von á myndi fæðast með alvarlegan hjartagalla. Hún var komin tæpa fimm mánuði á leið og læknarnir töldu bestu leiðina vera að framkalla fæðingu. Loka- ákvörðunin var þó í höndum Önnu og mannsins hennar. Þau vissu að þótt hún gengi áfram með barnið væru litlar líkur á að það mundi lifa lengur en í tíu daga. Og þótt það yrði sent í hjártaaðgerð væru litlar likur á að hún tækist. Ungu hjónin hugsuðu sig ekki lengi um. Þeim fannst réttast að hún fæddi barnið strax og töldu að því fyrr kæmust þau yfir missinn. Rannsókn var gerð á fóstr- inu og staðfesti hún grun læknanna um alvarlegan hjartagalla. Anna á góða að og fékk hún mikinn stuðning frá eig- 14 VIKAN 4. TBL. 1995
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.