Vikan


Vikan - 20.04.1995, Page 22

Vikan - 20.04.1995, Page 22
w ► KYNDI- TFXTIr ÞÓRIJNN HFIGADÓTTIR Þegar kynlífsbylting 7. úratugsins gekk í garð fóru skyndikynni að þykja sjálfsögð. Það, sem áður var bannað, varð nú leyfilegt og menn fœrðu sér ástandið óspart í nyt. Frjálsar ástir voru í hávegum hafðar og ekki þótti tiltökumál að rekkjunautarnir vœru margir og misjafnir. Vera má að eitt- hvað hafi dregið úr fjölda rekkju- nauta nú á allra seinustu árum með tilkomu umræöu um kynsjúkdóma og eyðni. Samt sem áður er stór hópur fólks sem stundar skyndikynni af kappi. Aðrir sleppa fram af sér beisl- inu einstöku sinnum jafnvel aðeins einu sinni eða tvisvar um ævina. Það verður nú að segjast eins og er að meirihluti Vesturlandabúa, sem komst á kynþroskaaldurinn eftir kyn- lífsbyltinguna, hefur tekið þátt í skyndikynnum af einhverju tagi. Allt frá kossum og keleríi upp í ástríðu- heilar hótelnœtur. Margir lenda í slík- um œvintýrum á unglingsárum en finna sér svo maka og hœtta öllu flandri. Aðrir halda áfram eins lengi og þeir geta og gera kynlífið jafnvel að listgrein og metnaöarmáli. VEIÐISTAÐIR Sjálfsagt getur hvaöa staö- ur sem er boðið upp á möguleikann á skyndikynn- um þó aö skemmtistaðir séu vinsælasta markaðstorgið. Tjaldstæði og útihátíðir fylgja fast í kjölfarið. Sömuleiðis líkamsræktarstöðvar og sund- laugar. Viðhorf almennings til staðarins ræður miklu um hvernig menn hegða sér. Á skemmtistöðum þykir til dæmis eðlilegt að ókunnugt fólk gangi upp að hvort öðru og bjóði í glas eða spyrji að nafni. Samskonar hegðun þykir hins vegar fullkomlega fáránleg undir öðrum kring- umstæðum. Við ávaxtaborð Hagkaups: „Fyrirgefðu, fröken, má bjóða þér upp á appelsínu?" Á stoppistöðinni: „Hvað seg- irðu um að taka einn hring með leið 3? Ég splæsi." A tanniæknabiðstofunni: „Ég býð eina fyllingu á línuna!" Óneitanlega rómantísk hug- mynd. Þó að þetta sé ekki algeng hegðun í þjóðfélagi okkar þá eru þessir staðir kjörnir fyrir ofuriítið daður og fantasíur. Augu mætast þegar kerrurn- ar sigla fram hjá hvor ann- arri. Myndarlegi maðurinn hjá súkkulaðikexinu gæti gert út af við þig. Þú staldrar ofurlftið lengur í hrökk- brauðsdeildinni en þörf er á til þess að njóta þessa ynd- islega rakspíra. Enginn skaði skeður. Jafnvel þótt hann sé með fulla kerru af börnum. KANAR OG ÍTALIR Það að skemmtistaðir og útihátíðir séu vinsælasti vett- vangur skyndikynna á fyrst og fremst við um íslendinga. Karlmenn ýmissa annarra þjóða virðast duglegir við að nýta sér tækifæri sem gefast til aö fara á fjörurnar við kvenfólk án tillits til staðsetn- ingar. Ég man t.d. eftir Frakka, sem reyndi að manga til við mig í dyrunum á Reykjavíkurapóteki á miðj- um vinnudegi, og Amerík- ana, í mjólkurdeildinni í Hag- kaup. Reyndar er það svo að í Bandaríkjunum eru stór- markaðir orðnir vinsælir kynningarstaðir. Meira að segja hefur ein verslunin tekið upp á því að hafa sér- stök kvöld fyrir einhleypa. Eru þá ýmis tilboð á rómant- ískum vörum í gangi, Ijósin dempuð og þægileg tónlist ómar í hátalarakerfinu. Ein- hleypt fólk getur því mætt á staðinn, hitt einhvern við kjötborðið, fengið steik og rauðvín á tilboði og brunað svo heim með fenginn. ítalir virðast láta sig engu skipta hvar eða hvenær þeir leita eftir ástum við kvenfólk. Vinsældir skandinavískra kvenna á Ítalíu eru hreint með ólíkindum. Kona nokkur sagðist njóta þess öðru fremur að fara þangað því að í hvert skipti, sem hún hreyfði sig, myndaðist skrúð- ganga af að minnsta kosti tíu karlmönnum á eftir henni. Enda virðast Ijóst hár og blá augu vera einhvers konar stöðutákn í þessum heims- hluta. ÚTLENDINGAR í KYNLÍFSFERÐUM Á ÍSLANDI Um daginn var ég stödd á virðulegu kaffihúsi hér í borg á föstudagskvöldi. Nokkrir Belgar á aldrinum 25-35 ára gáfu sig á tal við mig. Þeir tjáðu mér að þeim hefði ver- ið sagt í Belgíu að á íslandi væri ekkert mál að ná sér í 3 stelpur á dag. Þeir spurðu mig hvaða líkur ég teldi á að það heppnaðist, það þyrftu nú kannski ekki endilega að vera þrjár — ein væri svo sem alveg nóg. Ég lagði til að þeir gengju á röðina og spyrðu. Ekki gat ég séð að þeir hefðu árangur sem erf- 22 VIKAN 4. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.