Vikan


Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 31

Vikan - 20.04.1995, Qupperneq 31
hver maðun Foreldrarnir voru orðnir þreyttir á þessum barnaskap drengsins en leit- uðu svo loks til miðils. Miðill- inn sagði þetta rétt hjá drengnum. Guðrún segir sögu drengsins ekki vera einsdæmi og segir hún að börn séu oft skyggn. For- eldrarnir taka þó sjaldnast mark á börnum sínum. ÖNNUR SJÓNARHORN Kirkjunnar menn og for- svarsmenn trúfélaga hafa líka nóg að starfa. Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, er einn þeirra sem stundum er leitað til vegna óróleika í húsum. Hann segir það vera ill öfl sem valdi reimleikum í húsum eða ásæki fólk. Gunnar segir þetta vera skipulagðan her illra anda, með Lúsifer við stjórnvölinn, einnig geti þetta verið sálir sem gjöri ekki iðrun fyrir lík- amsdauðan. Þær ná ekki til Ijóssins og frelsunarinnar og geta því ásótt menn. Þessir andar hafa þau áhrif á fólk að það á erfitt með svefn, hefur slæmar draumfarir, börn verða mjög óvær, það læðist ótti að fólki og það finnur til vanlíðunar og þyngsla. Þessir illu andar geta líka lagst á fólk og þá er það haldið illum anda. Gunnar segir að þegar slíkt gerist verði mikil persónu- breyting og menn taki stakkaskiptum. Hann hefur hreinsað fólk sem hefur orð- ið fyrir slíku. Hreinsunin get- ur verið erfið og stundum engist fólk sundur og sam- an. Gunnar telur bænina og trúna á Guð vera verndandi fyrir fólk. Hann gagnrýnir miðla og telur þá vera á rangri braut. í Biblíunni er lagt blátt bann við að haft sé samband við andans heima og því eigi miðlar yfir höfði sér reiði Guðs. Kaþólska kirkjan er á sömu skoðun og bannar allt samband við miðla og aðra slíka starfsemi. Þrestar kaþ- ólsku kirkjunnar eru oft beðnir um að blessa hús, sérstaklega ef fjölskyldur eru að flytja inn í þau ný. Þá er notað vígt vatn og bænir til verndar freistingum djöfuls- ins. Fólk er oft hrætt, sér- staklega ef sjálfsmorð hefur verið framið í húsi, og biður um vernd. Kaþólska kirkjan kennir að eftir líkamsdauð- ann fari sumir beint til Guðs. Aðrir fari í eins konar hreins- un áður en þeir ná til Guðs og hægt sé að hjálpa þeim sálum yfir með bæninni. Svo eru þeir sem lenda hjá Kölska. Andsetning er líka möguleiki og í þeim tilvikum eru prestar fengnir til að særa út illa anda. AUSTRÆN DULSPEKI Guðspekifélagið er alþjóð- legur félagsskapur, stofnað- ur í New York 1875 og starf- ar í deildum um allan heim. Deildarforseti þess á íslandi er Einar Aðalsteinsson. Hann segir að við stofnun fé- lagsins hafi verið safnað saman ýmsum kenningum, einkum úr austrænni dul- speki og þær kynntar í hin- um vestræna heimi. í aust- rænni dulspeki eru uppi nokkrar kenningar um yfir- skilvitleg fyrirbæri. Það er einkennandi fyrir þau að birtingarformið er aldrei annað en það sem manneskjan trúir á. Ef um trúarlega reynslu er að ræða sjá kristnir menn Jesú eða Maríu mey, indiánar sjá dýr eða guði og búddhatrúar- menn og hindúar sjá sínar hugmyndir opinberast. Þetta á einnig við um aðra yfirskil- vitlega skynjun. Manneskja sér aldrei annað en hug- myndir sínar, jafnvel þótt hún sé ekki meðvituð um þær. í austrænni dulspeki eru yfir- skilvitleg fyrirbæri skýrð á marga vegu. Ein tegund þeirra nefnist Poltergeist á þýsku. Má þýða það sem ærsladraugur. Slíkur reim- leiki lýsir sér í hljóðum og hlutir geta hreyfst úr stað. Einar segir sálina tilheyra mörgum sviðum. Við búum í hinum efnislega heimi þar sem rökhyggjan gildir. Þar fyrir handan er geðsviðið og þar er sögð mikil Ijósadýrð. Á geðsviðinu eru langanir, þrár og tilfinningar og þar býr einnig hið ómeðvitaða, Þegar manneskja deyr losar hún sig við þéttasta sviðið, sem er líkaminn. En hún þarf líka að deyja frá löngunum sínum og tilfinn- ingum sem tilheyra svoköll- uðum geðlíkama. í geðlík- amanum geta sálir gert vart við sig með sjón, heyrn, lykt og annarri skynjun. Næst á eftir geðlíkamanum losar sálin sig við huglíkamann. Einar segir að sálin dvelji að lokum á svokölluðu inn- sæissviði á milli jarðvista. Svokölluð mystisk reynsla, eða guðleg opinberun, á sér stað á þessu sviði. Sálin sameinast ekki almættinu til fulls fyrr en hún hefur náð fullum þroska. Þessi hug- mynd er samkvæmt hinni svokölluðu endurholdgunar- eða karmakenningu. Einar segir að fyrirbrigði á geðsviðinu geti birst fólki á allan hugsanlegan hátt. Þau geta verið af illum toga, samansöfnuð orka, menguð af slæmum hugsunum. And- stæðan er svo hinir svoköll- uðu Tívar sem eru háþrosk- aðar vitundarverur. Þessi vit- undaröfl hafa mörg hver þann eiginleika að geta birst í efnisheiminum og sum hver geta jafnvel breytt fram- gangi hans. Þá hugmynd að neikvæðar tilfinningar geti orðið að orku er að finna í austrænni speki. Þær geta orðið að óvættum í skynjun fólks og geta birst í hvaða líki sem er. Einar segir að þetta megi einnig tengja göldrum. Galdur er fólginn í því að nota þessi öfl og orku til að hafa áhrif á efnisheim- inn. Sumt fólk getur virkjað þessi öfl, annaðhvort í sína þágu eða í þágu þess góða. Munurinn á svarta- og hvita- galdri byggist á því til hvers öflin eru notuð. Einar segir svartagaldur aðeins geta fengið til liðs við sig öfl af lágu sviði. Jógar og aðrir langt komnir einstaklingar geti hinsvegar verið f sam- vinnu við æðri vitundarverur og jafnvel gert það sem við köllum kraftaverk. Einar seg- ir að svartigaldur geti verið mjög öflugur og er hann gerður úr tilfinningum. Það sem aðskilur galdur og skyggni er að fólk getur orðið galdursins vart án þess að hafa næmi fyrir yfir- skilvitlegum fyrirbærum. Gaidur getur því skaðað ein- staklinga sem ekki trúa á ■ Einar segir að fyrirbrigði á geðsviðinu geti birst fólki á allan hugsanlegan hátt. Þau geta verið af illum toga, sam- ansöfnuð orka, menguð af slæm- um hugsunum. slíkt að sögn Einars. Nei- kvæða orkan er af allt öðrum toga. Hún er er í eðli sínu hlutlaus en birtingarmyndir hennar eru í samræmi við þá jákvæðni eða neikvæðni sem hún er sprottin upp úr. VÍSINDAHYGGJAN Vísindamenn hafa ekki viðurkennt andans heima og telja að ekkert sé til nema hægt sé sýna fram á það með vísindalegum aðferð- um. Nú er öld vísindahyggj- unnar og önnur fræði eru ekki viðurkennd. Læknavís- indin eru til dæmis dugleg að skýra yfirskilvitleg fyrirbæri sem ranga skynjun af líkam- legum ástæðum. Bent er á fjölda sjúkdóma þar sem fólk finnur fyrir óraunveruleikatil- finningu og fer að sjá ýmsa hluti. Margir geðsjúkdómar lýsa sér í undarlegum sýn- um eins og geðklofi (schizophrenia) og einnig tegund oflætis (mania-par- anoia). Jafnframt geta röng efnaskipti í skjaldkirtlinum og hormónatruflanir valdið of- skynjunum. Viss tegund flogaveiki getur einnig lýst sér eins og transástand hjá miðli. Flogaveiki getur sumt fólk einnig kallað fram sjálft ■ Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, segir það vera ill öfl sem valdi reimleikum í húsum eða ásæki fólk. Gunnar segir þetta vera skipulagðan her illra anda, með Lúsi- fer við stjórnvölinn, einnig geti þetta verið sálir sem gjöri ekki iðrun fyrir líkamsdauðan. 4. TBL 1995 VIKAN 31 DULRÆN MÁLEFNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.