Vikan


Vikan - 20.04.1995, Side 56

Vikan - 20.04.1995, Side 56
13 BERGUND ÓLAFSDÓTTIR Ungfrú Reykjavík er Berg- lind Ólafsdóttir. Hún er 17 ára, fædd 4. júní áriö 1977 og er því ( Tvíburamerkinu. Berglind fæddist í Reykja- vík en hefur alltaf búiö í Hafnarfiröi. Hún vinnur sem módel hjá Model 79 og var nemandi á félagssviði Fjöl- brautaskólans í Garðabæ þar til verkfall kennara hófst. í haust ætlar hún aö halda náminu áfram. í framtíðinni langar hana til aö vinna fé- lagstengd störf og viö þróun- arhjálp. [ sumar fer hún til Mílanó þar sem hún mun stunda fyrirsætustörf. Áhugamálin eru jassball- ett, karate, snjóbretti, feröa- lög, fyrirsætustörf og aö kynnast nýju fólki. Foreldrar Berglindar eru Ólafur S. Vilhjálmsson og Sigrún Steingrímsdóttir og hún á tvö systkini. Berglind er 179 sm á hæö. GUÐNÝ SIF JAKOBSDÓTTIR Guðný Sif Jakobsdóttir er borinn og barnfæddur Akur- eyringur. Hún er nítján ára, fædd 5. febrúar 1976 og er í Vatnsberamerkinu. Guöný stundar nám á myndlista- og handíöabraut Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Eftir stúdentspróf mun hún halda áfram aö nema sig í listinni en hún leggur áherslu á teikningu og list- málun. Hana langar að læra í útlöndum og kemur lista- og tískuborgin París sterk- lega til greina. Meö náminu vinnur Guðný í Selnesti og hjá Vífilfelli. Hún er í lceland- ic Models og á Akureyri sýnir hún föt fyrir verslanir, saumastofu og fatahönnuði. Áhugamálin eru myndlist, skíöi, ferðalög, vera með vinunum og lifa lífinu. Foreldrar Guðnýjar eru Jakob Jónasson og Unnur Pálsdóttir og hún á tvo bræöur og eina systur. Guðný er 176 sm á hæð. 56 VIKAN 4.TBL.1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.