Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 11
„ERÞEYIA USf?" Guðrún Gunnarsdóttir kaupir vír í byggingavöruverslunum. Vírinn, sem henni finnst tengjast eilífðinni, notar hún í listaverkin sín. Hún er komin með sigg á fingurna vegna listsköpunarinnar og stundum sker hún sig á vírnum. En hún lætur það ekkert á sig fá. Listakonan ólst upp í Borgarnesi til fimmtán ára aldurs. Á æskuár- unum vissi hún lítið um myndlist en hún hafði þó allt- af áhuga á litum og formum. Henni fannst gaman að teikna en hún hugsaði ekkert út í að hún yrði ef til vill myndlistarmaður þegar hún yrði stór. Tæplega tvítug kynntist Guðrún ungum manni, Stefáni Thors, sem starfar sem skipulagsstjóri ríkisins. Þau voru ung þegar þau fluttu til Kaupmanna- hafnar árið 1971; hann tutt- ugu og eins og hún tuttugu og tveggja. „Ég fylgdi mann- inum mínum eins og konur gerðu þá og gera enn.“ Á þessum tíma var Guð- rún búin að ákveða hvað hún vildi læra. Vefnaðurinn varð fyrir valinu. í þrjú ár ein- beitti hún sér að náminu á verkstæði í Kaupmanna- höfn, auk þess að sækja námskeið meðal annars í teikningu og málun í lista- skóla. „Danir eru mikil menn- ingar- og handverksþjóð og leggja áherslu á einfaldleik- ann í hönnun sinni. Og það er það sem ég heillaðist af. Það er auðveldara að gera flókna hluti vegna þess að þá er hægt að fela vankant- ana.“ Rúm tuttugu ár eru liðin frá því Guðrún ákvað að ein- beita sér að vefnaði. Núna er hún með vinnustofu í Héðinshúsinu og þar hanga tágar uppi á vegg. Á borði á miðju gólfinu eru tvö lista- verk úr vír. Blaðamaður handfjatlar annað og það munar ekki miklu að hann rispi sig. Þetta virðast vera hættuleg listaverk. Þau stinga. „Ég verð oft blóðrisa við vinnu mína en vírarnir stinga mismikið. Þegar ég er að vinna við listsköpunina er ég yfirleitt með margar rispur á fingrunum. Ég læt mig samt hafa það. Mér finnst óþægilegt að nota hanska vegna þess að þá fæ ég ekki tilfinningu fyrir efninu." - Það má segja að hluti af þér fylgi verkunum hvað varðar blóðdropa? Guðrún brosir. „Það eru ekki blóðslettur á þeim en það er blóð, sviti og tár á bak við þau.“ Hún er einbeitt þegar hún vinnur og hugsar um fátt annað á meðan. Hún setur sál sína í verkin. MÖGULEIKAR VÍRSINS ERU ENDALAUSIR Fyrstu árin eftir nám ein- beitti Guðrún sér að hefð- bundum veggteppum. Hún sat við vefstólinn dögum saman. „Vefurinn er svo stíf- ur og það er þreytandi að sitja við vefstólinn." Hún vildi prófa eitthvað nýtt. Þrívídd- arverk heilluðu hana og hún gerði listaverk úrtágum. Þau tengdust ekkert því sem hún lærði á námsárunum í Dan- mörku. „Mér fannst tágarnar spennandi. Ég gat litað þær og beygt." Hún komst síðan að því að þær voru ekki það sem hún var að sækjast eftir. Þær voru of linar. Hún fór að leita að öðrum efnum. Hún prófaði að vinna úr gúmmíi en uppgötvaði síðan vírinn. Hann var það, sem hún var að sækjast eftir, og hefur hún einbeitt sér að vírskúlp- túrum í þrjú ár. Það er fyrst núna sem hún er orðin full- komlega sátt við hann og getur gert við hann það sem hún vill. „Ég fæ miklu meiri breidd í verkin mín en ef ég væri að vinna með tágar. Möguleikar vírsins eru endalausir og hann er miklu meira lifandi en tág- arnar. Ég býst við að ég eigi eftir að vinna með vírinn f mörg ár og geti alltaf verið að uppgötva nýjar hliðar á honum. Ég er bara rétt að byrja.“ Guð- rúnu finnst vírinn tengjast eilífðinni. „Maður veit ekki al- mennilega hvað hann er langur." Guðrún fær aðal- lega hugmyndir úti í náttúrunni. „Það er svo fallegt og mikil kyrrð til dæmis uppi á hálendinu en þar fæ ég oft hugmyndir þótt það sjáist ekki beint í verk- unum. Hugmyndir kvikna líka þegar ég er úti að keyra eða í göngutúr. Þegar í vinnustofuna er komið sest ég niður, vinn með þessar hugmyndir en þegar upp er Frá sýningu Guórúnar á KJarvals- stööum. Listaverkin eru óneitanlega ööru- vísi. „Sumir veróa einfald- lega reiöir þegar þeir sjá vírskúlptúrana, spyrja hvaó þetta sé og hvort þetta sé list.“ staðið líkjast verkin þeim oft ekki mikið. Verkin taka frá mér völdin. Það er þess vegna oft erfitt fyrir mig að setja hugmyndir niður á blað og stundum hendi ég helm- ingnum af því sem ég hef unnið." Þótt vírskúlptúrarnir séu búnir að vera aðalsmerki Guðrúnar síð- ustu árin hefur hún ekki sleppt hend- inni alveg af vefstólnum. Fyrir utan hefðbundinn vefnað, en hún hannar værðarvoðir fyrir Foldu, hefur hún hannað og of- ið veflistaverk þar sem í er að finna vír og tágar. „Ég hef alltaf verið að prófa mig áfram í vefnaðin- um með óhefðbundin efni.“ Listaverkin hennar Guð- rúnar eru öðruvísi og vekja ýmis viðbrögð hjá þeim sem vanari eru hefðbundnum listaverkum. „Sumir verða einfaldlega reiðir þegar þeir sjá vírskúlptúrana, spyrja hvað þetta sé og hvort þetta sé list. Fólk kemur venjulega inn á heimili þar sem myndir hanga á veggjunum. Ut úr vírskúlptúrunum mínum standa stundum þræðir sem virðast meira að segja vera hættulegir þótt þeir séu það ekki.“ Blaðamaður er sam- mála því að listaverkin henn- ar Guðrúnar séu öðruvísi. Þau eru ekki lík neinu sem hann hefur séð áður. Vír- skúlptúrarnir flokkast sann- arlega undir nýlist. Það hljóta allir aö sjá. □ TEXTI: SVAVA JÓNS- DÓTTIR UÓSM.: GÍSLI EGILL HRAFNS- SON 4. TBL. 1996 VIKAN 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.