Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 21
áriö á undan fylgdu þær slæmu fréttir í kjölfarið aö landsmenn hefðu þegar náö aö eyða meiru en sem tekju- aukningunni nam. Völvan spáöi því aö friður heföi að mestu náöst á vinnumarkaði í ársbyrjun. Því verður ekki á móti mælt. Og hún sagöi líka aö ekki tæki aö draga úr atvinnuleysi fyrr en líða tæki á áriö. Einn- ig kvaö hún fólksflótta úr landinu síður en svo í rénun. Hún kvaö unga menn á tölvusviðinu eiga eftir aö afla okkur gjaldeyris í umtals- veröum mæli - og hún haföi ekki fyrr sleppt orðinu en fréttir bárust af stórsamningi tölvufyrirtækisins OZ, sem alfarið er í eigu ungra manna, viö Japan. Og eftir því sem liöiö hefur á árið hafa fleiri fréttir verið aö ber- ast af góöum árangri ungra íslendinga á tölvusviöinu hvaö viöskipti við erienda aðila áhrærir. SÁ ÚRSLIT FORSETA- KOSNINGANNA FYRIR Eftir forsetakosningarnar rifj- aöist þaö upp fyrir fjölmiölum aö Völvan haföi gefiö skýra mynd af því hvernig kosning- arnar færu. Þegar umræðan um hugsanlega frambjóö- endur fór af staö í fyrravetur var almennt álitiö að stjórn- málamaöur ætti enga mögu- leika á aö ná kjöri og lengst af voru menn, aö því er virt- ist, tilbúnir til aö afhenda vin- sælum presti lyklavöldin aö Bessastööum án formlegra kosninga. Þaö var ekki fyrr en undir áramót sem augu manna beindust aö Davíö Oddssyni og vangaveltur hófust almennt um mögu- leika stjórnmálamanns á aö verða forseti. En hvaö haföi Völvan sagt rúmu ári áöur en þessar bollaleggingar komust á skriö? Jú, orðrétt sagöi hún í spá þeirri er hún lét frá sér fara í lok árs- ins 1994: „Næsti for- seti er karlmaður, sem ekki er kominn inn í umræðuna sem frambjóð- andi. Hann er úr hópi stjórnmála- manna, myndar- legur maður, sem er um- ræddur fyrir sín fyrri störf. Fjórir menn verða í fram- boði. . .“Og Völvan bætti því viö aö meö nýjum manni væri breytinga að vænta á valdsviði forseta. Þess má geta í framhjá- hlaupi, svona til gamans, aö ritstjóri Vikunnar lagði nú ekki meiri trúnaö á þessi orð Völvunnar sinnar en svo aö hann stillti sér upp í raðir stuöningsmanna annars frambjóðanda en hins pólit- íska þegar að kosningabar- áttunni kom. Með öörum orðum: Hann vann aö því að spá Völvunnar rættist ekki. Þegar framboðsfresturinn rann út kom í Ijós aö fram- bjóðendurnir voru fimm tals- ins og þar af tveir kven- menn. Völvan haföi hins vegar sagt árið 1994 aö þeir yröu fjórir og hafði aðeins talaö um einn kvenmann í sföustu spá. En hvað gerö- ist; annar kvenmaðurinn dró framboð sitt til baka, sem er einsdæmi, og eftir stóöu fjórir frambjóð- endur; þrír karlmenn og einn kvenmaöur. Hinar miklu umræö- ur, sem uröu fyrir kosningar um kyn- ferði forseta, sá Völvan svo sannar- lega fyrir. SANNSPÁ UM GENGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Völvan fullyrti í fyrra að Kvennalistinn ætti ekki eftir aö bjóða fram í næstu þing- kosningum. Viö bíöum og sjáum hverju fram vindur - en ef svo fer sem horfir verö- ur sá listi tæpast frambæri- legur þegar kemur að næstu kosningum. . . Þjóðvaka sá Völvan vera við þaö aö líða undir lok undir vor. Það stóö heima. Jóhanna er komin heim aft- ur. „Hinn nýji forystumaður Alþýðubandalagsins, Mar- grét Frímannsdóttir, verður ekki áberandi sem flokks- leiðtogi fyrsta kastið," sagði spákonan orörétt. Þetta rifj- aðist sérstaklega upp þegar fyrirsagnir birtust á árinu þar sem sagöi að Margrét væri „Ekki týndl" Brotthvarf karlsins I brúnni sá Völvan fyrir. Og nú er að sjá hvort sú spá hennar, aö Jón Baldvin Hannibalsson hverfi til starfa erlendis, muni ganga eftir. Á miðju ári birtust skoö- anakannanir á fylgi flokk- anna og kom þá f Ijós, ná- kvæmlega þaö sem sagði í spá Völvunnar: „Halldór Ás- grimsson á eftir að þurfa að sætta sig við að sjá fylgi flokks síns dala nokkuð í skoðanakönnunum á árinu á meðan samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn sækir í sig veðrið. Hins vegar á Halldór sjálfur eftir að auka persónulegar vinsældir sínar. . Skoð- anakönnunin sagði einmitt þetta: Fylgi Sjálfstæðis- flokksins upp en Framsókn- ar niður. En Halldór reyndist vera einn vinsælasti stjórn- málamaður þjóöarinnar. Völvan kvaö bókaforlag líöa undir lok á árinu - og hiö gamla og virta forlag, Al- menna bókaforlagið, lagði upp laupana. STÓR ORÐ FALLA UM SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er langt I að aðilar í sjávarútvegi komist að á- sættanlegri niðurstöðu varð- andi stjórnun fiskveiða og annað þar að lútandi. Engin lausn, sem fram kemur á tveim eða þrem UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.