Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 81

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 81
um og vinnur heimilisstörfin á hækjum sér. Grófheflaður gólfviðurinn er ekkert slor því oft er um að ræða fínasta mahóni eða harðvið þegar að er gáð. Þetta eru ekki traustvekjandi mannvirki því gangbrýrnar á milli húsanna vagga undir fótum manns og húsin hreyfast með þeim sem ganga vasklega um inn- andyra. Allt er opið fyrir vind- inum sem er eina ioftkæling- in sem býðst á heitum sólar- dögum og í híbýlunum er sjaldnast rafmagn, vatnslögn eða klóak. Veggir og þak eru oftast klædd með bárujárni eða krossviði og veita lítið skjól en reyndar eru veður oftast jafnlynd og hiti og vindstig breytast Ktið. Vetrar- hiti niður við ströndina er oft- ast um og yfir þrjátíu gráður árið um kring en um regn- tímann getur verið óbæri- lega heitt þegar rakastigið er á við sæmilegasta gufubað. Fólkið í strandbyggðunum veiðir fisk og selur í borginni. Sumir eiga garðskika og rækta betelhnetur, ávexti og grænmeti sem þeir selja við veginn inn til borgarinnar. Betelhnetur eru vinsælt eit- urlyf sem menn tyggja ásamt muldu kalki til að komast í vímu. Við að tyggja hnetuna verður hún að rauðu mauki sem menn spýta út úr sér hvar sem þeir eru staddir eins og má berlega sjá á götum úti. Betelhnetuiðnað- urinn er blómleg atvinnu- grein sem veltir meiru árlega en fiskveiðar landsmanna svo notuð sé viðmiöun sem íslendingar skilja. Fari maður út fyrir Port Moresby mætir manni allt annar og heillandi heimur sem minnir einna helst á sögur úr ævintýrabókum unglingsáranna eða dýralífs- þætti Sir Attenborough. Veg- irnir út úr borginni taka fljótt enda og viö taka þröngir göngustígar eða óbrúuð vatnsföll. Kannski er það engin tilviljun að einungis 38 þúsund ferðamenn hafi kom- ið til landsins allt árið í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hingað koma annars konar túristar en þeir sem velja pakkaferðir á sóiar- strendur og vilja vera í vernduðu umhverfi og láta sér líða „vel“. Þess háttar markaðssetning er þó að hefjast en gengur hægt. En þeir, sem vilja verja fríinu í strákofa á hvítri sandströnd án allra nútíma þæginda, kafa í tærum sjónum og veiða fisk í matinn, tína kókóshnetur og ávexti af trjánum og drekka vatn úr uppsprettum, gætu fundiö eitthvað við sitt hæfi I Papúu Nýju-Gíneu. En þennan heim finna þeir ekki í Port Moresby heldur hinum m in við gaddavíro / V SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ PANTA FYRIR JÓL SOFASETT 3+1+1 Verö frá KR. 138.000.- stgr Hornsófi fimm sæta (m.v. áklæði). Verö frá KR. 125.000.- stgr. (m.v. áklæði). SOFASETT 3+1+1 • KR. 153.000.-stgr. oksins! Svefnsófar með springdýnu. Frábært verð. Mikið úrval. Sérsmíðum eftir ykkar óskum. Nýjustu áklæðin. Greiðslukjör við allra hæfi. Þú færð það sem þú leitar að hjá okkur. J : V SER H U S G 0 G N Höfðatúni 12 - Símar 552 6200 & 552 5757 íslensk framleiðsla á verði sem allir ráða við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.