Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 66

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 66
► Sai Baba að þessu sinni. Maðurinn sagðist vera ákveðinn í því að fara út í viðskipti og hét því að Baba myndi fá helminginn af gróða sínum, ef einhver yrði, allt til æviloka. Þessi maður heitir Isaac Tigrett en hann stofnaði Hard Rock Cafe á sínum tíma sem hann seldi síðar fyrir 12 milljarða króna. Hann gaf Sai Baba helming þeirrar upphæðar. Pening- ana notaði Baba til þess að byggja spítala sem er í dag næststæðsti spítalinn í Suð- austur-Asíu og annast fá- tæka þeim að kostnaðar- lausu. Það undraverðasta, sem Jesús gerði, voru líklega kraftaverkin og fátt vakti meiri athygli en þegar hann vakti fólk upp frá dauðum. Sagan af Lazarusi er vel þekkt í biblíunni. Jesús vakti hann til lífs þegar hann hafði verið dáinn í fjóra daga. Sai Baba hefur, samkvæmt al- mannarómi, að minnsta kosti sex sinnum vakið menn upp frá dauðum. Eitt sinn heimsótti hann ekkju sem grét yfir nýlátnum eigin- manni sínum. Baba snart öxl hennar og sagði: „Hvers vegna ertu að gráta, kona. Maðurinn þinn vill fá tebolla!" Nokkrir hafa forvitnast um það hjá Sai Baba hvað hann viti raunverulega um Jesús Krist. Jesús var vissulega guðlegur, eins og Buddha og Rama, þótt hann hafi ein- ungis verið lofsunginn síð- ustu æviárin. Baba hefur haldið því fram að Jesús hafi dáið á krossinum, eins og kunnugt er, en að hann hafi síðar verið lífgaður við með Frú Reeser brann nánast upp til agna árið 1951 og vísindamenn voru ráð- þrota. Fátt hefur verið vísinda- mönnum meiri ráðgáta en skyndilegur líkamsbruni fólks. Menn hafa leitað margvíslegra skýringa á þessu einkennilega fyrir- bæri, t.d. með því að segja að þeir, sem hafa brunnið, hafi verið alkóhólistar eða feitir. Hvorutveggja á víst að flýta fyrir bruna. Þetta stenst ekki því rúmlega helmingur heilunarjurtum og sérstökum jógaæfingum. Sagan segir að síðan hafi hann lifað sem venjulegur maður í ind- versku þorpi og dáið þar sem dýrlingur í hárri elli. Ein- hverju sinni var Baba gefin prentuð mynd af Turin lík- klæðunum. Þegar hann snerti hana varð hún að fal- legum litum og Baba sagði að svona hefði Jesús raun- verulega litið út. Á sama tíma sýndi Baba agnarsmá- an viðarkross sem var úr sama efni og hinn raunveru- legi kross sem Kristur var krossfestur á. Hann sagðist hafa þurft að seilast eftir honum inn í atómheiminn. Manneskjan á krossinum hefur verið rannsökuð af sér- fræðingum sem segja að hún sé það agnarsmá að það sé útilokað að hún hafi verið búin til af mannavöld- um. Sai Baba hefur lítið fengist til þess að tjá sig um geim- verur. Hann hefur reyndar lát- ið hafa eftir sér að þar sem við eigum enn fullt í fangi með að einbeita okkur að líf- inu ættum við ekki að hafa áhyggjur af því hvort líf leyn- ist á öðrum hnöttum. En hve- nær skyldum við þá sigla inn í nýjan heim þar sem efnis- hyggjan ræður ekki lengur ríkjum? Hann segir að hún muni hefjast áður en hann sjálfur deyr. „Ég mun sjá dög- un nýrrar aldar," segir þessi guðdómiegi maður. Núna velta menn því fyrir sér hve- nær Sai Baba muni deyja en hann er ótrúlega kvikur af 71 árs gömlum manni að vera. (Þýtt og endursagt úr Encounters) FÓLK! þeirra, sem hafa brunnið án nokkurrar skýringar, er grannur og drakk ekki áfengi. Eitt elsta dæmið um óútskýranlegan líkamsbruna er frá árinu 1673 en þá brann fátæk kona á auga- bragði. Aðeins höfuðið og nokkrir fingur voru eftir af henni. Meira að segja beinin voru brunnin til ösku. Það furðulegasta var að strárúm- ið, sem hún svaf í, var al- gjörlega óbrunnið. Árið 1835 var amerískur stærðfræðiprófessor að mæla rakastigið utandyra á köldum degi. Skyndilega fann hann fyrir miklum sársauka í vinsta læri og var engu líkara en að horn hefði stungist í hann. Þegar hann leit á fótinn á sér sá hann eldbjarma leika um lærið. Hann lagði lófann yfir logann og slökkti hann samstundis. Þegar hann kom heim kom nokkurra sentf- metra brunasár í Ijós á lærinu og gat var á nærbuxunum hans. En ekkert gat var hins vegar á buxunum. Sárið var 32 daga að gróa. Árið 1888 brann gamall her- maður til kaldra kola þar sem hann svaf uppi á lofti í hlöðu. Ekki eitt einasta strá brann þegar maðurinn fuðraði upp. Eitt þekktasta dæmið um svona fólksbruna er frá árinu 1951 en þá brann kona að nafni Reeser. i hennar tilfelli var svona bruni í fyrsta skipti rannsakaður ofan í kjölinn og sem fyrr voru menn agndofa. Það eina, sem var sýnilegt af konunni, var brunnin lifur, hiuti mænunnar, sprungin höfuðkúpa og annar fóturinn með inniskónum á. Allt ann- að var brunnið til ösku og vís- indamennirnir sögðu að til þess að brenna bein þyrfti 3000 gráðu hita en svo mikill hiti er ekki í eðlilegum eldi. Og jafnvel ef svo væri væri óhugsandi aö ekkert annað í umhverfinu myndi sleppa við eldinn eins og raun bar vitni. Þegar svona líkamsbrunar eiga sér stað er eins og algjör eyðilegging verði á einum fer- metra. Það sem er utan hans sleppur alltaf við eldinn. Arið 1956 brann 78 ára gamall maður í votta viður- vist. Hann sat í ruggustól þegar hann varð skyndilega alelda en enginn gat nálgast hann vegna hitans. Hringt var samstundis á slökkviliðið en þegar það kom á vett- vang 15 mfnútum síðar var maðurinn orðinn að ösku, að fótunum undanskildum. Alls eru til um tvöhundruð skráð tilfelli af ofangreindum líkamsbrunum. í flestum til- fellum brennur fullorðið fólk, sem býr eitt, en það leysir samt ekki þessa undarlegu ráðgátu þótt það geti táknað eitthvað sérstakt. (Þýtt og endursagt úr Encounters) □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.