Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 34

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 34
hlutverkum, tók ég þá stefnu strax í upphafi aö láta þetta vera. Við þekkjum þetta báðir, við Stefán, að í kring um böllin og hljómsveitirnar er pæjuger, getum við sagt. Ég ákvað í upphafi að forðast þetta alveg gjörsamlega því annaðhvort ertu bara alveg burt frá þessu eða þú ert gleðimaður og læt- ur þína fjölskyldu og sambúð þá lönd og leið. S: Auðvitað tengist þetta allt dálítið brennivíninu. En ég veit kannski ekki hver lykillin að traustri sambúð er í þessum ■ „Ég hef kannski ekki rsektað mitt samband nægilega vel og auðvitað er alltaf þetta hel- vítis útstáelsi á manni, heilu helgarnar út um hvippinn og hvappinn. En einhvern veginn hefur þetta nú blessast." ■ „Stundum getur maður verið áhepp- inn ef maður fer að horfa á rangt fólk í salnum. Það er mikið atriði að horfa á réttu andlitin." áðan, lík lífssýn og áhugamál. Við hjónin höfum bæði mikinn áhuga á tónlist og konan mín hefur mikinn skilning á því sem ég er að gera og skilur mína þörf til að semja og syngja og þennan brennandi áhuga minn á þessu. Ég hef mjög gaman af þessu öllu saman; að spila úti á landi og þvælast um. Við höfum líka geira, en kannski höfum við hjónin eitthvað spes lím sem heldur okkur saman. Ég hef kannski ekki ræktað mitt samband nægilega vel og auðvitað er alltaf þetta helvítis útstáelsi á manni, heilu helg- arnar út um hvippinn og hvappinn. En einhvern vegin hefur þetta nú allt blessast. Við Anna Björk erum reyndar voðalega lík. Við eigum lík áhugamál og erum nokkurn veginn sama sinnis. En hún er reyndar svolítið partýljón líka. Ó: Mín kona er alin upp á Vestfjörðum, þar sem konurn- ar eru vanar því að bjarga sér sjálfar, karlarnir eru í burtu langdvölum og þannig var það í hennar fjölskyldu. Síðan er- um við iíka afskaplega sam- hent. Þegar ég var til að mynda í rallinu, fór hún í ralliö líka og svo er þetta líka spurn- ing um gagnkvæmt traust. Þetta var erfitt fyrstu árin í sambúðinni en núna, þegar við erum búin að vera saman í bráðum 35 ár, erum við löngu komin yfir allar krísur. Ef ég væri mikið í þessari skemmt- anadeild þá væru löngu komn- ar sögur um mig en þar sem ■ „Það er mikil rómantík fólgin í því að eiga sjö börn og ellefu barnabörn og þar með 18 afkom- endur á öllum aldri." ég hef ekki gefið höggstað á mér er ekki frá neinu að segja. Ég heyri miklu frekar fylliríis- sögur og ef það er ekki verra en það er mér alveg sama. Ég ákvað að taka mitt hjúskapar- heit alvarlega því annars hefði ég aldrei getað verið í þessum bransa af neinu viti. S: Lykillinn er kannski sam- heldni og, eins og ég sagði bæði áhuga á íþróttum og svo mætti lengi telja. Ó: Konan mín keppti í ralli og skildi sportdelluna mína en hins vegar hef ég alltaf haft brennandi áhuga á pólitík þó að ég hafi ekki komið mikið nálægt henni sem slíkri. Kon- an mín hefur hins vegar farið út í hana. Þar höfum við sam- eiginlegt áhugamál. Þar snýst dæmið við og ég hef áhuga á því að fylgjast með því sem hún er að gera. Hún er vara- borgarfulltrúi í Reykjavík. Við erum virk sitt í hvorum geiran- um en höfum þó bæði áhuga á viðfangsefnum hvort annars. V: Stefán, þú yrkir svolítiö um togstreitu í ástarsamböndum og virðist vera að vinna svolít- ið með það viðfangsefni, til dæmis í laginu Tíminn er að tifa og laginu Engu að síður af nýju plötunni. S: Jú, sérstaklega á þessum sólóplötum, þá yrkir maður meira inn í sig, ef svo má að orði komast. Meira en þegar að maður er með hljómsveit. Það hefur ýmislegt gengið á í okkar sambandi, það er ekkert launungarmál. Maður notar tækifærið þegar maður gefur út sólóplötu til að tjá sig dýpra, ja, í raun gýs þetta bara fram ósjálfrátt. V: Stefán, það er nú frægt orð- ið þegar konan þín ætlaði að koma þér á óvart að loknum erfiðum degi og deyfði Ijósin og kveikti á kertum og þú hélst að það væri rafmagnslaust. Er Stefán Hilmarsson órómantísk- ur maður? S: Ég er mjög oft voðalega ut- an við mig. Ég er nokkuð róm- antískur í eðli mínu en sýni það kannski ekkert voðalega mikið út á við en þó hef ég skánaö þónokkuð mikið með árunum hvað það varðar. O: Það segi ég sama. Eg á það til að vera voðalega utan við mig. V: En hvað með þig, Ómar, og allan þennan barnahóp ykkar hjóna, var einhvers staðar pláss fyrir það sem að öllu jöfnu er skilgreint sem róman- tík ? Ó: Það er mikil rómantík fólgin í því að eiga 7 börn og 11 barna- börn og þar með 18 afkomend- ur á öllum aldri. Þetta tengir okkur hjónin auðvitað mjög mikið saman að eiga þennan fallegan hóp en því miður er ég allt of lítið heima. V: Stefán, getur þú hugsað þér að eignast svona mörg börn? S: Ég get alveg hugsað mér það en ég veit ekki hvað verð- ur úr því úr þessu. Ómar hefur líklega byrjað snemma. V: Hvað finnst ykkur nú um ís- lenskar konur? S: Ég veit nú ekki hvað ég get sagt um það nema þá kannski að þær eru þokkalega vel til hafðar. Ó: Ég hef mikið stúderað vest- firskar konur. Þar hefur maður rekist á konur eins og Magneu Guðmundsdóttur, fyrrverandi oddvita á Flateyri. Áður en sjálfar og rækta sína hæfi- leika. Ég er ekki að segja að konan þurfi nauðsynlega því að fara í, til dæmis, hinn harða heim viðskiptanna og vera ekkert á heimilinu því ég held að konan sé nauðsynlegri á heimilinu er karlinn en ef kon- ur kjósa það sjálfar verða þær að bera sig eftir hlutunum sjálfar. S: Ég er að mörgu leyti sam- mála Ómari. Konur eiga að vísu oft á brattann að sækja. Mín tilfinning er einnig sú að konan sé kannski nauðsyn- legri á heimilinu. Það eru þær sem ganga með börnin og þær eru oft tengdari börnunum. En ég vil ekki virka íhaldssamur þegar ég segi þetta. Ó: Ég er sammála Stefáni kannski er þetta óþarfa íhalds- semi hjá manni en við verðum að passa okkur á því að fara ekki of langt frá því sem við er- um sköpuð til. Við getum ekki í einni kynslóð sópað í burtu venjum eða eðliseiginleikum sem hafa verið ræktuð árþús- undum saman í frummanna- þjóðfélaginu. Stefán, þú gerir alveg yndislegan texta þegar sonur þinn fæðist, það er greinilegt að þetta hefur veriö mikil upplifun fyrir þig? S: Þessi texti kom bara af sjálfu sér því maður hefur svo- lítið af ja, móðurlegum tilfinn- ingum líka. Það er að mínu ■ „Lykillinn er kannski samheldni, lík lífssýn og áhugamál. Við hjónin höfum bæði mikinn áhuga á tónlist og konan mín hefur mikinn skilning á þvi sem ég er að gera og skilur mína þörf fyrir að semja og syngja og þennan brennandi áhuga á þessu." snjóflóðið féll þá vissi enginn hver þessi kona var og hún vissi það ekki sjálf. Ég hitti aðra konu þaðan þegar ég kom þar þegar ár var liðið frá snjóflóðinu og sú var líka ein- staklega frambærileg og rögg- söm en hún mátti ekki til þess hugsa að ég tæki viðtal við hana. Þarna sér maður hvað mikið getur búið í íslenskum konum sem ekki fá að njóta sín. Þessar konur fyrir vestan eru aldar upp við það frá þlautu þarnsþeini að vera sjálfstæðar, reka heimilin, sjá um börnin, framlengja lánum og slá víxla meðan karlarnir eru út á sjó. Ég held að íslenskar konur geri sér oft ekki grein fyrir þvi hvaö býr í þeim. Það er ekki nóg að segja að karlarnir hafi einokað allt, íslenskar konur verða stundum að taka sér tak áliti stærsta kraftaverkið að eignast barn og sjá það ger- ast. Ó: Ég fékk aldrei að vera við- staddur fæðingu barnanna minna. í fyrsta lagi viðgekkst það ekki þegar fyrstu börnin fæddust en í annan stað eru konur misjafnar og konan mín vildi bara ekki að ég væri við- staddur. Við vitum að í frummanna- samfélaginu fóru konur einar út í skóg, fæddu barnið og komu með þaö til þaka. Ég held að konan mín sé þannig og ég virti það sjónarmið. Framfarir eru af hinu góða en stundum held ég að ekki sé gott að fara of langt frá hinu upprunalega. V: Græðir maður á því að gefa út hljómplötu? S: Ég hef nú aldrei riðið feitum hesti frá þvi að gefa út plötu 34 VIKAN 4. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.