Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 12
KAFLASKI A MORGU SVKHIM J JjM 1 KOMAND VOLVAN SKOÐAR HVAÐ ARIÐ 1997 BER I SKAUTI SER aö var lasburða kona sem tók á móti blaða- manni VIKUNNAR einn kaldan dag í byrjun nóvember- mánaðar. Virðuleg, en afar lasburða þar sem hún lá út af í sjúkrarúminu. En augnaráðið var afar skarpt sem fyrr. Það er eins og þessi aldraða kona geti lesið hugsanir manns eins og opna bók. Og víst er um þaö að framtíðina getur hún virt eins glögglega fyrir sér og við hin erum fær um að kynna okkur áramótaannála fjölmiöl- anna. Frá því í sumar hefur sú kona, sem í svo mörg ár hefur gegnt hlutverki Völvu Vikunn- ar, átt við veikindi aö stríða og í haust lagðist hún loks inn á sjúkrahús hvaðan hún segist fara “með miöa hnýttan við stóru tána," eins og hún orðaði það. Hún talar ósköp blátt áfram um þetta eins og ekkert sé sjálfsagðara. “Það er langt síðan mér var sýnt mitt dánar- dægur með áhrifamiklum hætti. Það hefur ekki veriö mér til ama þótt mér sé Ijóst að fæstir kjósi að vita hvenær dagar þeirra verði taldir. Ég hef átt indæla ævi og get kvatt þessa jarðvist með þakklæti,” segir hún. “Guð hefur veriö mér góöur. Mjög góöur." Hún sló enn á létta strengi þegar hún sá að blaðamanni Vikunnar þótti umræöuefnið óþægilegt og gamalkunnum glettnisglampa brá fyrir í aug- um hennar er hún bætti viö: “Við erum öll fædd dauöa- dæmd. Það er bara spurning- in hvenær kalliö kemur. Nú hverf ég héðan sátt viö Guð og menn og horfi með tilhlökk- un til endurfunda við þá sem bíða mín fyrir handan. Ekki þykir mér ósennilegt að ég verði samferöa páfanum og móður Theresu til fundar við mitt fólk," segir hún - og haföi þannig komiö fyrstu spádóm- um sínum frá sér. Oft haföi þurft að fresta fundi blaðamanns Vikunnar og Völvunnar sökum veikinda þessar rosknu konu en hún var staðráðin í að standa við gefiö fyrirheit um spá. “En ég treysti mér ekki til að fjölyrða um atburði í öðrum löndum núna," sagði hún. Hún hagræddi sér betur á koddanum. Reisti sig upp eins og henni var unnt og mildri röddu hóf hún að rekja þaö sem hana hafði dreymt, henni hafði verið sagt og hún séð í vöku. Hún tók sér oft málhvíld meöan á þessu stóð og varð þá fjarræn. En alltaf, þegar blaöamaðurinn taldi réttast aö kveöja og lofa frúnni að hvíl- ast, stöðvaði hún hann og vildi halda áfram. “Við förum nú ekki að gera þessa síðustu spá mína endasleppa,” sagði hún ákveöiö eitt skiptið. SJÁVARÚTVEGURINN Fyrst vildi blaöamaðurinn fá aö vita um sjávarútvegsmálin sem svo mjög hafa verið í um- ræðunni. “Elsku vinur, þessir UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON FYRIRSÆTA: CALLIE GRACE McDONALD FÖRÐUN OG UM- SJÓN: KRISTÍN STEF- ÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME SNYRTIVÖRUM HÁR: RÓSALIND, PAPILLU KLÆÐASTRANGAR í BAKGRUNNI FRÁ VIRKU 12 VIKAN 4.TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.