Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 6
GEIMVERUR, SÍGAUNAR OG KÍNVERSKUR VmUNGUR TEXTI ODDNÝ SEN UÓSM.: GUNNAR GUNN- ARSSON Guörún er fædd og uppalin á Siglufirði og er ein af átta systkinum. Snemma fór aö bera á dulrænum hæfileikum hennar. Hún þótti „skrýtin í skóla vegna þess aö ég geröi allt ööruvísi en aðrir,“ segir Guörún brosandi. „Mér fannst lífið svo einfalt og sá alltaf skondnu hliöarnar á öllu. En ég sá verur sem voru ekki þessa heims. Þær birtust gjarnan í stofunni heima og þar heyröi ég einn- ig tónlist úr grammófóninum sem enginn annar heyröi. Þetta var sparistofa eins og tíðkaðist í gamla daga og þar sá ég stundum Maríu- mynd sem birtist mér einni. Ég reyndi meira aö segja aö þurrka hana í burtu vegna þess aö ég hélt aö hún væri glampi af sólinni. Önnur vera birtist mér jafnan í stiganum, kona sem ég var hrædd viö því henni fylgdi ekkert gott. Pabbi þurfti þá aö bera mig uþp stigann inn í herbergið mitt.“ - Hvenær fórstu aö spá fyrir alvöru? „Mjög fljótlega. Ég byrjaði á aö spá í bolla og þaö gekk vel framan af, þangaö til ég spáöi fyrir konu nokkurri og fékk þau skilaboö aö hún myndi fljótlega missa mann- inn sinn. Þaö kom síðan fram. Samt var ekkert sem benti til þess aö viðkomandi væri heilsutæpur. Það var erfiö reynsla. Eftir þaö hætti ég aö spá um tíma og snéri mér aö stjórnmálum í nokkur ár. Þaö einkennilega var aö ég gat sest niður og skrifað um málefni sem annars voru mér alveg framandi. Ég tel aö einhver viskuvera hafi skrifað í gegnum mig. Sterkasta tengingin mín sem miöils er í gegnum drauma. Mínir draumar koma alltaf fram. Þeir eru mér afar mikilvægir og ég lít á þá sem mjög öfluga teng- ingu milli sjálfs mín og hins yfirskilvitlega. Þegar viö er- um á milli svefns og vöku tel ég að sálin hverfi út í „astral- sviðið", bindist gífurlega sterkri Ijósorku og tengist út í alheiminn. Þaðan fáum viö síðan alls konar upplýsingar. í þessu ástandi er maður al- veg slakur svo aö vitundin er sem tærust, öfugt við þegar ég er andspænis annarri manneskju. Þá getur komiö fyrir aö ég miðli því sem er í huga viðkomandi. í svefni fæ ég tengingu viö neista af al- mættinu. Viö getum kallað það einingu." Viö hrökkvum viö, mitt f þessum háspekilegu um- ræöum þegar hávær skark- ali heyrist úr eldhúsinu. „Þá eru þeir byrjaðir eina feröina enn,“ segir Guðrún mæöu- lega og sýnir mér kolsvarta steikaraþönnu sem á ein- hvern óútskýranlegan hátt hefur þeyst upp af eldavél- inni og brotnaö í tvennt. „Þaö eru ærsladraugar í eld- húsinu hjá mér sem láta mig aldrei f friöi þegar ég er aö matreiöa. Ég hef ekki hug- mynd um hvaö þeir vilja en þaö er augljóst aö þeir hafa sínar skoöanir á elda- mennskunni." Hún slekkur á ofninum og gengur aftur inn í stofuna. „Gleymum þeim,“ segir hún hressilega og fær sér sæti. „Þetta eru vonandi ekki geimverur þarna í eldhús- inu?“ spyr ég dálítið óstyrk. „Þaö getur meira en ver- iö,“ segir hún hlæjandi. „Ég er nú geimverukona og finnst pær voöalega spenn- andi. Eg tel aö þær hafi mik- ilvægu hlutverki aö gegna á jörðinni, bæöi vísindalegu og andlegu. Þaö má skipta þeim í nokkra hópa. Til eru mjög háþróaðar geimverur og aðrar á dálftiö lægri stig- um sem eru kannski ekki sem bestar. En við getum líka lært af þeim. Geimverur koma hingaö til aö fá þekk- ingu og miðla henni. Reynd- ar finnst mér ákaflega skrýtiö aö fólk skuli vera svona van- trúaö á geimverur þegar tek- iö er miö af því að viö send- um menn út í geiminn. Hvers vegna skyldu þær ekki gera slíkt hiö sama?“ - Eru geimverur á lægri stigum þær sem sagöar eru nema fólk á brott og gera á þeim allskonar tilraunir? „Ja, ég hef þá trú aö þær séu dálítið í ævintýra- mennsku. Þaö er til lægra sjálf í þessum verum jafnt og í okkur. En ég held aö þær komi fyrst og fremst til aö sýna okkur aö þaö sé eitt- hvaö til meira en þaö sem augað sér. Hvaö varðar til- raunirnar, sem viö höfum heyrt fólk lýsa, veröum viö að gæta hlutleysis og vara okkur á að gleypa ekki viö öllu. Þaö er búiö aö skrifa svo margt neikvætt um þessi mál í fjölmiðlum aö margir geta fariö aö ímynda sér alls konar hluti. Svo þarf vissu- lega aö gæta þess að viö- komandi frásagnaraðili sé í andlegu jafnvægi. Sjálf hef ég aldrei upplifað nema gott eitt frá þessum verum. Ég uppliföi þær í svokölluðum vökudraumi áriö 1991, 1992 og 1993, þrjú ár í röö. Þetta voru meðalmenn á hæð í silfurgráum fötum meö stór, skásett augu sem mér fannst líkjast sólgleraugum. Þaö stafaði mjög góöu frá þeim. Þeir gerðu eitthvaö viö andlitiö á mér og opnuðu á mér þriöja augað og háls- stööina sem við notum mjög mikið til miölunar. Ég álít aö verurnar hafi komiö til aö opna hæfileika mína sem miðils. Eftir þessa heimsókn þeirra fór ég eingöngu aö vinna í andlegum málum og í vissu ástandi get ég numið allt eins og hljóönemi." - Af hverju heldurðu aö geimverur komi til sumra en ekki annarra? „Viö erum meö mismun- andi mólekúl og atóm,“ segir hún glettnislega. „Sumir eru næmari en aðrir fyrir þessari miklu orku. Ég hef séö Ijósin 6 VIKAN 4. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.