Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 28

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 28
KULDAHROLLUR GEDV „Sumir kalla þetta rugl og vitleysu og trúa því ekki aö ég sé skyggn. Ég skipti mér ekki af því,“ segir Kristján Einarsson miðill. Auk þess að starfa sem læknamiðili hefur hann þann hæfileika að geta rekið illa anda út úr húsum. Það kallast reimleikar þegar iliir andar gera sig heimakomna og láta vita af sér. TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON E I iginkona Kristjáns opn- I ar fyrir blaöamanni. iHúsbóndinn kemur fljótlega fram og býöur til herbergis inni í íbúöinni. Þetta er vinnuherbergið hans þar sem hann starfar sem læknamiöill á kvöldin. Á daginn vinnur hann á lager hjá Pósti og síma. Blaða- maður hefur áöur tekið viötöl viö miðla og þaö er áberandi hvaö þaö er afslappandi aö tala við þá. Það er sérstakt andrúmsloft og mikil kyrrö í kringum þá. „Þaö, sem um er aö ræöa, er guöleg orka sem miðlar nota og þaö er hún sem skapar þessa kyrrö og þennan friö.“ Þaö er legu- bekkur í herberginu og á hann leggjast þeir sem koma til Kristjáns á kvöldin. Sumt af þessu fólki verður svo af- slappaö aö þaö hreinlega sofnar. Fyrir ofan legubekk- inn er teikning af indiána. Kristján segir aö hann sé einn af þeim verum sem fylgi sér. STIGINN HVARF Kristján, sem fæddist og ólst upp í Hveragerði, segist alltaf hafa verið skyggn. í æsku lék hann sér meö börnum sem aðrir sáu ekki. Þaö var hins vegar ekki fyrr en um fermingu sem hann fór aö hugsa af alvöru um þessa hæfileika sína. Hann segir ástæðuna hafa veriö þá að fólki, og þá aðallega jafnöldrum hans, fannst hann skrýtinn. Hann skar sig úr hópnum. „Ég haföi ein- faldlega annaö viðhorf til lífs- ins en þeir. Ég mótaöist af því sem ég skynjaöi." Kristján vill taka fram að fólk eigi ekki aö fara í anda- glas og segir leikinn hættu- legan. „Hann getur opnaö fyrir ákveðinn farveg, Sumir leita til mín vegna þess aö þeir hafa verið í andaglasi. Ég get nefnt sem dæmi fimmtán ára gamla stúlku sem var hætt aö geta sofið vegna veru sem hún sá alitaf í herberginu sínu. Ég líki andaglasi viö miðilsfund þar sem miðilinn vantar til aö halda um stjórntaumana." Kristján fór oft í andaglas þegar hann var strákur. „Viö vorum einu sinni tveir í andaglasi og félagi minn var líka skyggn. Ég bað andann að sýna mátt sinn og þaö var eins og viö manninn mælt. Viö misstum af glas- inu, þaö keyrðist í magann á mér og rann svo á teppalagt gólfið þar sem þaö brotnaði í mél. Þaö hefðu eflaust ein- hverjir hlaupiö út en við náö- um í annað glas. Svo stafaði andinn fyrir okkur aö viö skyldum vara aöra viö að fara í andaglas." Á skrifborðinu hans Kristj- áns er svarthvít mynd af stúlku og á einum veggnum er teikning af henni. Stúlkan er ein af fylgjum - eöa Ijós- verum - Kristjáns. Hún dó þegar hún var þrettán ára. Kristján kynntist henni ekki fyrr en eftir þaö. „Þegar ég var tuttugu og tveggja ára dreymdi mig eina nóttina aö fjórir menn kæmu meö lík- kistu og segðu mér að hún væri komin. Ég vissi ekki hver „hún“ var. Ég bjó á ísafirði á þessum árum og um daginn frétti ég aö líkið af þessari stúlku heföi komið meö Esjunni þá um morguninn. en hálfu ári seinna sem ég fór aö veröa var við stúlkuna sem ég tel aö hafi hjálpað mér mikið í gegnum árin." Kristján var myrkfælinn fram á fullorðinsár og hræddur viö þaö sem hann skynjaði og sá. Hann var rúmlega tvitugur þegar hann kenndi einn vetur í sveita- skóla á Vestfjöröum. „Ég þurfti einu sinni aö fara f annan skóla fyrir vestan seinni part dags pg þaö voru allir farnir heim. Ég var á efri hæöinni og ætlaði niður stig- ann þegar hann hvarf allt f einu. Ég baö um aö vera lát- inn i friöi og að sá, sem væri þarna aö leika á mig, kæmi sér í burtu. Og þá birtist stig- inn aftur.“ 47 FYLGJUR Kristján hefur kom- iö víöa viö. lauk skyldu- námi og 28 VIKAN 4. TBl. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.