Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 74

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 74
Á Á í í HJÓNABAND! Shazia er 17 ára gömul og vinnur á elliheimili. Þótt hún sé breskur ríkisborgari fæddist hún inn í asíska fjölskyldu sem vildi ala hana upp samkvæmt þeirra siðum. „Frá því ég var lítíl vissi ég aö ég myndi gifta mig. Mig grunaði þó ekki þaö myndi gerast þegar ég væri aðeins 14 ára,“ segir Shazia. Hún var enn nánast barn að aldri þegar foreldrar henn- ar sendu hana til Pakistan þar sem finna átti handa henni heppilegan eiginmann. „Þeir sögðu að þeir yrðu að gera það til að sýna mér aga. Þeim líkaði ekki við vini mína og þeim var illa við að ég færi út að skemmta mér á kvöldin. Ég vildi ekki láta senda mig burt og tók loforð af föður mínum um aö ég fengi að koma fljótt heim aftur." Shazia kom til Pakistan í janúar 1992 og tók frændi fékk menningarsjokk," segir Shazia. „Á hverjum morgni þurfti ég að sækja vatn úr brunninum, elda morgunmat handa karlmönnunum og sinna heimilisstörfum. Ég fékk ekki að fara í skóla þar sem fjölskyldu minni fannst menntun ekki vera fyrir kon- ur. Mig langaði til að fara heim til Sheffield og grét oft.“ Fljótlega rann það upp fyr- ir Shaziu að fjölskylda henn- ar hefði ekki sagt henni sannleikann. „Jaar sagði stundum við mig að fjöl- skylda mín kærði sig ekki um mig og bráðum myndi ég vera látin ganga í hjóna- band. Dag nokkurn hringdi pabbi minn og sagði mér að ég yrði að giftast ungum frænda mínum áður en ég kæmi heim aftur. Mér fannst það hræðilegt. Ég var of ung til að gifta mig og þekkti strákinn ekki neitt. Við höfð- um aðeins sagt örfá orð Þaö varö Shazia til bjargar aö hun laumaöist til aö skrifa vandamáladálki breska blaösins Woman úr prísundinni i Pakistan. hennar, Jaar Mahamid, á móti henni og fór meö hana til þorpsins Jandalah. „Ég hvort við annað. Ég gat ekki hugsað mér að eyða lífinu með ókunnugum rnanni." SKRIFADI í VANDAMÁLADÁLK! Tveimur mánuðum eftir að Shazia kom til Pakistan hafði hún misst alla von um að fá að snúa aftur til Englands. Þá gaf vinkona hennar henni eintak af breska tímaritinu Woman. „Hún hélt að það myndi hjálpa mér til drepa tímann. Ég fékk þá hugmynd að leita hjálpar í vandamála- dálki tímaritsins. Ég varð að fara varlega því ef fjölskylda mín hefði komist að því hefði hún verið til alls vís. Ég beið eftir því að allir væru farnir að sofa og skrifaði þá hjálp- arbeiðnina. Ég vissi að ég yrði að hafa hraðar hendur. Giftingin átti að vera í októ- ber 1993 og það var farið að vora.“ í september 1993 uppfyllti Sue Frost, blaðamaður hjá Woman, draum Shaziu um að snúa aftur heim. „Lengi vel heyrði ég ekkert frá Sue en dag nokkurn kom lögregl- an allt í einu í þorpið og ég vissi um leið að ástæðan hlyti að vera ég. Það var mikill léttir að heyra blaða- konuna og lögfræðing, sem með henni var, segja frænda mínum að þau væru komin til að fara með mig heim. Ég var svo hrædd um að fjöl- skylda mín myndi gera mér eitthvað hræðilegt að ég neitaði því að hafa skrifað bréfið til tímaritsins." Sannleikurinn kom þó fljótt í Ijós þegar Shazia þurfti að fá leyfi foreldra sinna til að koma heim. „Foreldrar mínir urðu æfir út í mig. Ég vildi ekki fara aftur til þeirra því ég var reið út í þá og fannst þeir hafa svikið mig. Samt ákvað ég að gefa þeim ann- að tækifæri." Shazia ásamt nýju fjölskyld- unni sinni. Frá vinstri: Stacey, Sara og Adam. Shazia flutti til foreldra sinna, þriggja bræðra og eldri systur og bjó hjá þeim í þrjá mánuði. „Ég var óham- ingjusöm og fannst ég vera einangruð. Foreldrar mínir skömmuðust sín fyrir mig og sögðu að ég hefði smánað islamska samfélagiö með því að neita að giftast fraenda mínum.“ í fyrstu neitaði skólinn, sem Shazia haföi gengið í, að veita henni inngöngu aft- ur þar sem hún hafði misst svo mikið úr námi. Það leið mánuður þar til hún fékk að hefja nám að nýju. Shazia fannst heimilislífið hræðilegt og gat ekki afborið það. Hún ákvað að flýja að heiman. 13. janúar 1994 flutti hún til vinkonu sinnar, Söru Bear- ley, sem hafði alltaf reynst henni vel. „Síðan hef ég 74 VIKAN 4.TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.