Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 32

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 32
_! A £jjLxj£^n a_j \ HVAÐ EIGA ÞEIR SAMEIG- INLEGT? HVAÐ SEGJA ÞEIR UM TRÚMÁL, KONUR, SKEMMTANABRANSANN, HJÓNABANDIÐ, SVIÐS- SKREKKINN OG HVOR ANNAN? RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR HITTI STEF- ÁN HILMARSSON OG ÓM- AR RAGNARSSON YFIR TE- BOLLA OG ÁTTI VIÐ ÞÁ LÉTT SPJALL UM LÍFIÐ OG TILVERUNA. Stefán: Tyson tók þessum ó- sigri vel. Hann er oröinn svo mikill rólyndismaöur síöan hann tók íslam og hinn talaöi náttúrlega bara um Guö og þakkaði honum fyrir sigurinn. Það tók blaðamanninn fimm mínútur aö fá eitthvað annaö fram hjá honum. Ómar: Ég er sammála Bubba. Ég vil ekki sjá trúarbrögö í boxinu. S: Þaö var algjör tilviljun að ég datt niður á þennan slag þeirra Tysons og Holyfields. Ég nennti ekki aö fara aö sofa og fékk svo þennan frábæra slag. Hins vegar hélt ég að þeir ætluöu aldrei aö byrja. Ó: Þetta er alltaf rosaleg sere- mónía, alveg eins og í súmó glímu þegar þeir dreifa saltinu yfir hringinn. Seremónían er aöalatriöiö. S: Svo er þetta yfirleitt búiö á augnabliki, nema reyndar þarna. Hvorugir drekka þeir kaffi en sættust þó á te og við komum UOSM.: GÍSLI EGILL HRAFNS- SON okkur vel fyrir viö arininn á Kaffi Puccini. S: Það er eitthvað viö þetta kaffidæmi sem ég næ ekki. Mér finnst þaö bara vont. Hins vegar er ég mikill temaö- ur. Ó: Ég er sammála, mér finnst það skárra. Aö öllu jöfnu myndi ég drekka kók en þar sem ég er svo kvefaður veöja ég á teið. Stebbi og Ómar virtust strax tengja og eftir heitar umræöur um hnefaleika fór blaöa- maöur aö gera vart viö sig. Vikan: Hvernig er það strákar? Fáiö þið sviðsskrekk þegar aö þiö komið fram? S: Alltaf aöeins, en það er mis- jafnt eftir því hvar maður er. Ef maður er aö spila á kunnug- legum stööum er þaö bara eins og aö vera heima hjá sér. En það er alltaf smávegis óör- yggi jafnvel þó aö þaö sé fátt í húsinu. Ó: Maöur veit ekki alltaf hvar maður hefur áhorfendur. Hver smekkur þeirra er og hvaö þeir vilja. S: Það er aö vísu öðruvísi meö Ómar, hann er meö allt ööruvísi prógramm en ég sem söngvari. Ó: Að mörgu leyti er meiri ástæöa til aö vera meö sviös- skrekk þegar maður er meö dagskrá eöa skemmtun eins og ég er meö, því þaö er svo miklu háðara skopskyni og aö- stæöum heldur en svona klassamúsík eins og Stefán er meö. S: Þeir sem hlusta á mig eru líka komnir til aö hlusta á mig og engan annan. Ó: Ég hef alltaf öfundaö góöa listamenn sem eru meö bita- stæða og góöa list. Þeir koma og geta jafnvel sungið sama lagið aftur og aftur og áhorf- endur heimta bara meira og meira af sama laginu. En grín- istinn getur ekki sagt sama brandarann aftur. S: Hefur þaö ekki komiö fyrir, Ómar, að einhver biöji þig aö segja einhvern ákveðinn brandara? Ó: Ég hef oft verið beðinn um aö fara aftur meö einhverja ákveöna sögu. Fólk virðist eiga erfiöara meö aö muna fimmtán mínútna langar sögur, aö minnsta kosti virðist fólk nenna að hlusta á þær aftur. V: Hversu meðvitaðir eru hlustendur um þaö hvort um er aö ræöa góöa tónleika eöa slæma eöa gott skemmtipróg- ramm eöa lélegt? S: Maöur finnur það oftast best sjálfur og þá finnst manni yfir- leitt aö einhverjir hafi átt aö taka eftir því en í mínum bransa er ég meö hljómsveit meö mér sem getur dregiö athyglina frá mér ef ég er illa stemmdur. Ó: Stundum getur maður verið óheppinn ef maöur fer að horfa á rangt fólk í salnum. Þaö er mikið atriði aö horfa á réttu andlitin. S: Já, ef maður lendir í því getur maður fengiö slæma víbra frá þessu fólki. Meöan hinir eru kannski allir í góöu formi. Ó: Þaö eru náttúrlega ekki allir sem skemmta sér jafn vel. Sumir skemmta sér bara inni í sér og maður sér aldrei nein svipbrigöi. S: Ég get sagt það sama. Sum- ir hlusta svipbrigöalausir en aörir sýna það mun augljósar. Ó: Ég man einu sinni þegar aö ég var aö skemmta á ísafirði. Þá var maður sem sat alveg rétt hjá mér, silfurhærður, og virtist ekkert skemmta sér. S: Var þaö Bogi Ágústsson? Ó: Nei, nei, þetta er svo langt síðan, hann var bara barn þá. Ég lét öllum illum látum en var mjög óánægöur þegar ég kom niöur af sviðinu og þarna kom aö mér maöur sem spuröi: „Hvaö, þú ert bara svekktur?" Já, svaraði ég, „það var þarna maður, silfurhæröur, sem bara brosti aldrei neitt". Þá var mér sagt að þeim silfurhærða hefði bara verið boöið þar sem verið væri aö heiöra hann þetta kvöld. Hann væri blindur og hálf heyrnarlaus. V: Muniö þiö eftir einhverjum hræöilega misheppnuöum uppákomum hjá ykkur ? S: Einu sinni man ég eftir því að ég var aö syngja hálf raddlaus en lét mig samt hafa þaö. Þetta var alveg hræðilegt. Ég gat samt gargað aöeins en fann aö þetta var alveg ómögulegt. Þetta var hræðilega langur klukkutími uppi á sviöi, maöur var eins og dæmdur maöur. En oft finnur maöur þaö bara sjálfur inni í sér ef maöur hefur ekki staöiö sig vel og sumir tónleikar hjá mér eru vissulega betri en aðrir. Það getur veriö margt sem spilar þar inn í. Svo er líka oft að manni finnst maður hafa veriö ómögulegur, en þó eru áheyrendur hæstánægöir og virðast ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu. Þá hefur manni ef til vill tekist aö „fela“ þaö ein- hvern veginn. Stundum er maö- ur öörum þræöi líka leikari. Ó: Ég er náttúrlega bara meö undirleikara og auðvitað reyni ég aö kenna honum um eins mikið og hægt er þegar illa gengur. V: Hvað meö þig Ómar, hefur þú lent í að vera meö hræöi- lega lélega sýningu? Ó: Þaö er svo langt síöan. Það var áriö 1964. S: Er svo allt búiö aö vera upp á viö síðan? Ó: Ja, þaö held ég bara en ég hætti þarna í viku. Þá var ég búinn aö vera aö skemmta á nokkrum herrakvöldum þetta haust. Svo var það hjá Róta- rýklúbbi Reykjavíkur, sem þá var, að ég átti aö skemmta eitt 32 VIKAN 4. TBL. 199ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.