Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 26

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 26
KAFLI ÚR LÍFSSÖGU MYRIAM MÓDURMISSIR w E |g var enn í lausu lofti meö flugfjaörirnar Istýfðar þegar ég Kom á gamla heimilið mitt á Zalm- an Schne’úr götu í Tel Aviv til að annast mömmu. Henni haföi hrakað svo mikið að ég ætlaði varla að þekkja kon- una, sem lá í rúminu, með þunnt hár sem stóð út í loftið eins og þurrt strý og hand- leggi sem voru eins og mjóar pípur. Ég hljóp til hennar og ætlaði að faðma hana að mér með tárvot augu. Þá sló hún mic| fyrirvaralaust utan- undir. Eg stóð upp, ringluð við höggið og flúði síðan fram í eldhús þar sem pabbi Ég vonaði að ég fengi að sjá andlit hennar friðsælt í dauðanum. En andlit- ið sem blasti við mér var hryllilegt ásýnd- um. Munnurinn var eins og hola án tann- anna og hún minnti mig á lík úr fanga- búðum nasista. sat við borðið eins og skugg- inn af sjálfum sér. Hann leit á mig sorgþrungnu augna- ráði og sagði: „Hún er alveg orðin rugluð. Læknarnir segja að hún sé dauðvona.” Eg greip fyrir munninn til að kæfa sársaukaópið sem kom fram á varir mér. Nú var komið að því sem ég óttaðist mest, að lifa lífinu án mömmu. Ég hvorki gat né vildi hugsa mér það. Um kvöldið heyrði ég lág- væran grát úr svefnherberg- inu. Ég læddist inn og settist á rúmstokk mömmu. Hún hætti að gráta og faðmaði mig að sér af þeim krafti sem hún átti til. „Elsku, hjartans Mimkale,” sagði hún. „Ég er svo veik að ég veit ekki lengur hvað ég geri. Fyrirgefðu mér.“ „Auðvitað, elsku mamma mín,“ hvíslaði ég þó að kökk- urinn í hálsinum á mér væri svo stór að mér var örðugt um mál. Hún reis með erfið- ismunum upp við dogg og horfði fast í augun á mér. „Mimi, lofaðu mér því að hjálpa mér. Láttu mig ekki kveijast svona! Hjálpaðu mér að deyja.“ Ég gat ekki talað fyrir gráti. Mamma endurtók: „Hjálpaðu mér að deyja." Mig hafði ekki grunað að hún væri svona illa farin. Hún gat ekki lengur gert þarfir sínar hjálparlaust, átti mjög erfitt um gang og var með ofskynjanir. Við sváfum ekki heilu næturnar. Pabbi greiddi einni af vinkonum mömmu til að sjá um hana til að við gætum hvílt okkur. Hún hjúkraði henni, þvoði henni, mataði hana og hélt henni félagsskap. Ég varð að sjá til þess að Tura yrði fjarri ömurleik heimilisins í jólafríinu og bað Ferró að finna einhver ráð. Hann fann vinnu fyrir hana á spítala í París sem kunningi hans rak en á endanum gekk það ekki upp. Ferró vildi ekki láta hana fá lykil að íbúð sinni í París og bauð henni þess í stað til Kanaríeyja. Hún varð mjög sár og þáði ekki boðið. Ég bað vinkonu mína, Timi, að finna fyrir hana au-pair vinnu í London þar sem Timi hafði mikil sambönd vegna umsvifa eiginmanns síns í utanríkismálum. Það gekk ekki heldur og von var á Turu til ísrael um miðjan desember. Pabbi var sjálfur mjög veikur. Hann þjáðist af æða- kölkun og bólgu í blöðru- hálskirtli en vildi ekki gang- ast undir meðferð meðan mamma var í þessu ástandi. Hann var búinn að missa all- an kraft og gat ekki lengur einbeitt sér að vinnunni. Hann lá oft fyrir og engdist af kvölum en neitaði staðfast- lega að tala við lækni. Til að auka á erfiðleikana lenti Rig- mor í alvarlegu bílslysi og þurfti að gangast undir tutt- ugu skurðaðgerðir. Síðustu mánuðina heima var mamma orðin mjög tæp á geði. Hún fór oft fram úr rúminu, klædd í náttkjól, sem flaksaðist um visna útlimina, og eigraði þannig um húsið. Eitt kvöldið kom hún inn i stofu þar sem við pabbi sát- um að tali. Hún benti á mig og spurði pabba í ásökunar- tón: „Hver er þessi mella sem situr við hliðina á þér?“ Oftast nær gat hún ekki risið upp við dogg, hvað þá gengið hjálparlaust vegna sjúkdóms síns en þegar hún var þannig á sig komin var eins og hún væri haldin illum anda. Hún sagði að ég væri vond og kaldrifjuð kona, harðstjóri eins og langamma og grunaði pabba um að halda við aðrar konur. Hún ásakaði okkur fyrir að brugga ráð um að fyrirkoma sér. Hún sá Turu farast í flugslysi, sá húsið brenna og sá mig ræna peningum úr veskinu sínu. Hún réöist á okkur og barði okkur á þess- um hræðilegu stundum. Þegar hún var með réttu ráði var hún jafnan miður sín yfir að tapa þannig virðingu sinni. Hún vissi að hún væri dauðvona og grátbað okkur pabba um að hjálpa sér til að deyja svo hún þyrfti ekki að eyða næstu árum út úr heiminum og jafnvel í önd- unarvél. Niðurbrotin eins og við vorum af sorg reyndum við pabbi að hjálpa henni. Þá höfðum við gengið í gegnum linnulausar þjáningar með henni í sex mánuði. Við vor- um mjög fákunnandi um líknardráp og fórum til nokk- urra lækna til að leita upplýs- inga. Þar var komið fram víð okkur eins og glæpahyski. Við snerum heim, niðurlægð og uppgefin. „Ég get ekki hugsað mér lífið án hennar en ég get ekki hugsað mér að horfa upp á hana svona,“ sagði ég grátandi við föður minn. Hann kinkaði kolli og tárin runnu niður kinnar hans. Við báðum saman heita bæn að dauðinn líknaði mömmu svo hún fengi að losna frá þess- um kvölum. Pabbi gerði jafn- framt ráðstafanir til þess að hann þyrfti ekki enda líf sitt í sama ástandi og mamma og skrifaði bréf þess efnis að hann óskaði til að mynda ekki eftir því að lif hans yrði framlengt í öndun- arvél. Þar sem við höfðum enga þvottavél í íbúðinni og mamma ataði stöðugt út rúmið var loks ómögulegt að hafa hana heima. Við geng- um á milli félagsmálastofn- unar og sjúkrasamlagsins til að fá fjárhagsaðstoð en höfðum ekki erindi sem erf- iði. Heilsugæsluþjónusta við aldraða var svívirðileg í ísra- el á þessum tíma. Eftir tals- verða leit fundum við lítið einkasjúkrahús fyrir dauð- vona fóik. Mamma var með fullu ráði þegar við fluttum hana þangað og var öskur- eið við okkur. Hún harðneit- aði aö sýna nokkurn sam- starfsvilja við hjúkrunarfólk- ið; bað það aðeins um að leyfa sér að deyja. Því var vitaskuld ekki sinnt svo hún neitaði að borða. Þá upplifði ég eina ömurlegustu stund ævi minnar. Yfirhjúkrunarkonan, sem var stór og feit og útlits eins og stormsveitarforingi, kom inn í sjúkrastofuna með nær- ingarslöngu og stóra súpu- skál. Hún batt mömmu ofan í stól og fór að slá á tennurnar á henni með skeið. „Borð- aðu!“ öskraði hún með grófri bassaröddu. „Borðaðu!” Mamma leit undrandi á mig og spurði: „Af hverju öskrar þessi kona á mig, Mimi?“ Ég sagði kurteislega en ákveðið við hjúkrunarkonuna að hækka aldrei tóninn þeg- ar hún ávarpaði móður mína. Hún lét sem hún heyrði ekki í mér og hélt 26 VIKAN 4. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.