Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 19

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 19
/OLVAN 1997 gjaldeyris í sjóöi landsins. Hvaö áhrærir fjármögnun mik- ilvægra framkvæmda hér á landi kemur Sviss töluvert viö sögu. • Þeir, sem stunda landbún- aö hér á landi, eiga svo sann- arlega eftir aö snúa vörn í ; sókn. Héöan verður hafin sala landbúnaðarafuröa í ríkum mæli með tímanum og nýjar leiðir opnast fyrr en varir. ís- “ lenskar landbúnaðarafuröir eiga eftir aö veröa afar arðbær útflutningsvara. Trúðu því. RÉTTVÍSIN • Endurskipulagning lög- gæslumála verður meðal stóru viðfangsefnanna á næsta ári og verður mjög þrýst á stjórn- völd aö ganga harðar fram í aö giröa fyrir taumlausan inn- flutning fíkniefna til landsins. Þessi umræða er svo sem þegar hafin en á eftir að fá byr undir báða vængi eftir aö fram koma uppljóstranir sem vekja óhug meðal þjóöárinnar. Margir munu vakna upp af Þyrnirósarsvefni þegar stór- fellt sakamál tengt eiturlyfja- innflutningi skekur þjóðfélagiö. Landsmenn verða að horfast í augu við að ísland er ekki sama friðsemdareyjan og hún var. • Þá mun gamalt lögreglumál verða tekið upp að nýju og setja allt á annan endann í þjóðfélaginu þegar teflt verður fram upplýsingum sem pukrast hefur verið með. Al- menningur mun svo sannar- lega fá tilefni til að endurskoða afstöðu sína til íslenskrar rétt- vísi þegar rykið verður blásið af gömlum skýrslum... • Skipafloti landsmanna mun stækka. Ég sé fána nýs fyrir- tækis í tengslum við flutninga á sjó. Þetta er alveg nýtt fyrir- tæki sem á ekkert skylt við þau flutningafyrirtæki sem fyrir eru. • Þá á flugflotinn eftir aö taka breytingum og þar eiga nýir aðilar einnig eftir að koma inn í myndina. Ný flugfélög. Get- um við talað um loftbardaga? VEDURSPÁ... • Veðrið verður risjótt. Svo sem ekki merkileg veðurspá. En eitt fæ ég séð að ætli að skera sig úr: Á Norð-Austur- landi verður sérstaklega mikill snjór og þar á eftir að hvessa rækilega. En Austfirðingar geta hugsað með tilhlökkun til einstaklega fallegs vors. Á Suður- og Suð-Austurlandi mega menn líka búa sig undir slæma óveðurskafla og jafnvel einhver flóð. Og þar verður vart jarðskjálftakippa og ann- arra jarðhræringa án stór- skaða. • Sérstaklega sækir á mig sú sýn að einhverjar hamfarir eigi eftir að eiga sér stað nærri Þingvallasvæðinu. • Ný kirkja, eða söfnuður, mun líta dagsins Ijós á næsta ári. Mér sýnist það verða í ágúst. Það eiga eftir að verða mikil umskipti í kirkjumálum þjóðarinnar. íslendingar verða víðsýnni og munu brátt gefa andlega þættinum enn meiri gaum en fram til þessa. • Ekkert lát viröist ætla að verða á skelfilegum fréttum af misnotkun á ungum börnum hér og erlendis. Hér á landi verður farið að gera háværar kröfur um að allt verði gert til að loka fyrir dreifingu barnakláms á Internetinu. Nýj- ar fréttir af barnaníðingum munu vekja óhug síðar í vetur og aftur síðla sumars. • Heilbrigðismálin verða áfram til mikillar umræðu og það mun enn um sinn reyna mjög á þolrifin í heilbrigðisráð- herra. Hann mun mæta mörg- um hindrunum á vegi sínum. Atriði, sem hafa ef til vill notið of mikils forgangs, verða tekin til rækilegrar endurskoðunar. Horfið verður aftur til fyrra fyr- irkomulags á ákveðnu sviði og síðan siglt inn á algjörlega nýja braut. Það á svo margt eftir að taka verulegum breyt- ingum í heilbrigðiskerfinu í nánustu framtíð. HVERT ÞÓ Í LOGANDI! • Ekki veit ég hvað það á ná- kvæmlega að segja mér en ég hef séð bensfnstöð í Ijósum logum og mér finnst eins og mannvirkjum í næsta nágrenni stafi ógn af bálinu. Ekki veit ég hvort á að skilja þetta í bók- staflegri merkingu eða hvort þetta táknar ófarir fyrirtækis í olíusölu. Ég sé ekki hvaða fyr- irtæki á hér í hlut. • Þrátt fyrir allt og allt verður halli á ríkisbúskapnum á árinu 1997. • Erlend verktakafyrirtæki eiga eftir að velgja íslenskum verktökum talsvert undir ugg- um í samkeppni um stór verk- efni hér á næsta ári. • Ungt og fallegt fólk á eftir að draga að sér athygli í feg- urðarsamkeppni erlendis og fréttir berast af mikilli vel- gengni ungrar fyrirsætu ytra á árinu. • Upp úr miðju ári verða al- varleg læknamistök dregin fram í dagsljósið. Síðar verða greiddar einhverjar hæstu bætur sem sögur fara af hér á landi. Að vísu langt frá þeim bótum, sem greiddar eru í miskabætur vestur í henni Am- eríku, en á árinu heyrast há- værar raddir sem krefjast þess að farið verði að sýna meiri sanngirni þegar fólki eru dæmdar bætur fyrir grafalvar- leg mistök lækna. • Það er ekki víst að það verði strax á næsta ári en ég heyri, til mikillar tilbreytingar, hefjast umræður um skatta- lækkanir! AFBROTAIWÁL • Almenningi á eftir að blöskra hversu mildilega er tekið á síbrotamönnum. Þeir, sem krefjast þess að afbrota- mönnum verði undanbragða- laust gert að taka út sína refs- ingu og þeir fái ekki að ganga lausir, fá óvæntan og dyggan stuðning frá löggæslumönnum sem finnst sem þeir séu “að ausa sjóinn með teskeið” þeg- ar þeir mæta sömu afbrota- mönnunum nótt eftir nótt. • Ég skil vel að víða sé farið að reyna á þolinmæði almenn- ings gagnvart ungum afbrota- mönnum. En það er sérstök ástæða til að vara “sjálfskip- aða verði laganna” við að ganga of langt er þeir taka til sinna ráða. Að mér sækir sú sýn að þar eigi átök eftir að fara úr böndunum... • Ákveðinn atburður, eða at- burðir, beinir athygli almenn- ings verulega að dulrænum fyrirbrigðum. Hinir vantrúuðu fá ástæðu til að skoða hug sinn betur í þessum efnum. • Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður mikið til umræðu á árinu. Mér virðist fara af stað umræður sem munu leiða til sameining- ar Hafnarfjarðar, Bessastaða- hrepps og Garðabæjar. Og þess verður ekki langt að bíða að íbúar i Kjós þurfi einnig að taka afstöðu til sameiningar- mála... RÉTTUR FEÐRA • Umræður um forræðismál og umgengnisrétt fráskilinna feðra við börn sín verður áber- andi á árinu. Ákveðið tilvik verður öðru fremur kveikjan að þeirri umfjöllun og á mörgum eftir að renna til rifja hvernig málum er þar komið. • Sviptingar verða í fjölmiðla- heiminum. Sérstaklega sýnist mér athyglin beinast að bágri stöðu Stöðvar 3 sem virðist vera við það að líða undir lok í kringum páska en rís svo upp eins og klettur og reynist keppinautunum óþægur Ijár í þúfu. í tengslum við þá bylt- ingu sýnist mér ein eða tvær útvarpsstöðvar, sem eru til- tölulega litlar í dag, eiga eftir að ná sér verulega á strik. • Ekki eiga eftir að verða neinar breytingar á stöðu Rík- isútvarpsins í nánustu framtíð þó að uppi hafi verið háværar raddir um að selja Rás 2, af- nema afnotagjöld og jafnvel leggja RÚV alfariö niður. Sala ríkisfyrirtækja á almennt eftir að ganga afar hægt fyrir sig. Of hægt, að mati ýmissa sem eiga eftir að láta meira til sín heyra en áöur. Einhver hreyf- ing kemst hinsvegar á sölu jarða í eigu ríkisins þegar líða tekur á árið. • Ég sé að léttvín og bjór verður, áður en langt um líður, til sölu í kjörbúðunum. Ég er af gamla skólanum og vil frekar torvelda aðgang að áfengi. En ég verð víst að sætta mig við að breytt viðhorf ráða nú ferð- inni. LOKAORDIN Þegar hér var komið var mjög af Völvunni dregið. Hún tók sér góða málhvíld áður en hún sagði sín lokaorð við blaðamann Vikunnar. • Mér finnst verða ákaflega skýr kaflaskipti á mörgum sviðum á árinu 1997. Þjóðin kemst út úr þeirri stöðnun sem hér hefur verið í ákveð- inn tíma. Kemst úr skófarinu. Fjölmörg ágreiningsmál leys- ast á giftusamlegan hátt. Jafnvel tilviljunarkenndan vil ég segja. Það er eins og gæf- an fylgi landsmönnum í þess- um efnum. Mikil andagift verður ríkjandi og augu manna opnast fyrir nýjum möguleikum. Nýjum og ónýtt- um tækifærum. Á árinu 1998 eiga eftir að koma upp nokk- ur þau vandamál sem þjóðin þarf að geta mætt samhent og af yfirvegun. Því er nauð- synlegt að hún noti næsta ár til að byggja sig upp og nýti til þess þann styrk sem árið 1997 ber tvímælalaust í skauti sér, segir Völvan að lokum. 4 TBL. 1996 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.