Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Vikan - 01.12.1996, Blaðsíða 42
UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON PLÖNIUR NOIADAR í MARGVÍSLEGUM HLGANCp: IffANM LOFISIUR SEGIR ÁSTDÍS SVEINSDÓTTIR GRASAFRÆÐINGUR PLÖNTUR ERU TIL MARGS BRÚKLEGAR OG ÞÆR MÁ NOTA í MARGVÍSLEGUM TILGANGI. í SAMTALI VIÐ BRYNDÍSI HÓLM BLAÐAMANN GREINIR ÁSTDÍS SVEINSDÓTTIR GRASAFRÆÐINGUR FRÁ ÞVÍ AÐ AUK ÞESS SEM ÞÆR BÆTI ÁSÝND FYRIRTÆKJA OG STOFNANA AUKI ÞÆR VELLÍÐAN FÓLKS OG GERI UM- HVERFIÐ BÆÐI HLÝLEGT OG LIFANDI. EN ER NÓG AÐ SKVETTA VATNI Á PLÖNTUR TIL AÐ HAFA ÞÆR FAL- LEGAR? í VIÐTALINU KEMUR í UÓS AÐ PLÖNTUR ÞURFA, RÉTT EINS OG MENNIRNIR, Á REGLU AÐ HALDA OG ÞÆR ÞARF AÐ MEÐHÖNDLA OG SNYRTA AF UMHYGGJU EF VEL Á AÐ TAKAST. egar framkvæmda- stjóri fyrirtækis eins var spuröur að því hver ætti aö sjá um kerja- plönturnar, sem nýbúið var að fjárfesta i fyrir nokkur hundruð þúsundir og koma fyrir var svar hans á þá leið að hann færi aldeilis ekki að ráða sérstaka manneskju í það að skvetta vatni á blóm- in. Þar á bæ skyldu starfsmenn skiptast á að vökva. En eins og oft vill verða gleymd- ist það endrum og sinnum. Eins og eng- in regla varð á um- hirðunni og blessuö blómin dóu bara úr vanrækslu eða sjúk- dómum eitt á eftir öðru. Það er nefnilega með blómin og plönt- urnar, rétt eins og mennina, að þau þurfa umhyggju og hlýju og ekki hvað síst reglubundna næringu. Þetta vita nú kannski flestir en fæstir fylgja því eftir. Kannski vegna tíma- skorts en þó oftar vegna áhugaleysis. Það kemur sér því vel fyrir stofnanir og fyrirtæki sem skreyta gjarn- an umhverfi sitt með mynd- arlegum blómakerjum að vita til þess að hægt sé að kaupa sér þjónustu sem sér um þessa hluti. Og það get- ur líka komið sér vel fyrir ein- staklinga sem hafa annað- hvort ekki tíma til að sinna svona löguðu eða þurfa jafn- vel að bregða sér frá í lengri eða skemmri tíma. Ástdís Sveinsdóttir sér- hæfir sig í að setja upp blómaker af ýmsum stærð- um og geröum. Hún sér einnig um að fara reglulega til fyrirtækja og stofnana til að vökva og snyrta þær plöntur sem þar eru. Hún segir viðhorf manna gagn- vart alhliða blóma- og kerja- plöntuþjónustu hafa breyst mikið undanfarin ár, að fyrir- tæki og stofnanir geri sér æ meiri grein fyrir þýðingu þess að láta fagmanneskju sjá um og snyrta plönturnar og spara þannig bæði tíma og peninga. Ástdís útskrifaðist með B.S. gráðu í grasafræði frá háskólanum í San Jose í Kaliforniu árið 1988 og fjall- aði lokaverkefni hennar um sögu og þróun íslensks mosa. LÍFFRÆÐI MEÐ „BOTANY MAJOR" (GRASAFRÆÐI) „Ég þurfti að fá sérstakt leyfi hjá heilbrigðisyfirvöldum til að taka íslenska mosann, ásamt öðrum plöntum, út með mér því þetta var tals- vert magn. Eftir að ég lauk verkefninu mínu, sem ég fékk góða einkunn fyrir, gaf ég skólanum mosann og plönturnar og var því komið fyrir á sérstöku grasafræði- safni skólans þar sem það var haft til sýnis og fróðleiks. Ástæðan fyrir því aö ég dreif mig til Bandaríkjanna í nám var kannski fyrst og fremst sú að Garðyrkjuskóli ríkisins bauð á sínum tíma ekki upp á hefðbundið kerjaplöntu- og blómaskreytinganám. Það gerir hann hins vegar í dag. Ég hafði ekki áhuga á rækt- un heldur langaði mig að læra uppsetningar og hönn- un sem mér bauðst á grasa- fræðibraut háskólans i San Jose. Ég tók síðan á fimm árum B.S. gráðu í líffræði, með grasafræði sem aðal- grein. Á útskriftarskírteininu mínu stendur að ég hafi próf f líffræði með „Botany ma- jor“. Ég tók mikið af auka- greinum í grasafræði, svo sem plöntusjúkdóma og lýs- ingu. Og útigróðurinn í Kali- forníu, sem ég lærði allt um, er svo innigróður hér á ís- landi. Þess vegna starfa ég eingöngu með innigróður," segir Ástdís. „Að loknu námi í Kaliforníu fór ég á nám- skeið í innanhússgróður- skipulagi í London. Það tók nokkrar vikur og þar kynntist ég því hvernig fyrirtæki í blómaþjónustu væru rekin og sett upp. Námskeiðið var mjög fróðlegt og á því lærði ég mikið í tengslum við við- skiptavini og markaðssetn- ingu.“ Ástdís var fyrsti há- skólamenntaði grasafræð- ingurinn hér á landi til að setja á laggirnar fyrirtæki í blómaþjónustu þar sem áhersla er lögð á uppsetn- ingu plantna og reglulegt eft- irlit með þeim. Fyrirtæki hennar, Blómaþjónusta Ást- dísar (Blómamarkaðurinn ehf.), var stofnað síðla árs 1988. Margir af viðskiptavin- um fyrirtækisins hafa nýtt sér þjónustu Ástdísar um árabil. Og stöðugt bætast fleiri við, bæði fyrirtæki og einstakl- ingar. „Ég þjónusta fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heimili og er auðvitað í samkeppni við stóru blómaþjónustufyrir- tækin. Það er stundum hringt til mín og haldið að þetta sé í blómabúð og það er oft búið að panta heilu rósabúntin áður en ég loks kemst að til að segja í hverju mín starfsemi felst. Ég rek ekki blómabúð og geri ekki sérstakar skreytingar þótt ég hafi ákveðinn bakgrunn á því sviði. „Fallegar og vel hirtar plöntur eru ómetanlegar fyrir ímynd fyrirtækja, stofnana og heimila," segir Ástdís. „Að mínu mati hafa þær róandi og þægileg áhrif á fólk. Þær eyða líka skaðlegum loftteg- undum og auka súrefni I andrúmsloftinu þannig að þær eru oft nauðsynlegar, sérstaklega í nútímabygg- ingum þar sem þörf er á að bæta loftið með einföldum aðferðum. „Áhugi Ástdísar á plöntum og blómum kom nánast af sjálfu sér. Hún var sannkallað blómabarn, enda alin upp innan veggja Blómamiðstöðvarinnar sem faðir hennar rak í 30 ár. Þau voru þannig ófá sumrin sem Ástdís starfaði hjá föður sín- um og lagði honum lið við blómin. 42 VIKAN 4. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.