Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 4

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 4
le&cuuil.. Þekkirðu ekki fólk sem er eins og fast í vandamálapytti? Svona manneskjur eru eins og þrumuský sé yfir þeim, þær eru umtalsillar og lenda gjarnan í útistöðum við náungann og umhverfi sitt. Einn af les- endum Vikunnar, kona komin yfir þrítugt, var að spjalla við mig um daginn og sagði að hún hefði verið svona; vandamálaflækja er rétta orðið yfir líf hennar. Hún var hel- tekin af fyrrum sambýlismanni sínum og ekkert annað komst að en hann. Hún var ekki svona upptekin af honum vegna þess að sambúðin hafi verið svo dásamleg. Nei, hún bara þoldi ekki að hann skyldi halda áfram lífi sínu en ekki hanga stöðugt í símanum að þrasa við hana. Hún fann upp á ýmsum hefndaraðgerðum. Laug því að vinum hans að hann væri með kynsjúkdóm, hringdi í hann dag og nótt og lagði á, klippti í sundur myndaalbúmið þeirra, gerði sígarettugöt í sængurfötin þeirra og slæðuna sem hann hafði gefið henni og henti þessu inn um gluggann hjá honurn. Fjölmargir eru uppteknir af því að hefna sín svona, eins og lesa má um í þessari Viku. En, sem betur fer, átta sig flestir og geta unnið sig út úr þessu og hlegið að hefndaraðgerðunum síðar meir. Þessi ágæta kona fann t.d. að ólukkan elti hana og hún var ekki eftirsóknarverður félagsskapur þegar hún var í þess- um ham. Þar kom að hún fór að hugsa sinn gang. Hún leit í eigin barm, fyrirgaf karl- greyinu og setti alla sína reiði og biturð í lófann á sér og púff - blés þær í burtu. Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Áskriftarsími: 515 5555 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjóraf ulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Svo tók hún til við að lifa lífinu og gera eitthvað fyrir sig. Kannski hefur hún farið í kór? Allavega eru þær margar konurnar sem fundið hafa lífsgleðina með því að syngja. Eins og lesa má um á bls. 6 ganga fjölmargar konur inn á kóræfingu með áhyggjur á herðunum og spennu í öxlunum en koma út aftur syngjandi glaðar. Hvað þær tala fallega um Margréti Pálmadóttur kórstjóra! Sú kona ætti fyrir löngu að vera búin að fá bjartsýnisverðlaun og heiðursmerki fyrir það sem hún hefur gert fyrir menningarlífið í landinu og fjölda einstaklinga! Hvernig var menningarlífið áður en Magga Pálma fór af stað með sína stóru kóra? Allavega eru syngjandi glaðar konur út um allt land í dag. Og vonandi finnur þú, lesandi góður, þennan skapandi kraft já- kvæðrar orku sem fylgir konum sem byggja sig upp á jafn skemmtilegan hátt og skvís- urnar hennar Möggu gera og við segjum frá á bls. 6-10. Við á Vikunni viljum leita uppi það jákvæða í lífinu og ég minni á að síminn er alltaf opinn ef þú hefur ábendingar eða hugmyndir um eitthvað áhugavert og skemmtilegt efni. Það er nóg af slúðri og látum annars staðar. En Vikan bregður birtu á lífið. Njóttu Vikunnar Sigíður Arnardóttir ritstjóri Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórafulltrúi Ómar Örn Sigurðsson útlitsteiknari Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður Björg Þórðardóttir auglýsingastjóri Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Símsvari Vikunnar S: 515 5690 Tekið er við upplýsingum og hugmyndum um efni allan sólarhringinn. Vinsamlegast látið nafn og símanúmer fylgja erindinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.