Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 41
í Tónlistarskólann í Reykja-
vík. Ég hafði hugsað mér að
gerast tónmenntakennari og
kórstjóri þegar Valgeir varð
á vegi mínum. Ameríkudvöl-
in gerir það að verkum að ég
er sæmileg í ensku og hef
auk þess fengið innsýn í am-
erískt samfélag sem kemur
að góðum notum. Starfið hér
á vel við mig og ég hef
ánægju af að taka á móti
gestum setursins. Það kom
mér reyndar á óvart hversu
vel það á við mig að segja
fólki sögur þó að í þessu
starfi sé líklega einna mikil-
vægast að kunna að hlusta."
Sagan verður svo
raunveruleg
Hvernig er að upplifa fólk
sem kemur að skoða setrið
og sýninguna „Annað land,
annað líf“?
"Það er alveg frábært. Fólk
ber einróma lof á setrið og
það sem hér hefur verið gert.
Afkomendur Vestur-íslend-
inganna, sem í dag vilja láta
tala um sig sem Kanadabúa
af íslenskum ættum, eru
bæði hissa og afar þakklátir
fyrir að hér á landi skuli vera
til svona menningarsetur.
Við höfum alls ekki verið
nógu dugleg að auglýsa okk-
ur vestanhafs og því kemur
setrið þeim gjarnan talsvert á
óvart. Þetta fólk hefur ótelj-
andi sögur að segja af for-
feðrum sínum og við lærum
mikið af hverjum og einum.
Það var engin ein ástæða fyr-
ir vesturferðunum. Þarna
bauðst fólki tækifæri til að
hefja nýtt líf í nýju landi og
hver fjölskylda hafði í raun
og veru sína eigin ástæðu
fyrir því að fara. Fólk kemur
hingað og flettir upp í Vest-
urfaraskránni og tárfellir
þegar það finnur nafnið á afa
eða ömmu. Þetta færist allt
svo nærri þeim og verður svo
raunverulegt. Örlög forfeðr-
anna standa allt í einu svo
ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum þeirra.
íslendingum þykir ekkert
síður gaman að heimsækja
Vesturfarasetrið því saga
vesturferðanna hefur af ein-
hverjum ástæðum ekki ratað
inn í kennslubækur á íslandi.
Fæstir Islendingar hafa vitað
nokkuð um líf þessara landa
sinna fyrr en bækur Böðvars
Guðmundssonar, Híbýli
vindanna og Lífsins tré
komu út fyrir örfáum árum.
Ég held að á tímabili hafi
fólk skammast sín fyrir að
eiga ættingja sem höfðu
"gefist upp" eins og stundum
var sagt. En nú þegar fólk
fær greinargóðar upplýsingar
um það hvernig stóð á þess-
um vesturferðum þá breytist
viðhorfið og skilningur
eykst. Flestir sem koma í
setrið segjast þurfa að koma
aftur til þess að skoða sýn-
inguna betur og grúska í
heimildum. Svo koma hing-
að kennarar með nemendur
sína, allt frá sex ára aldri upp
á framhaldsskólastigið, og
þeir sýna þessu mikinn
áhuga."
Er mikið um að fræðimenn
komi og dvelji hér?
"Það er að aukast. í vetur
komu hér mannfræðistúd-
entar til þess að kynna sér Is-
lendinga sem þjóðarbrot í
Kanada, guðfræðinemi á
höttunum eftir upplýsingum
um trúarbragðadeilur sem
voru umtalsverðar í Nýja-ís-
landi um og fyrir aldamótin
og einnig kom hingað kona
frá Nova Scotia sem tengdist
ekki íslendingum á neinn
hátt. Hún hafði hins vegar
rekist á frásögn af hópi Is-
lendinga sem voru plataðir
til Nova Scotia og bjuggu þar
í skamman tíma. Hún hafði
frétt af Vesturfarasetrinu og
ákvað að koma og dveljast
hér í vikutíma við rannsókn-
ir. Sumir hafa orðið svo
uppnumdir af sögunni að
þeir fara heim staðráðnir í
að búa til kvikmynd um vest-
urferðirnar."
Dísa fer aftur að tala um
Valgeir Þorvaldsson sem á
veg og vanda af uppbygg-
ingu setursins. "Hann hefur,
ásamt konu sinni Guðrúnu
Þorvaldsdóttur, lyft grettis-
taki hér á Hofsósi því fyrir
nokkrum árum var plássið í
hálfgerðri niðurníðslu. Fólk
kom hingað til að skoða
gjaldþrota þorp en það hefur
aldeilis breyst. í fyrra feng-
um við um tíu þúsund gesti í
Vesturfarasetrið."
Það er svo skemmtilegt
Vigdís var að taka á móti
gamla kórnum sínum, Dóm-
kórnum í Reykjavík, þessa
helgi en með honum söng
hún í fimmtán ár. Hvað um
tónlistina, er hún búin að
finna sér nýjan kór?
"Nei, ég er það nú ekki.
Kannski er ég svona háð
mínum gamla kór að mér
fyndist ég vera að halda
framhjá honum með því að
fara í annan kór alveg strax.
En það kemur að því. Hér
býr afskaplega söngelskt og
músíkalskt fólk og margir
kórar starfandi."
Þú ert kannski að breytast í
Skagfirðing?
"Valgeir sagði að ef ég
fyndi ekki skagfirskt blóð í
æðum mínum yrði hann bara
að ættleiða mig. En þess
gerðist ekki þörf því ég
komst að því að ég er Skag-
firðingur í báðar ættir. Afi
minn fæddist meira að segja
hér á Hofi á Höfðaströnd
sem Hofsós dregur nafn sitt
af."
En Vesturfarasetrið þar
»
Vigdís á skrifstofu
Vesturfarasetursins en þar er
verið að koma upp bókasafni sem
gagnast mun þeim sem vilja rekja
ættir sinar eða fræðast um
hvaóeina sem viðkemur
vesturferðum íslendinga
sem Kaupfélag Austur-Skag-
firðingavar áður til húsa er
ekki eina húsið á Hofsósi
sem hefur fengið viðeigandi
andlitslyftingu. í uppgerðu
timburhúsi sem stendur í
gamla þorpskjarnanum við
ósa Hofsár er rekin veitinga-
stofan Sólvík þar sem maður
Vigdísar, Einar Unnsteins-
son, hefur hellt sér út í veit-
ingarekstur. Þau hafa mikið
að gera en Dísa kvartar ekki.
"Við erum ekki mikið
heima hjá okkur, en svona er
sumarið á Hofsósi, það er
bara mikið að gera og það er
svo skemmtilegt."
Kvosin á Hofsósi hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum og
ef áætlanir Valgeirs á Vatni fara eftir á þetta svæði eftir að breytast mikið