Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 44

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 44
Björn þór Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Reynir Lyngdal B L Ó M L E G l/ R í BARCELONA Þeir ótalmörgu íslendingar sem hlusta á morgunútvarp Rásar 2 hafa eflaust saknaö þess aö heyra ekki rólega og yfir- vegaöa rödd Björns Þórs Sigbjörns- sonar undanfarna mánuöi Hlustendur komust að því að hann var farinn úr landi, alla leið til Spánar, þegar hann fór að senda vikulega pistla heim til íslands frá Myllu- torgi í Barcelona. En hvað er hann að gera þar? „Okkur hjónin langaði nú bara ein- faldlega að breyta til, prófa að búa einhvers staðar ann- ars staðar en á íslandi. Við ákváðum svo að fara hingað til Barcelona, það kom eng- inn annar staður til greina eftir fyrri kynni okkar af borginni. Barcelona er ynd- isleg borg, stórborg miðað við Reykjavík, en lítil borg miðað við t.d. París og London og vinaleg eftir því. Fólkið hérna finnst mér af- skaplega gott og það er ein- faldlega frábært að vera hérna.” Það hljóta að vera mikil viðbrigði fyrir morgunhana sem er vanur að vakna eldsnemma morguns að flytja til lands þar sem eng- um heiðvirðum manni dettur í hug að opna augun fyrr en langt er liðið morguns. Björn viðurkennir að það hafi tek- ið sinn tíma að venjast því. „Það verður nú að segjast al- veg eins og er að ég var svo- lítinn tíma að venjast því að sofa út. Ég er vanur því að vakna kl. 4:30 alla morgna, líka í sumarfríum, þá vakna ég eldsnemma til að fara á sjó til að veiða þorsk. Fyrst í stað hafði ég mikið sam- viskubit að sofa lengur á morgnana, fannst ég alltaf vera að sofa yfir mig. En eft- ir svona 2-3 vikur fannst mér nú orðið bærilegt að vakna svona seint. Nú lifi ég eins og Spánverji, siestan er tekin mjög hátíðlega, ég legg mig á daginn, fer seint að sofa og nýt þess afskaplega vel.” Sú spurning leitar á hugann hvort Björn hlusti grannt á útvarp þeirra heimamanna og komi ef til vill með hug- myndir þaðan þegar hann sest aftur við hljóð- nemann á Islandi. „Ég hlusta nú ekki mikið á útvarp hérna, alla vega ekki morgunútvarp, á þeim tíma er ég aldrei þessu vant steinsofandi! Önnur ástæða er auðvitað sú að ég skil þá ekki. En á daginn hlusta ég á tónlistarrás sem leikur tónlist svipaða þeirri sem leikin er á Rás 2. Auðvitað verð ég fyrir einhverjum áhrifum, en hversu lengi þau vara veit ég ekki. Hlustendur taka örugg- lega eftir því fyrstu vikurnar, og jafnvel mánuðina og von- andi árið, að ég hafi verið í burtu, tekið mér frí og kynnst annars konar mann- lífi.” Björn Þór segist oft hugsa til íslands en geti ekki sagt að hann sakni þess beint. „Ég sakna Ríkisútvarpsins, en það er gott að fá tækifæri til að komast í burtu og breyta til. Vinnuveitendur mínir gáfu mér 5 mánaða leyfi og ég er þeim ákaflega þakklátur fyrir það. Ég hlakka til að byrja aftur að þeim tíma liðnum. Það er gott að vinna á útvarpinu með öllu því góða og hæfi- leikaríka fólki sem starfar þar.” Tveir Islendingar sem sitja saman á dimmu sumarkvöldi í Barcelona renna óhjá- kvæmilega huganum heim til bjartra sumarnótta á Islandi. „Þetta er auðvitað fáránleg- ur tími til að vera burtu frá íslandi. Ég sakna þess að komast ekki á sjóinn frá Hjalteyri með ömmu, eins og ég hef gert í hverju sumarfríi hingað til. Næst þegar ég kem til Barcelona verður það að hausti til. Vonandi verður það strax á næsta ári.” 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.